Kjarnar - 01.02.1948, Blaðsíða 114
Dyrnar út í forstofuna voru litlar. í herberginu, sem
ungfrú Stoner svaf í, og einnig hafði verið herbergi syst-
ur hennar, var lítið rúm við annan hliðarvegginn. í einu
horninu stóð brún kommóða og búningsborð vinstra meg-
in við giuggann. Þetta voru allir herbergismunirnir auk
tveggja víravirkisstóla. Viðurinn í húsgögnunum og
veggjunum var brúnleit, ormsmogin eik. Holmes þagði
og renndi augum athugull um veggi og loft.
„Hvert liggur þessi bjöllustrengur?“ spurði hann að
síðustu og benti á gildan streng, sem hékk ofan úr loftinu
rétt yfir rúminu og snerti svæflana við höfðalagið.
„Hann liggur upp í herbergi ráðskonunnar.“
„Hann virðist nýlegri en aðrir hlutir hér inni?“
„Já, hann var settur þarna fyrir fáum árum.“
„Systir yðar hefur kannske beðið að setja hann þarna?“
„Nei, og ég heyrði þess aldrei getið, að hún notaði
hann.“
Holmes gekk að rúminu og horfði lengi á strenginn og
upp í loftið, þar sem hann kom niður. Að lokum greip
hann rösklega í strenginn.
„Nú, bjallan hringir ekki,“ sagði hann. „Þetta er und-
arlegt. Nú sé ég, að strengurinn er aðeins festur í krók
í loftinu rétt hjá litla loftræstingaropinu.“
„Já, það er skrítið, ég hef aldrei tekið eftir því fyrr.“
„Já, mjög undarlegt,“ tautaði Holmes og tók aftur í
strenginn. „Það er margt undarlegt við þetta herbergi.
Það hlýtur til dæmis að vera heimskur byggingameistari,
sem setur loftrásaropið á skilvegginn milli herbergjanna
í stað þess að setja það á útvegginn, og fá þannig hreint
loft beint að utan.“
„Opið var líka sett á fyrir skömmu,“ svaraði konan.
kjarnar 112 Nr. 1