Kjarnar - 01.02.1948, Page 80
„Vitleysa, Zena, vitleysa," þrum-
aði hann. „Alls ekki, Zena. Þú ert
ekki gömul — ekki einu sinni eins
gömul og ég, og ég er þó sannar-
lega ekki orðinn gamall enn þá.“
Frú Rogers leit út um gluggann
og horfði á þau. „Já, lítum nú á
þau. Hann er að föndra þetta við
trén aðeins til málamynda, og hún
hangir yfir honum til einskis gagns.
Hvílík systir. Hér sit ég og hamast
svo við saumana, að mig verkjar í
fingurna og er alveg að sálast úr
hita. Jæja, ég býst ekki við, að þau
vilji láta trufla sig. En ég þarf að
sækja salat út í garðinn, og þá
verða Don Juan og frú Gay að
leggja þessar einkasamræður sínar
niður á meðan.“
Hún gekk hnarreist út í garðinn
hröðum skrefum eins og ógnandi
stormur. Herkjudrættir voru um
munninn. í salatbeðin var sáð á
mismunandi tíma, svo að þau gætu
alltaf haft nýtt salat. Frú Rogers
dundaði við að fylla skálina af sal-
ati og reyndi um leið að nema ein-
hver slitur af samtali skötuhjúanna
við tréð. En hún heyrði aðeins
skipanir Rogers. „Naglbítinn aft-
ur,“ og stuttu seinna: „Hamarinn."
Zena segir ekki orð, hugsaði hún
með sér. Hún steinþagnaði, þegar
ég kom út i garðinn. Þegar hún var
gengin inn í húsið aftur og hafði
skellt aftur hurðinni með afli
stormsins, hvíslaði Rogers: „Jæja,
tókstu eftir svipnum á Gústu? Hvað
ætli það geti annars verið, sem hef-
ur hleypt henni í þennan ham?“
Zena, sem ekki gekk að því grufl-
andi, hvernig á þessu stóð, hugsaði
með sjálfri sér: „Ágústína er af-
brýðisöm eins og vant er," en upp-
hátt sagði hún: „Það get ég ekki
með nokkru móti gert mér í hugar-
lund, Jessi. Hún virtist vera örg
yfir einhverju. Ég býst við, að hún
hafi verið að jagast við þjónustu-
fólkið. Það er alltaf með einhverja
þverúð, ekki sízt í slíku landi sem
þessu, þar sem það hefur svo háar
hugmyndir um sjálft sig, að það
þykist standa jafnfætis hverjum
sem er.“
Frú Rogers var önnum kafin við
að semja skrá yfir þær vörur, sem
hún ætlaði að kaupa á markaðnum
morguninn eftir, þegar Teresína
sagði:
„Ég vildi að þú gerðir eitthvað i
þessu, mamma. Júlía lætur Gústa
dvelja hér sýknt og heilagt aðeins
til þess að storka mér. Ég er viss
um, að Philippe undrast það stór
um, hvers vegna maður, sem ég hef
þegar vísað á bug, er sífellt að
koma hingað og dvelja hér. Hann
var hér i gærkveldi og fyrrakvöld.
Ég þoli það ekki, ég þoli það ekki “
„Drottinn sé oss næstur, Sína.
Gústi er allra bezti piltur, og hann
er ákaflega sárt leikinn. Ég á að
vísu ekki við það, að Philippe «é
KJARNAR
78
Nr. 1