Kjarnar - 01.02.1948, Blaðsíða 7
Árla næsta morgun lagði Karl af stað til landnáms-
skrifstofu þessa fylkis, en þangað var 30 mílna leið. Hann
ætlaði að láta skrá sér þetta land, áður en einhver annar
yrði á undan honum. Hann var að vísu aðeins 20 ára enn
þá, en var orðinn fjölskyldufaðir og þurfti því ekki að
bíða eftir því að verða 21 árs til þess að geta numið land.
Að kvöldi þriðja dagsins heyrði Karólína söng hans. Hann
var kominn með eignarheimildina á landinu. Það var
réttmæt eign þeirra næstu fimm ár.
Vinna við allar framkvæmdir þarna á sléttunum stöðv-
aðist nú og menn héldu austur á bóginn aftur, gangandi,
ríðandi eða akandi. Menn héldu heim fyrir veturinn til
hinna þéttbyggðu héraða. En Karólína hjálpaði Karli við
að búa farangur þeirra á vagninn, og þau héldu vestur á
bóginn.
Frú Baker varð ævareið, þegar hún heyrði það, að þau
ætluðu ekki austur til vetrardvalar. Hún hvessti augun
á Karl og sagði: „Hún á von á barni. Þú ætlar að gera út
af við hana.“
Þessi orð skelfdu Karl. Hann hafði ekki leitt hugann
að því, að það gæti verið hættulegt fyrir konu að eignast
barn, og hann var nú reiðubúinn til að hætta við allt sam-
an og halda austur til þess að finna Karólínu öruggan
stað. En Karólína var farin að hugsa um nýja heimilið.
Hún vissi, að einhver gat komið og tekið landið þeirra,
meðan þau væru fjarverandi. Slíkt henti oft. Hún sneri
sér því að frú Baker og svaraði blíðlega: „Vertu sæl, frú
Baker. Nú verðum við að leggja af stað.“
Karl ók af stað, en hann var samt á báðum áttum og
reiðubúinn að snúa við, ef hún vildi. „Það er eðlilegt
Nr. 1
5
KJARNAR