Morgunblaðið - 12.06.1999, Síða 10

Morgunblaðið - 12.06.1999, Síða 10
10 LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Samningur um að skrá muni í sérstakt skráningarkerfí á Netinu Markmiðið að draga úr þjófnuðum Leiðrétting RANGHERMT var í Morgunblað- inu í gær að Jón Sigurðsson, sem lést síðastliðinn miðvikudag, hefði átt fjögur börn. Böm hans og Ólafar Jónu Sigurgeirsdóttur eru þrjú. Einnig vantaði í starfsferil Jóns að hann hefði verið framkvæmda- stjóri Borgarkringlunnar. SAMBAND íslenski'a tryggingafé- laga (SÍT), ríkislögreglustjóri og eigandi skráningarkerfisins Crime- On-Line gerðu í dag með sér sam- starfssamning um notkun kerfisins. Markmið samstarfsins er að fækka þjófnuðum og koma í veg fyrir sölu þýfis með því að koma á víðtækri skráningu á munum í kerfið. Sé hlut stolið skráir eigandinn þjófnaðinn í kerfið. Ef þýfi finnst er flett upp í skráningarkerfinu og athugað hvort og þá hver hafi skráð hlutinn. Sá sem hefur skráð hlutinn fær sjálf- krafa tilkynningu í tölvupósti ef ein- hver flettir hlutnum upp í kerfinu. Þannig fær hann að vita hvaða net- fang sá sem flettir upp hlutnum er með. Fólk getur fengið límmiða með . merki Crime-On-Line, iögreglunnar og SÍT til að líma á þá hluti sem það hefur skráð í kerfið og einnig á glugga. Er það von manna að þjófar hætti við áform sín þegar þeir sjá slíka miða. Sigmar Armannsson, fram- kvæmdastjóri SÍT, Haraldur Jo- hannessen ríkislögreglustjóri og Njáll Harðarson, eigandi Crime- Morgunblaðið/Árni Sæberg HARALDUR Johannessen ríkislögreglusljóri og Njáll Harðarson takast í hendur eftir undirskrift samnings- ins. Á milli þeirra er Sigmar Ármannsson. On-Line skráningarkerfisins, undir- rituðu samninginn. SÍT greiðir fyrir ókeypis skrán- ingu fyrir alla landsmenn. Sigmar sagði að sum tryggingafélög hefðu lýst því yfir að ef viðskiptavinir þeirra skrái muni sína inn í kerfið lækki félagið eigin áhættu við- skiptavina. Fólk geti því strax haft fjárhagslegan ábata af þvi að nota skráningarkerfið. Sigmar sagði ennfremur að með minnkandi tjóna- kostnaði tryggingafélaga ætti að vera unnt að lækka iðgjöld. Jónmundur Kjartansson yfirlög- regluþjónn sagði að lögreglan hefði hag af samstarfinu bæði til að stuðla að fækkun afbrota og einnig til að finna rétta eigendur þýfis sem lög- reglan gerir upptækt. En að sögn Jónmundar er oft ekki vitað hvaðan það þýfi sem finnst kemur. Hann sagði ennfremur að fíkniefnaneysla væri að stærstum hluta fjármögnuð með innbrotum og þjófnuðum og þó svo að verið geti að fíkniefnaneyt- endur láti sér fátt um finnast þegar þeir sjá að hlutur er merktur Crime- On-Line, þá geti þeim gengið erfið- lega að selja hann öðrum. Crime-On-Line skráningarkerfið hefur verið í þrjú ár á veraldarvefn- um. Njáll sagðist hafa fengið hug- myndina að því með tilkomu Nets- ins þegar Ijóst var hvaða möguleik- ar fælust í notkun þess, því að það sé opið allan sólarhringinn og fólk hvaðanæva að úr heiminum hafi að- gang að því. Reiðhjólaverslunin Hvellur var fyrsti aðilinn til að nota skráningarkerfið markvisst og eru 2-3 ár síðan farið var að skrá öll hjól verslunarinnar í kerfið. Njáll sagði aðspurður að sá möguleiki væri íyrir hendi að óprút- tnir gætu skráð á sig eigur annarra í kerfinu, en það kæmist þó fljótt upp þegar réttur eigandi ætlaði að skrá hlutinn. Þá væri hægt að hafa samband við lögreglu eða eigendur vefþjónsins sem sá óprúttni væri með netfang hjá. Hann sagði enn- fremur að fyrirtæki gætu tryggt sig gegn því að fyrrverandi starfsmenn noti kerfið undir netfangi fyrirtæk- isins með því að skipta um aðgangs- orð. Því gætu þeir sem reknir hefðu verið fyrir afglöp í starfi ekki flett upp í kerfinu undir merkjum fyrir- tækisins. Útreikningar Hagstofu íslands á vísitölu neysluverðs síðustu misserin Tillit tekið til breyt- inga á gæðum með skipulegum hætti Vísitöluútreikningar hafa verið gagnrýndir fyrir að taka ekki nægilegt tillit til gæða og meta því ranglega hækkanir þegar verðmæti vöru og þjónustu eykst. -----7-------------------—.