Kjarnar - 01.02.1948, Side 71

Kjarnar - 01.02.1948, Side 71
ekki talizt eigingjarnt a£ mér, þótt ég óski þess heldur, að þú veljir hana. Þetta samtal benti Philippe á áð- kveðið takmark. Frænka hans mælti fremur meö nöfnu sinni, og hin franska hagsýni, sem í honum bjó, leiddi hann að þeirri niðurstöðu, að það væri engin ástæða til þess að hika lengur. Auk þess virtust líka fleiri vera á höttunum eftir konunni. Þarna var ungur lækna- stúdent, allra snotrasti maður en virtist þó ekki hættulegur keppi- nautur. Hann hafði líka heyrt minnzt á ungan, myndarlegan mann i nágrenninu, og hann gat oröið hættulegur. Það var óskyn- samlegt að vera alltof öruggur um sjálfan sig, þegar ung og fögur kona var annars vegar. Hann ákvað því að fara aftur með Zenu frænku til Kensington og bjóða Teresínu með sér í leikhús eða á hljómleika, sem hann hafði séð auglýsta og látið mjög af. Hinn mikli dagur rann upp. Há- tíðin var sett, og þau fengu að- göngumiða til þess að hlusta á setningarræðu forsetans og fengu að sjá einræðisherra Brazilíu og drottningu hans. Fjölskyldan hafði tvenna aðgöngumiða vegna kunn- ingsskapar síns við æðri menn, sem að hátíðunum stóðu. Harry Naylor hafði sent Teresínu fjóra aðgöngu- miða, því að hann var í áhrifaað- stöðu við hátíðahöldin. Philippe hafði líka sent fjóra aðgöngumiða, og þrír af fjölskyldunni gátu því setið hjá honum á gestasvæðinu fyr- ir erlenda gesti. Þar hafði Teresína ætlað sér sæti við hlið hans, en fað- ir hennar kom í veg fyrir það. „Við getum ekki öll farið i sama vagnin- um, það er augljóst mál, svo að ég ætla að taka tvíburana og Teresínu með mér;“ Teresína lcomst að þeirri niður- stöðu, að það var gagnslaust að mæla gegn föður hennar, en henni var þungt í skapi, þegar þau sett- ust upp í leiguvagninn. Þetta var auðvitað ekkert annað en að gefa Júlxu kærkomið tækifæri til þess að skjóta henni ref fyrir rass, og Tere- sína var ekki í nokkrum vafa um það, að misyndiskvendið hún systir hennar mundi notfæra sér það til hins ýtrasta. En rétt f þessu hafði frú Rogers fengið gullvæga hugmynd: „Þú manst það, Zena, að Jessi sagði, að sporvagnar gengju eftir Richmond- stræti beina leið inn á hátíðasvæð- ið, og það er langbezt að fara með þeim.“ Ferð þeirra gekk því miklu betur en bónda hennar. Vegirnir í Vest- ur-Philadelphíu voru um þessar mundir allir sundurgrafnir af regni og mikilli umferð, og leigu- vigninn festist tvisvar í leðjunni á leiðinni. Rogers og börnin, sem Nr. 1 69 KJARNAR
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Kjarnar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarnar
https://timarit.is/publication/2065

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.