Morgunblaðið - 10.05.1994, Side 56

Morgunblaðið - 10.05.1994, Side 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN ! 103 REYKJAVÍK SÍMI 691100, SlMBRÉF 6911S1 PÓSTHÓLF 3040 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 ÞRIÐJUDAGUR 10. MAÍ 1994 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Háskóli íslands Skilríki j prófum SÚ BREYTING hefur verið gerð á fyrirkomulagi prófa í Háskóla ís- lands að nemendur eru krafðir skil- ríkja og vísað í tiltekin sæti í próf- saL Árni Finnsson, prófstjóri, sagði að ákvörðunin hefði verið tekin í vetur. Hvað ástæðu þessa varðaði sagði Árni að hvort tveggja væri að komið væri í veg fyrir hugsan- legt svindl og festa væri aukin. Hann sagði að breytingin hefði miðast við síðustu mánaðamót og því væri hugsanlegt að einhveijir nemendur, sem byijað hefðu fyrr í prófum, hefðu verið krafðir skilríkja á miðju próftímabili. Gert væri ráð fyrir að um fram- tíðarskipan væri að ræða og ætti hún ekki að koma nemendum á óvart enda væri víðast krafist skil- ríkja við próftöku í framhaldsskól- um. Fluttu ís- lenskan saltfisk til Islands ÁTTA fararstjórar portúgalska unglingalandsliðsins slógu upp veislu á hóteli sínu á sunnu- dagskvöld að sigurleik gegn íslendingum loknum. Þeir komu með hráefnið til hátíðar- matargerðarinnar með sér frá Portúgal, íslenskan saltfisk. Sveinn Sveinsson, formaður unglinganefndar KSÍ, sagði að framkvæmdastjóri liðsins, Car- r los Codinho, hefði drifið sig upp á hótel strax að leik loknum til að elda fiskinn. Honum skoluðu þeir svo niður með rauðvíni og hvítvíni sem þeir fluttu einnig til landsins. Þetta var þó ekki eini salt- fiskurinn sem þeir snæddu hér á landi, því áður höfðu íslend- ingar boðið þeim upp á saltfisk marineraðan í olíu og sítrónu. Morgunblaðið/Katla Sigurgeirsdóttir BJÖRGUNARSVEITARMENN á vettvangi við Barnafossa. Pílan sýnir hvar Sigurbjörg féll fram af. Rotaðist og flaut með ánni TUTTUGU og níu ára kona, Sig- urbjörg Einarsdóttir, féll 8 til 10 m niður hamrastál og flaut nokkra metra niður Hvítá á Iaug- ardag. Sigurbjörg var stödd við Bamafossa ásamt þremur vinkon- um sínum og sex ára syni einnar þeirra. Katla Sigurgeirsdóttir, ein vinkvennanna, sagði þær hafa verið sannfærðar um að Sigur- björg hefði látist þegar hún féll niður í stórgrýtið. Sigurbjörg man ekkert af atburðarásinni. Hún brákaðist á handlegg og 30 til 40 spor varð að sauma í vinstri fótlegg. Vinkonurnar fóru úr sumarbú- stað í Húsafelli til að skoða Barna- fossana um kl. 16.30 um daginn. „Við keyrðum út í neðra útskotið. Þær hinar fóru fram á bakkann og Sibba missti fótanna í skrið- unni fyrir neðan. Síðan missti hún jafnvægið og féll. Hún reyndi án árangurs að ná einhverri hald- festu og hrapaði 8 til 10 m niður hamrastálið. Trúlega varð það henni til happs að stoppa við ána Morgunblaðið/Júlíus SIGURBJÖRG Einarsdóttir og vinkonur hennar, Huldís Þor- finnsdóttir, Aðalheiður Daníelsdóttir og Katla Sigurgeirsdóttir. og lenda ekki alveg út í henni. Aftur á móti rotaðist hún og ekki hvarflaði að okkur hinum að hún væri lifandi þar sem hún lá á grúfu,“ sagði Katla. Þegar hér var komið sögu hljóp Katla að ná í hjálp. „Eg fór á efra stæðið og fann rútubílstjóra frá Sæmundi. Óhætt er að segja að hann brást nyög vel við og mat aðstæður rétt. Hann tilkynnti um slysið, náði í björgunarsveit og lögreglu," sagði Katla. „Fljót- lega komu svo Húsafellsbændur á staðinn. Þeir komust niður og hlúðu að henni. Því næst komu björgunarsveitarmenn úr björg- unarsveitinni Oki og læknir frá Borgarnesi skömmu síðar. Eftir að hann hafði litið á hana var hún flutt upp í börum og klukkutíma eftir að óhappið átti sér stað var hún svo flutt á sjúkrahúsið á Akranesi. Um miðnætti fékk hún að fara heim.