— -----— ■ I samantekt Hjálmars Jónssonar -----------------—-----------7--------- kemur fram að á Hagstofu Islands hefur síðustu misserin skipulega verið unnið að því að meta verðhækkanir með hliðsjón af breytingum á gæðum. förnu þegar svonefndur ABS- bremsubúnaður hefur orðið hluti af staðalbúnaði bfls hefur við verðsam- anburð verið tekið tillit til þeirrar verðmætisaukningar sem í þessu felst og hún ekki látin hafa áhrif á vísitöluna." Þá segir að rétt sé að taka fram að oft verði gæðaleiðréttingum ekki við komið vegna ónógra upplýsinga. „Aðferðir til þessara leiðréttinga eru og í mótun á alþjóðavettvangi. Hins vegar er ljóst að vaxandi áhersla er lögð á leiðréttingar af þessu tagi og þess mun vafalaust sjá aukinn stað í vísitöluútreikning- um hér á landi,“ segir ennfremur. NÝR grunnur vísitölu neysluverðs tók gildi á árinu 1997 og var þá tek- ið upp það nýmæli að taka tillit til gæðabreytinga við mat á verðhækk- unum með skipulegum hætti. Fram kemur í tilkynningu Hagstofu Is- lands um gildistöku nýja grunnsins að í þessum efnum verði stuðst við niðurstöður þróunarvinnu sem unn- in sé á vegum hagstofu Evrópusam- bandsins (Eurostat). Jafnframt er greint frá því að verið sé að taka upp samræmt verklag við útreikn- ing neysluverðsvísitalna á Evrópska efnahagssvæðinu og hafa slíkar samræmdar neysluverðsvísitölur verið birtar með reglubundnum hætti síðustu misserin. Vísitöluútreikningar hafa stundum verið gagnrýndir fyrir að taka ekki tillit til gæða og ofmeta þar af leið- andi verðhækkanir og verðbólgu. Ef vara eða þjónusta hækkar í verði vegna þess að gæðin hafa aukist er ekki um verðlagshækkun að ræða, þar sem hærra verð endurspeglar meiri gæði. Ef hins vegar sami hlut- urinn breytist í verði milli tveggja tímapunkta er um réttnefnda breyt- ingu á verðlagi að ræða og það eru slíkar verðlagshækkanir sem vísi- töluútreikningar miða að því að fylgj- ast með. Til þess að greina þama á milli hefur Hagstofan beitt gæðaleið- réttingum á undanfómum missemm í nokkrum tilvikum, til dæmis hvað varðar nýjan búnað í bifreiðum, hvað varðar innflutning á stærri og öflugri tölvum, svo eitthvað sé nefnt, en nýjasta dæmið er hækkun á iðgjöld- um lögboðinna ökutækjatrygginga. Hagstofan telur að 36% meðaltals- hækkun ökutækjatrygginga nú um mánaðamótin megi að tveimur þriðju hlutum rekja til aukinnar trygginga- verndar og að einungis þriðjungur hækkunarinnar sé því réttneftid verðhækkun. Af þessum sökum hækkaði vísitala neysluverðs um 0,18% vegna hækkunar tryggingaið- gjalda, en þau hefðu að öðmm kosti hækkað vísitöluna um nærfellt 0,6%. Eru ekki að kaupa sömu trygg- ingu og áður í minnisblaði Hagstofu Islands af þessu tilefni segir meðal annars að ákvæði skaðabótalaganna séu talin leiða til hækkunar skaðabóta og aukinna tjónagreiðslna til tjónþola. í því felist aukin tryggingavemd eins og að hafi verið stefnt með hin- um nýju lögum. „Eftir gildistöku laganna em neytendur þannig ekki að kaupa sömu tryggingu og áður heldur nýja og ríkulegri tryggingu. Þeir greiða hærra verð fyrir vegna þess að þeir em að kaupa verðniæt- ari þjónustu en áður. Kaup á auk- inni tryggingavemd eða verðmæt- ari tryggingu hafa í för með sér aukinn kostnað fyrir neytendur, en í þessu felst ekki verðbreyting. Kaupin hafa þannig áhrif á útgjöld heimila en ekki verðlag útgjald- anna,“ segir í