Kjarnar - 01.02.1948, Page 90
og árekstrinum við unnustu sína
út af því.
Annað voru áhyggjur vegna Zenu
frænku. Hvers vegna hafði hún yf-
irgefið Philadelphiu svo skyndi-
lega? Hún var að vísu töluvert
hviklynd, það vissi hann vel af
fyrri kynningu, en þetta var þó al-
gerlega ólíkt henni að stinga svona
af án þess að kveðja hann, ekki sízt
vegna þess að hún hafði sýnt svo
mikinn áhuga fyrir hinni væntan-
legu giftingu hans. Ef til vill hafði
einhver karlmaður komizt í spilið,
það var alls ekki óhugsandi. Zena
hafði oft játað fyrir honum yfir-
sjónir sínar í áslamálum, og það
var ekki ólíklegt, að eitthvað þess
háttar hefði hent hana einu sinni
enn.
Hann veitti því nú athygli, að
hann hafði ekki fengtð að sjá Júlíu
alllengi. Þegar hann kom í Rogers-
hús var það ævinlega annað hvort
Teresína eða Mary, sem komu til
dyra.Þegar hann hringdi dyrabjöll-
unni beið hann með eftirvæntingu
og vonaði að sjá glaðlegt bros Júlíu,
þegar dyrnar opnuðust. Og hann
átti bágt með að dylja vonbrigðin,
þegar einhver annar opnaði fyrir
honum.
Hann fann það vel, að hann
saknaði þess sárt að fá ekki að sjá
Júlíu. Hún var falleg stúlka og þar
að auki skemmtileg. Það var við-
felldnara að tala við hana en Ter-
esínu. Honum var nú allt í einu
orðin þessi staðreynd ljós. Hann
saknaði Júlxu. Ef hann fengi ekki
að sjá hana í kvöld, þá ætlaði hann
að minnsta kosti að komast að
raun um, hvers vegna hann fékk
ekki að sjá hana.
Hann gekk út. Veðrið var fagurt
og hann rölti hægt ofan eftir Gir-
ard Avenue. Áin var þarna breið
og útsýnið fagurt yfir dalinn fyrir
handan ána. Einn og einn vagn
hlaðinn alls konar vörum fór um
veginn. Eftir ánni sigldu nokkrir
flutningabátar. Þeir voru á upp-
leið og héldu sig við bakkann
hinurn megin. Eftir miðri ánni
sigldi lítill gufubátur og sendi hvít-
an gufustrók upp í loftið. Hann
flutti skemmtiferðafólk. Hvernig
væri að fara í stutta bátferð?
Herbergið, sem Júlíu hafði alltaf
fundizt svo aðlaðandi, veitti henni
ekki sama frið og áður. í stað þess,
að það hafði áðui verið henni kær-
komið hæli og griðastaður, sem
hægt var að flýja til, þegar amstur
heimilisins þjáði hana, fannst
henni það nú líkara fangaklefa.
Hún vildi forðast það, og þess
vegna hafði hún tekið þann kost-
inn síðustu dagana, að fara langar
gönguferðir ein sér. Þetta kvöld
var veðrið svo fagurt, og hátíða-
svæðið dró liana að sér eins og
segulstál. En það væri rangt af
henni að fara þangað. Ef hún væri
einu sinni kominn þangað, mundi
KJARNAR
88
Nr. 1