Morgunblaðið - 12.06.1999, Síða 31

Morgunblaðið - 12.06.1999, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ 1999 31 ERLENT Flottur í bæ; seigur á fjöllum Suzuki Jimny er sterkbyggður og öflugur sportjeppi, byggður á sjálfstæðri grind og með hátt og lágt drif. Það er sama hvort þú ætlar með vinina í fjallaferð eða á rúntinn niður í bæ, Jimny er rétti bíllinnl 1.399.000,- beinskiptur 1.519.000,- sjálfskiptur $ SUZUKI SUZUKI SÖLUUMBOÐ: Akranes: Ólafur G. ólafsson, Garðabraut 2, slmi 431 28 00. Akureyri: BSA hf., Laufásgötu 9, simi 462 63 00. Egilsstaðir: . SUZUKI BILAR HF Bfla* og búvélasalan hf., Miðási 19, slmi 471 20 11. Hafnarfjorður: Guðvarður Ellasson, Grænukmn 20, simi 555 15 50. Isafjorður: Bilagarður ehf., Grænagarði, sfmi 456 30 95. Kefiavlk: BG bilakringlan, Grófinni 8, sfmi 421 12 00. Selfoss: Bflasala Suðurlands, Hrfsmýri 5, sfmi 482 37 00. Skeifunni 17. Sími 568 51 00. Hvammstanga: Bila- og búvélasalan, Melavegi 17, slmi 451 26 17. Heimasíða: www.suzukibilar.is SÞ líta á landhelgisbrot norður-kóreskra varðskipa sem ögrun Seoul. Reuters. Aukin spenna á Gulahafí ÞRJÚ norður-kóresk varðskip sigldu aftur inn í suður-kóreska landhelgi í gær, að sögn til þess að vernda eigin fiskibáta, eftir að suð- ur-kóresk herskip höfðu reynt að reka þau á brott. Þetta var fimmti dagurinn í röð sem spennuástand ríkir á Gulahafi milli flota Kóreu- ríkjanna tveggja, vegna deilu þeirra um fískimið á svæðinu. Engum skotum var hleypt af, en suður-kóresku skipin stímdu af öllu afli á kili norður-kóresku varðskip- anna og tókst þannig að reka þau út úr landhelginni um tíma. Að sögn talsmanns suður-kóreska herráðsins löskuðust norður-kóresku varðskip- in verulega, og eitt þeirra var næst- um keyrt í kaf. Fyrr um daginn hafði varnarmálaráðuneytið skipað hernum í viðbragðsstöðu vegna ástandsins, og aukið flotastyrkinn á Gulahafi. Kóreuríkin eiga enn formlega í stríði, því við lok Kóreustríðsins árið 1953 var aðeins samið um vopnahlé en ekki frið. Eftirlitsnefnd Samein- uðu þjóðanna, sem hefur umsjón með því að vopnahléð sé haldið, óskaði í gær eftir viðræðum við yfir- menn norður-kóreska hersins vegna atburða undanfarinna daga á Gula- hafí. Að sögn talsmanns nefndarinn- ar líta Sameinuðu þjóðirnar á sigl- ingar norður-kóreskra skipa inn í suður-kóreska landhelgi sem skýra ögrun sem hafi aukið spennu á svæðinu. Eftirlitsnefndin krefst þess að landhelgisbrotum Norður- Kóreumanna linni. Þetta er harðorðasta viðvörun nefndarinnar síðan spennuástand kom upp milli flota Kóreuríkjanna á mánudag. Haft var eftir starfsmanni suður-kóreska varnarmálaráðuneyt- isins að Suður-Kóreumenn hefðu óskað eftir aðstoð nefndarinnar í gærmorgun, meðal annars að eftir- litsmenn hennar og annað starfslið yrðu sett í viðbragðsstöðu. Að hans sögn er ástandið þó ekki það alvar- legt að eftirlitsnefndin þurfi aftur að taka við yfirstjórn á hafsvæðinu. Yonhap-fréttastofan greindi frá því í gær að varnarmálaráðherra Suður-Kóreu hefði rætt við yfir- mann bandaríska hersins á þessu svæði um möguleikann á því að Bandaríkjamenn veittu Suður- Kóreumönnum aðstoð við að taka á málinu. Um 37 þúsund bandarískir hermenn eru í Suður-Kóreu til að verja landið gegn hugsanlegri inn- rás frá norðurhlutanum. LOUISE Ai-bour, yfirsaksókn- ari hjá stríðsglæpadómstóli Sa- meinuðu þjóðanna, mun láta af störfum í september en hún hefur verið útnefnd dómari við hæstaréttinn í Kanada. Kemur tilkynning um þetta einungis tveimur vikum eftir að Arbour gaf út ákæni á hendur Slobod- an Milosevic Júgóslavíuforseta fyrir stríðsglæpi. Öryggisráð SÞ mun þurfa að útnefna nýjan yfirsaksóknara fyrir stríðs- glæpadómstólinn, sem settur var á laggirnar árið 1993 til að rannsaka stríðsglæpi í stríðinu á Balkanskaga. Fjöldamorð í Alsír ALSÍRSKIR uppreisnarmenn (GIA) myrtu fjórtán manns í árás í Medea-héraði í fyrrinótt, að því er greint var frá í gær, en róttækir múhameðstrúar- menn hafa efnt til fjölda slíkra árása undanfarin misseri í Al- sír. Stjórnar- mynduná N-írlandi? LÍKLEGT er talið að breska stjórnin muni á mánudag eða þriðjudag ýta úr vör því ferli, sem kennt er við D’Hondt, sem síðan mun leiða til myndunar heimastjórnar á N-írlandi en stjómarmyndunin hefur dreg- ist von úr viti vegna afvopnun- ardeilunnar svokölluðu. Ekki er víst að liðsmönnum stærsta flokks sambandssinna, UUP, líki alls kostar þetta frumkvæði því flokkurinn mun að öllum líkindum annaðhvort verða að láta sér lynda að Sinn Féin, stjórnmálaarmur Irska lýð- veldishersins (IRA), taki sæti sín í heimastjórn við hlið UUP án þess að IRA hafi byrjað af- vopnun, eða ganga út ella. Bin Laden hefur í hótunum SÁDI-ARABÍSKI milljóna- mæringurinn og hryðjuverka- maðurinn Osama bin Laden boðaði heilagt stríð gegn Bandaríkjunum í viðtali sem sýnt var á fimmtudag á sjón- vai’psstöð sem sendir út frá Qatar. Bin Laden sagði það skyldu allra múhameðstrúar- manna að frelsa fósturjarðir sínar undan ánauð Bandaríkja- manna, og sagðist hann líta á hvern einasta karlkyns Banda- ríkjamann sem réttmætt skot- mark sitt. Bandaríska alríkis- lögreglan, FBI, bætti bin La- den á lista sinn yfir tíu hættu- legustu glæpamenn veraldar í vikunni en í sjónvarpsviðtalinu áðurnefnda neitaði bin Laden því hins vegar að hann hefði komið nálægt sprengjutilræð- um við bandarísku sendiráðin í Kenýa og Tansaníu á síðasta ári. Þakið gaf sig og sjö létust SJÖ manns létust þegar þak hrundi á neðanjarðarbrautar- stöð í Pétursborg, næststærstu borg Rússlands, á fimmtudags- kvöld. Krömdust fimm til bana og tveir létust síðar af völdum meiðsla er þeir hlutu við slysið. Alvöru Suzuki jeppi á verði smábíls! Arbour hættir
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.