minnisblaðinu. Ennfremur kemur fram að vísi- tölu neysluverðs sé ætlað að mæla verðbreytingar, en ekki breytingar á útgjöldum. Mælingamar byggist á því að sífellt sé fylgst með verði á sömu vöm og sömu þjónustu og að vega og meta breytingar í réttum hlutfóllum, sem ráðist af samsetn- ingu heimilisútgjalda. Ævinlega sé þess gætt að blanda ekki saman breytingum á gæðum og innihaldi og breytingum á verði. Á alþjóða- vettvangi hafi verið lögð rík áhersla á að taka tillit til gæðaleiðréttinga, ekki síst vegna þeirrar gagnrýni á vísitöluútreikninga að þeir ofmeti verðbólgu, sé ekki tekið tillit til gæða þeirrar vöm eða þjónustu sem keypt sé. Aðferðir í mótun Síðan segir: „Frá þessum tíma hefur Hagstofan leitast við að beita skipulegum aðferðum við gæðaleið- réttingar við útreikning vísitölunn- ar. Þetta hefur helst átt sér stað í þremur útgjaldaflokkum, kaupum á nýjum bflum, tölvum og fatnaði. Sem dæmi má taka að nú að undan- Leiðrétt markvisst með tilliti til gæða Guðrún R. Jónsdóttir á vísitölu- deild Hagstofu íslands segir að með gildistöku nýs grunns vísitölunnar 1997 hafi verið tekin ákvörðun um að leiðrétta vísitöluna markvisst með tilliti til gæða í samræmi við al- þjóðleg sjónarmið í þeim efnum, enda hefði það verið gagnrýnt, með- al annars hér á landi í framhaldi af útgáfu á bandarískri skýrslu fyrir nokkrum árum, að ekki væri tekið tillit til gæða í vísitöluútreikningum. Gagnrýnin lyti að því að verðbólga væri ofmetin af þessum sökum vegna þess að ekki væri tekið tillit til þess að vegna vöruþróunar og breytinga á þjónustu væri oft og iðulega um verðmætari vörur að ræða en áður. Guðrún sagði að með gæðaleið- réttingu væri reynt að koma til móts við þessa gagnrýni, þ.e.a.s. reynt væri að skilja milli rétt- nefndrar verðhækkunar annars vegar, sem gæti til dæmis stafað af auknum launakostnaði í framleiðsl- unni, og hins vegar hærra verðs sem stafaði af því að um nýja og betri vöru væri að ræða. Þessari gæðaleiðréttingu hefði til dæmis á síðustu misserum verið beitt varð- andi bflainnflutning að þvi leyti að ABS-bremsukerfi og líknarbelgir væru nú nánast staðalbúnaður í bfl- um en hefðu ekki verið það áður. Henni hefði einnig verið beitt varð- andi innflutning á tölvum, þar sem stöðug þróun gerði það að verkum að tölvur yrðu sífellt afkastameiri en þær eldri. Þá hefði þessu einnig verið beitt í sambandi við verð- breytingar á fatnaði og væri þá reynt að meta til dæmis hvort hann væri úr verðmætari efnum en áður. Hún sagði aðspurð að auðvitað væri mjög oft erfitt að meta hversu stór hluti verðbreytingar stafaði af því að gæðin hefðu breyst og hve stór hluti væri af öðrum orsökum. Oft væri það vegna þess að erfitt væri að afla gagna, auk þess sem taka þyrfti afstöðu til margvíslegra álitaefna. Það hefði til dæmis ekki verið auðvelt verkefni varðandi ið- gjaldahækkun ökutækjatrygginga nú að meta hvað væri aukin trygg- ingavemd og hvað væri hækkun af öðrum orsökum. Niðurstaðan hefði hins vegar orðið sú eftir nákvæma athugun að tveir þriðju hlutar stöf- uðu af aukinni tryggingavemd og þriðjungur væri af öðrum orsökum. Guðrún sagði að við vísitöluút- reikninga sína tæki Hagstofan mið af samræmdum verklagsreglum hagstofa á EES-svæðinu og hefði þær til hliðsjónar. Farið væri yfir þessi mál í alþjóðlegum vinnuhóp- um sem væru starfræktir um að- ferðafræði í vísitöluútreikningum og álitaefni rædd ítarlega. Með þessu væri reynt að gæta þess að samræmi væri í mælingum og flokkun viðfangsefna á milli land- anna og að gengið væri út frá sömu forsendum, þannig að mælingarnar endurspegluðu sem best raunveru- lega verðlagsþróun með sambæri- legum hætti.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.