Birtingur - 01.01.1966, Blaðsíða 75

Birtingur - 01.01.1966, Blaðsíða 75
SIGURÐUR A. MAGNÚSSON: NIKOS GATSOS Nikos Gatsos er talinn eitt a£ helztu ljóðskáld- um Grikkja á miðri tuttugustu öld, enda þótt hann hafi einungis gefið út eitt lítið ljóða- kver fyrir rúmum tveimur áratugum. Hann fæddist árið 1912 og er því rúmlega fimmtug- ur, en bók hans, sem bar heitið „Amorgos" (nafn á grískri eyju), kom út árið 1943, þegar þýzka hernámið svarf hvað mest að Grikkj- um með hörmungum hungursneyðar og grimmilegra hermdarverka. Ljóðin í bókinni bera þess mörg merki, við hvaða aðstæður þau eru ort, og kemur það m. a. greinilega fram í „Þeir segja að fjöllin skjálfi". „Amorgos" vakti meiri athygli í Grikklandi en nokkur önnur frumsmíð síðan fyrsta ljóða- bók Seferis kom út tólf árum áður. Það sem þótti einna æsilegast við bókina var hið djarfa og kröftuga orðfæri skáldsins, hrjúf tilfinn- ing hans og óvenjulegt líkingamál, sem átti að nokkru leyti rætur að rekja til súrrealism- ans. Gatsos var ekki einasta fersk og hljóm- sterk rödd í grískri ljóðlist, heldur gróf hann ljóðlistinni nýja farvegi með frumlegri tákn- vísi og djarflegu málfæri. Það sem gerir ljóð hans hugtækust er þó hvorki dirfskan né nýstárleikinn, heldur hin mikla spenna milli hrjúfrar veruleikaskynj- unar og tærrar ljóðrænu, sem kemur fram í báðum meðfylgjandi ljóðum. í ljóðlist hans er látlaus togstreita milli hörku og blíðu, óhroða og fegurðar, ofsa og innileika. Þetta birtist bæði í einstökum táknmyndum, sam- stillingu ljóðlína og heildarbyggingu ljóð- anna. Þau hefjast gjarna á hráum, ofsafengn- um nótum, en enda í ljóðrænum töfrum. í ljóðinu „Þeir segja að fjöllin skjálfi“ kemur einnig fram spennan milli örvæntingar og vonar, kaldhæðni og eftirvæntingar, beiskju og lífsjátningar, sem fær sérstaka merkingu þegar haft er í huga hvenær og við hvaða að- stæður það var ort. I þessu ljóði er vikið að móður Kitsos, sem er tilvísun til alþýðlegs sögukvæðis frá Tyrkja- tímanum. Kitso var foringi skæruliðaflokks í fjöllunum sem barðist gegn Tyrkjum, en slíkir flokkar voru margir og hafa orðið ódauð- legir í grískum þjóðkvæðum. Kitso féll í hend- ur Tyrkjum. Áður en hann var hengdur bár- ust móður hans fregnir af örlögum hans, og hún reyndi að ná til hans. Á vegi hennar varð fljót sem hún komst ekki yfir. Þjóð- kvæðið greinir frá því, hvernig hún skamm- aði fljótið og grýtti það um leið og hún sár- bændi það um að draga sig til baka, svo að hún fengi náð fundi sonar síns áður en yfir lyki. Nikos Gatsos hefur á seinni árum einkum fengizt við að snúa spænskum bókmenntum á grísku og getið sér orð fyrir þýðingar á leik- ritum García Lorca. Hann hefur einnig birtingur 73
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.