“ Á meðan Katla sótti hjálp hafði Sigurbjörg komist til meðvitund- ar. „Hún hafði reynt að hreyfa sig og á þessu brölti sínu dottið í ána. Hún barst nokkra metra með straumnum og fyrir eitthvað kraftaverk gat hún krafsað sig upp á bakkann," segir Katla og bætir við að trúlega hafi bjargað Sigurbjörgu hversu létt hún er. Islandsbanki hreyfir vexti lítillega á morgun Vextir viðskiptavíxla lækka um eitt prósent ÍSLANDSBANKI hreyfir einn banka vexti sína lítillega niður á við á morgun, þann 11. maí. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins verður engin vaxtabreyting hjá Landsbankanum, Búnaðarbanka og sparisjóðunum á þessum vaxtabreytingadegi. Helsta breytingin hjá íslands- * 'b'anka verður, samkvæmt upplýs- ingum Morgunblaðsins, sú að vext- ir af viðskiptavíxlum lækka um 1%, úr 13,95% í 12,95%. Vextir af yfir- dráttarlánum hækka um 0,5%, fara úr 12% í 12,5%. Vextir yfirdráttar- lána verða þrátt fyrir þetta þeir lægstu í íslandsbanka. Þá mun ís- landsbanki lækka vexti á bundnum innlánsreikningum til 48 mánaða um 0,15%, úr 5,0% í 4,85%. Hæstu forvextir almennra víxil- lána verða áfram 12,25% í Lands- banka og hjá sparisjóðunum, 12,2% í íslandsbanka og 12% í Búnaðar- banka. Hæstu vextir almennra skuldabréfalána eru 11,5% í Lands- banka og hjá sparisjóðunum, en 12% í íslandsbanka og Búnaðar- banka. Þótt hér sé um óverulegar vaxta- lækkanir að ræða hjá íslandsbanka er það mat viðmælenda Morgun- blaðsins að hér sé um vísbendingu að ræða, í þá veru að vaxtastig muni eitthvað fara lækkandi á næstunni, þótt efasemda gæti um að slík lækkun verði umtalsverð, a.m.k. enn um sinn. Talsmenn bankanna telja jafnvel að á næstunni verði um enn frek- ari vaxtalækkanir að ræða á bundn- um innlánum til lengri tíma, þar sem vaxtakjör þar séu óeðlilega há, í samanburði við aðra ávöxtunar- kosti sem bjóðast. Morgunblaðið/Árni Sæberg Treyja númer 13 Sigurður klæddist Víkings- búningnum fyrsta skipti í gærkvöldi og fékk treyju númer 13, sem hann hefur ætíð leikið í. Með honum er Gunnar Gunnarsson þjálfari. Félagsvísinda- stofnun og Gallup Sjálfstæð- isflokkur og Kvenna- listi treysta stöðusína NÝGERÐAR skoðanakann- anir Félagsvísindastofnunar og Gallups, um fylgi við stjórnmálaflokka á lands- vísu, gefa til kynna að fylgi Sjálfstæðisflokks sé nú svip- að og í kosningunum 1991 og að Kvennalisti hafi mjög treyst stöðu sína frá sömu kosningum. Alþýðubandalag hefur því sem næst staðið í stað, en nið- urstöður varðandi Alþýðuflokk og Framsóknarflokk eru tals- vert ólíkar eftir því hvor könn- unin er skoðuð. Félagsvísinda- stofnun mælir fylgi Alþýðu- flokks 6,8%'en Gallup 11,4%. Félagsvísindastofnun mælir fylgi Framsóknarflokks 25% en Gallup 19,5%. Mismunandi tími Félagsvísindastofnun gerði könnun á fylgi stjórnmála- flokka og stuðningi við ríkis- stjórnina fyrir Morgunblaðið. Hófst könnunin 30. apríl og stóð til 5. maí. Gallup vann sína könnun um fylgi stjórn- málaflokka fyrir Ríkisútvarpið og hófst hún 22. apríl og lauk 2. maí, en greint var frá niður- stöðum Gallup í fréttum RÚV í gærkvöldi. Óbreytt afstaða til stjórnar Samkvæmt mælingum Fé- lagsvísindastofnunar hefur ekki orðið marktæk breyting á stuðningi við ríkisstjórnina frá síðustu könnun í nóvember. Af þeim sem tóku afstöðu naut stjórnin stuðnings 31,5%, 25% voru hlutlaus og 43,5% voru andvíg stjórninni. ■ Skoðanakannanir/ 6 Siggi í Víking „ÞAÐ VERÐUR gaman að spila með Víkingunum,“ segir Sigurður Sveinsson, einn reyndasti hand- knattieiksmaður landsins. sem gekk í gærkvöldi frá félagaskiptum úr Selfossi í Víking. „Ég þekki nokkra þeirra mjög vel og spilaði með þeim Gunnari og Birgi í Þrótti. Ég ætla að spila í það minnsta tvö ár enn,“ sagði Sigurður. Til stóð fyrir 15 árum að Sigurður gengi í Víking en á síðustu stundu valdi hann Þrótt. „Ég hef því verið nokkuð lengi á leiðinni í Víking," sagði Sigurður sem undanfarin ár hefur leikið með Selfossi. Framarar vildu einnig fá hann sem þjálfara og leikmann en Sigurð- ur kaus að leika áfram í 1. deild. ■ íþróttir/ forsíða blaðs B

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.