Kjarnar - 01.02.1948, Blaðsíða 54

Kjarnar - 01.02.1948, Blaðsíða 54
Hún heyrði meira að segja ekki, þegar Gústi sagði: „Þarna verður skrúðfylkingarsvæðið. Finnst þér það ekki fallegt. Það er bæði langt og breitt. Og þarna fyrir handan er ...‘ Júlía sá það úr hertrergisglugg- anum sínum á fjórðu hæð, þegar sleðinn ók heim að húsinu aftur. Hún sá Gústa hjálpa Teresínu um- hyggjusamlega ofan af sleðanum. „Það er illt, að Gústi skuli ekki sjá, hve Teresína er köld og sjálfs- elsk,“ hugsaði Júlía með sér. „Hér býr hún hjá okkur, foreldrum sín um og systkinum, og þó hefur ekk- ert okkar fundið til ástar hjá henni. Hún þykist yfir okkur hafin, vegna þess, að hún er fríðust. Ég vildi heldur líkjast Georgínu en Tere- sínu. Gína hugsar að minnsta kosti ekki um sjálfa sig sýknt og heil- agt. Hún fremur auðvitað alls kon- ar axarsköft, en henni þykir þó verulega vænt um Hinrik, þótt henni sé kannske ekki sérlega hlýtt til mín. Og auðvitað þykir henni mjög vænt um pabba.“ Er hér var komið hugsunum hennar, leiddist hugur hennar að hennar eigin óhamingju. Faðir hennar, sem hún unni þó svo heitt, tók hin börnin fram yfir hana. Það hafði ætíð verið þannig, jafnvel áður en hún var send í klaustur- skólann. Hún hafði verið viðkvæmt barn, fljót að hryggjast og fljót að gleðjast, og hann hafði oft hent gaman að henni. Þótt liin börnin væru oft óþæg, og þeim væri stund- um refsað fyrir það, var aðeins hent gaman að því, að hún var allt- af Ijúf og þæg. Hugsunarleysi föður hennar svipti hana sjálfstrausti. Sú spurn- ing vaknaði hjá henni, hvernig ó- kunnugum mundi lítast á hana, ef föður hennar gæti ekki einu sinni getizt að henni. Þetta gerði hana óttafulia um sjálfa sig. Þótt hún væri orðin nítján ára og þegar kom- in á giftingaraldur, sýndi hún lít- inn áhuga fyrir karlmönnum og taldi sjálfri sér trú um, að sig lang- aði ekki til þess að giftast. „Júlía. Sittu ekki alltaf þarna uppi, góða mín. Komdu niður til okkar.“ Það var móðir hennar sem kallaði. Hún stóð við stigafótinn á hæðinni fyrir neðan. „Ég vildi óska, að mamma æpti ekki alltaf svona hátt, þegar hún kallar á mann," hugsaði Júlía. „En ég held það sé ítölsk arfleifð. Hún leit einu sinni ekki út um glugg- ann, en gekk síðan ofan stigann til fjölskyldu sinnar og föður síns. Janúar, febrúar og marz 1876. „Gústa, Gústa, Gú-ústa,“ kall herra Rogers bergmálaði um allt húsið. KJARNAR 52 Nr. 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Kjarnar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarnar
https://timarit.is/publication/2065

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.