Kjarnar - 01.02.1948, Síða 115
„Líklega gert um sama leyti og bjöllustrengurinn var
settur,“ bætti Holmes við.
„Já, þá var ýmsu fleiru breytt hér í húsinu.“
„Þær breytingar virðast hafa verið með undarlegum
hætti, svo sem bjöllulaus strengur og útrásarlaust loftop.
Með yðar leyfi, ungfrú Stoner, ætla ég nú að líta inn í
herbergi læknisins.“
Herbergi læknisins var stærra, en jafnfábreytt að hús-
gögnum. Þar var stórt rúmstæði, lítil bókahilla, stóll við
rúmið, kringlótt borð og sterklegur járnskápur. Holmes
gekk hægt um herbergið og athugaði það gaumgæfilega.
„Hvað er í þessum skáp?“ spurði hann síðan.
„Skjöl stjúpföður míns.“
„Það er líklega ekki köttur eða eitthvað þess háttar?“
„Nei, því dettur yður slík fjarstæða í hug?“
„Ja, lítið þér á.“ Hann tók upp undirskál með mjólk,
sem stóð á skápnum.
„Nei, við höfum ekki kött. En hér er hlébarði og api.“
„Já, það er alveg satt, og hlébarðinn er nú reyndar að-
eins köttur í stækkaðri mynd, og mjólkurskál nálgast það
töluvert að fullnægja þörfum hans. En hér er þó eitt, sem
flúg langar til að athuga nánar.“ Hann benti á stólinn og
gekk síðan að honum og rannsakaði hann nákvæmlega
toeð stækkunargleri. Síðan stakk hann stækkunargler-
inu aftur í vasa sinn. „Já, hér er einn hlutur athyglisverð-
ur.“
Lítil hundasvipa hékk í horninu yfir rúminu. „Hvað
haldið þér um þessa svipu, Watson?“
„Þetta er ofur algeng hundasvipa, en ég skil ekki hvers
vegna hún hangir þarna og er svona hringuð."
„Hún er alls ekki svo algeng, skal ég segja þér. Þegar
Nr. 1
113
KJARNAR