Morgunblaðið - 10.05.1994, Síða 13

Morgunblaðið - 10.05.1994, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. MAÍ 1994 13 LANDIÐ Uppbygging aðstöðu Olíuverslunarinnar á Akranesi Ein stærsta birgðastöð félagsins Akranesi - Olíuverslun íslands hf. tók á dögunum formlega í notkun nýja birgðastöð á Akranesi og með tilkomu hennar er hún ein af stærri birgðastöðum fyrirtækisins. Birgðastöð fyrirtækisins á Vestur- landi hefur verið í Borgamesi til þessa, en með vaxandi þjónustu á Akranesi var ákveðið að byggja þar upp nýtískulega birgðastöð. I máli Einars Benediktssonar forstjóra Olís við vígslu hinnar nýju birgðastöðvar kom fram að hægt er að geyma um 1500 þúsund lítra af eldsneyti á Akranesi og er út- söluverð þessara birgða um 54 milljónir króna, ef allir geymar eru fullir. Stöðin mun vera fimmta stærsta stöð Olís í lítrum talið, en önnur í röðinni í verðmæti birgða, aðeins Akureyri er stærri. Þjónustusvæði Olís á Akranesi nær frá Hvalfjarðarbotni að Gjögri í Strandasýslu, en frá Akranesi að Gjögri er um 330 km leið. Á síð- asta ári var dreift á svæði um 5 milljónum lítra af bensíni, 3,9 millj- ónum lítra af gasolíu og 3.600 tonnum af svartolíu. Sala á svæð- hefur farið mjög vaxandi á Morgunblaðið/Jón Gunnlaugsson EINAR Benediktsson, forsljóri Olís, tekur formlega í notkun birgðastöð Olís hf. á Akranesi. Honum á vinstri hlið er Sverr- ir Sigurðsson, stöðvarstjóri, og hægra megin við hann er Gunn- ar Sigurðsson, svæðisstjóri Olís á Vesturlandi. Flateyringar ljúka íþróttahúsinu Húsið hefur verið átta ár í byggingu Flateyri - íþróttafélagið Grettir á Flateyri hefur ákveðið að beita sér fyrir átaksverkefni til að klára íþróttahúsið á staðnum. Á Flateyri stendur fokhelt íþrótta- hús, sem verið hefur í byggingu í átta ár. Sundlaug sem er áföst íþróttahúsinu var tekin í notkun fyr- ir tíu árum og fer aðsókn að henni stöðugt vaxandi. Hafa íþróttir verið iðkaðar í íþróttahúsinu í nokkum tíma, þrátt fyrir lélega aðstöðu, en er það miklum erfiðleikum bundið í mestu frosthörkunum þar sem hitinn í húsinu á það til að fara niður fyrir frostmark. Að sögn Guðmundar Baldursson- ar, formanns íþróttafélagsins, er meiningin að átak þetta standi í eitt ár og verði lögð áhersla á að mynda breiðfylkingu um þetta málefni. Haldinn hefur verið einn fundur með formönnum allra félagasamtaka í Önundarfirði og þar kannaður áhugi fyrir átakinu. Erindinu var vel tekið og er viljinn mjög skýr. mu undanförnum árum. Að sögn Gunn- ars Sigurðssonar, svæðisstjóra Olís, á Vesturlandi mun tilkoma þessarar stöðvar breyta miklu hvað varðar alla þjónustu. „Ég er mjög ánægður að fyrirtækið skuli hafa farið í þessa fjárfestingu á Akra- nesi og vona hún skili sér bæði til Akurnesinga og ekki síður til við- skiptavina á þjónustusvæðinu,“ sagði Gunnar. Hinir nýju tankar vom smíðaðir hjá vélsmiðjú Þorgeirs & Ellerts hf. Jarðvinnu annaðist Trésmiðja Siguijóns og Þorbergs hf. Vinna við löndunarlagnir vom unnar af vélsmiðju Ólafs Guðjónssonar auk þess sem starfsmenn Olís hf. tengd- ust því. Vinnu við raflagnir annað- ist Ármann Ármannsson rafvirki og hans menn og allan flutning annaðist Bifreiðastöð ÞÞÞ. Hönn- unarvinna var í höndum starfs- manna Olís og VT teiknistofunnar hf. á Akranesi. Krían kom um leið o g ísinn fór BLÖNDUÓSI - „ísinn á Flóðinu fór óvenju seint og krían kom aft- ur á móti óvenju snemma," sagði Kristján bóndi Siguijónsson í Vatnsdalshólum „og allt gerðist þetta á sama tíma.“ Kristján bóndi stundar líka silungsveiðar í Flóð- inu og sagði hann svo stutt síðan hann hóf veiðarriar að erfitt væri að bera aflann saman við afla sl. vors. I samtali við Kristján bónda og móður hans Margréti Krist- jánsdóttur um þróun dýralífs við Flóðið í Vatnsdal siðustu árin þá bar þeim mæðginum saman um það að jaðröku hafi fjölgað mikið. Jafnframt töldu þau að tjaldi hefði fjölgað töluvert síðastliðin tvö til þijú árin. Um kriuna sem kom í Vatnsdalinn 2. maí sögðu þau að hún hefði flutt varp sitt frá vatn- inu inn í Vatnsdalshólana og töldu aukna umferð við vatnið valda því. Flóðið í Vatnsdal er þekkt náttúruparadís og má oft sjá á sumri þúsundir álfta á vatninu. Þau mæðgin Margrét og Kristján voru bjartsýn á að sumarið yrði hagfellt. Á myndinni er Kristján bóndi með nokkrar vænar bleikjur úr Flóðinu. Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Nú fá íslenskir neytendur að gæða sér á Kvargi - nýrri, undurgóðri mjólkurafurð! Kvarg er ekki eins og skyr og ekki eins og jógúrt - en eitthvað einstaklega ljúffengt þar á milli. Margir íslendingar þekkja Kvargið erlendis frá en þessi eftirsótta mjólkurafurð er upp- runnin í Mið- og Austur-Evrópu. Mikið hefur verið lagt í þróun Kvargsins hér á landi og hefur sérstök áhersla verið lögð á bragðgæðin og rétta þykkt og áferð. Við erum afar stolt af útkomunni: Kvargið er meiriháttar gott á bragðið og leynir sér ekki að það er unnið úr íslensku úrvals hráefni. Kvarg er til með jarðarberjum, bláberjum og blönduðum ávöxtum og er kjörið á morgnana, í hádeginu og sem eftirréttur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.