Kjarnar - 01.02.1948, Síða 35
heim að húsinu. Þegar hún skvetti út vatninu, sem hún
hafði þvegið sér um hendurnar úr, tók hún eftir því, að
það féll í klakastönglum til jarðar. Frostið var biturt.
Eyru hennar og nef voru hvít og tilfinningarlaus, og hún
varð að nudda þau með snjó, unz hana sárverkjaði.
í nóvember gekk á með smáhrinum. Þá daga, sem hún
varð að vera algerlega innan dyra, dvaldi hún við að laga
til inni og dytta að einu og öðru eða lék sér við barnið.
Drengurinn eltist og vitkaðist óðum. Hann dáðist að log-
unum í eldavélinni og klappaði saman höndum í gleði
sinni. Hann gat nú setið óstuddur og skriðið um. Móð-
ir og sonur skildu hvort annað til hlítar og reyndu að
gera sér eitt og annað til dægrastyttingar í kofanum,
meðan stórhríðin buldi á þakinu.
Svo kom vikustórhríðin. Karólína hafði aðeins hálm
til þriggja daga brennslu inni í kofanum, og enn hafði
ekki komið stórhríð, sem stóð lengur. Á þriðja degi fór
hún að brenna sparlega, en óttaðist þó ekki um eldivið-
arþrot. Á fjórða degi varð hún að brjóta kassa og brenna.
Á fimmta degi brenndi hún síðasta kassanum, sem inni
var. Þá var borðið og bekkirnir eftir, en hún hafði skilið
öxina eftir úti á hesthúsi.
Þegar eldurinn var dáinn, var engin ljósglæta inni.
Hún var alveg búin að tína tímatalinu og vissi ekki hvort
heldur var dagur eða nótt. Ef hún lá með barnið fast upp
við sig undir öllum teppum, sem til voru, gátu þau varizt
kuldanum nokkurn veginn. Hún hætti að hugsa um að
reyna að brjóta hina þungu og viðamiklu trébekki í eld-
inn. Hún varð heldur að taka vögguna. En hún veigraði
sér við að brenna henni strax.
Nr. 1
33
KJARNAR