Morgunblaðið - 12.06.1999, Síða 33

Morgunblaðið - 12.06.1999, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ 1999 33 ERLENT Páfi ávarpar pólska þingið JÓHANNES Páll páfi flutti í gær sögulega ræðu á pólska þinginu og skoraði á þjóðir Evrópu að gera strax ráðstafanir til þess að fyrirbyggja nýjan klofning og ný stríðsátök í álfunni. Páfi brýndi ennfremur fyrir stjórnmálamönn- um í lýðræðisríkjunum að gleyma ekki andlegum gildum og einblína ekki á efnahagslega og pólitíska hagsmuni álfunnar, auk þess sem hann varaði við því hugarfari að síaukin neysla sé eftirsóknarverð. „Ef við viljum að einingin í Evr- ópu haldist verðum við að byggja á andlegum gildum sem voru eitt sinn hornsteinn hennar, taka tillit til menningarlegs auðs og fjöl- breytileika álfunnar og hefða ein- stakra þjóða.“ Auk 560 þingmanna hlýddu for- seti Póllands, Aleksander Kwasni- ewski, ráðherrar, dómarar, trúar- leiðtogar og stjórnarerindrekar á ræðuna. Þetta er í fyrsta sinn í sögunni sem páfí ávarpar þjóð- þing með þessum hætti. Reuters Handtök- ur vegna morðsins á Paust Ósld. AP. NORSKA lögreglan handtók í gær karlmann og konu í tengsl- um við morðið á Anne Orderud Paust og foreldrum hennar. Hún gegndi starfi einkaritara varnarmálaráðherra Noregs. Maðurinn og konan voru kærð fyrir brot á lögum um skotvopnaeign en að sögn lög- reglu tengist ákæran einnig ákveðnum ummerkjum, sem fundust þar sem morðin voru framin. Anne Orderud fannst skotin til bana ásamt foreldrum sínum á heimili þeirra í Akershus þann 23. maí sl. Tvisvar áður hafði verið reynt að ráða Anne og eiginmann hennar, Per Paust, af dögum. Paust starfaði í norsku utanríkisþjónustunni og lést af völdum krabbameins fyrr á þessu ári. Norska lögreglan vildi ekk- ert tjá sig frekar um rannsókn málsins í gær. Lögmenn Anwars Ibrahims í Malasíu óska frávísunar Segja málið byggt á upplognum sökum Kuala Lumpur. Reuters. LÖGMENN Anwars Ibrahims, fyrr- verandi fjármálaráðherra í Malasíu, sögðust í gær hafa undir höndum segulbandsupptökur þar sem heyra mætti saksóknara í málinu gegn Anwar reyna að fá gamlan kunn- ingja Anwars tO að vitna gegn hon- um. í staðinn lofuðu saksóknarar manninum, Nallakarruppan So- laimalai, vægri refsingu vegna ákæru sem hann átti yfir höfði sér. Segja lögmennirnir þetta sönnun þess að ákærur á hendur Anwar, um að hann hafi gerst sekur um kyn- ferðisafbrot, séu byggðar á blekk- ingum. Verjendur Anwars vísuðu til segulbandsupptökunnar, sem lög- maður NallakaiTuppans hafði með leynd fest á band, í gær þegar þeir óskuðu eftir því við dómara í málinu gegn Anwar að hann vísaði því frá. Dómarinn, Arifin Jaka, hafnaði hins vegar beiðni lögmannanna, neitaði að leyfa að segulbandsupptakan yrði borin fram sem sönnunargagn í mál- inu og sakaði verjendur um að reyna að tefja réttarhöldin. Anwar var rekinn úr embætti fjár- málaráðherra í september síðastliðn- um og stuttu síðar ákærður fyrir spillingu og kynferðisafbrot, en Anwar var sakaður um að hafa neytt fyrrverandi einkabílstjóra sinn til samræðis. Anwar var dæmdur til sex ára fangelsisvistar í apríl vegna fjögurra spillingarákæra og síðastliðinn mánudag hófust síðan réttarhöldin vegna ákærunnar um kynferðisaf- brot en samkynhneigð er bönnuð með lögum í Malasíu. Verði Anwar fundinn sekur á hann yfir höfði sér allt að 20 ára fangelsisdóm og hýð- ingu. Vilja „btíau til nýtt land handa Jeltsín að stjórna Moskvu. The Daily Telegraph. EFTIR að hafa um áraraðir leitað að heppilegum arftaka Borís Jeltsíns í embætti forseta Rússlands hafa ráðamenn í Kreml loks fundið mann sem þeim finnst tilvalinn til að leysa Jeltsín af hólmi þegar hann lætur af embætti um mitt næsta ár. Sá maður er enginn annar en Borís Jeltsín. Litlu máli máli skiptir þótt rúss- neska stjórnarskráin taki skýrt fram að Jeltsín getur ekki boðið sig fram til þriðja kjörtímabilsins á forseta- stóli - aðstoðarmenn hans hafa nefnilega uppi áform um að búa hreinlega til nýtt land þai- sem Jeltsín gæti orðið forseti. I það minnsta er þetta einn þeirra kosta sem eru til athugunar í Kreml en þar á bæ hugsa menn vart um annað en hver fetar í fótspor Jeltsíns og hefur sá möguleiki, að „óvinur" erfi þau umtalsverðu völd sem fylgja því að vera forseti Rússlands, valdið miklum taugatitringi. Eru aðstoðar- menn Jeltsíns - með dóttur hans Tatjönu í broddi fylkingar - reiðu- búnir til að gera næstum hvað sem er til að lengja forsetatíð Jeltsíns. Róttækust þeirra hugmynda, sem nú eru ræddar í Kreml, er einmitt sú að „búa“ til nýtt Rússland, sem yrði annaðhvort sam- einað Hvíta-Rúss- landi eða stýrt skv. sambands- stjómarsáttmála, sem veita myndi Jeltsín tækifæri til að halda ótrauður áfram störfum, jafnvel eftir að kjörtíma- bili hans lýkur á næsta ári. Samruni við hið fyrrver- andi Sovétlýðveldi Hvíta-Rússland, þar sem Alexander Lúkasjenko for- seti ræður ríkjum, mun þegar hafa verið ræddur. Reyndar komu þingmenn frá Rússlandi, Hvíta-Rússlandi og Úkraínu saman á fimmtudag og ræddu um nánara samband land- anna. Þar gerði Oleksandr Tkachenkó, þingforseti á úkraínska þinginu, að umtalsefni verri lífsskil- yrði í löndunum þremur. Jeltsín sjálfur ekki með í ráðum Athygli vekur að sjálfur mun Jeltsín ekki hafa hugmynd um ráða- gerðir fylgisveina sinna. Á hinn bóg- inn er valdasýki forsetans löngu þekkt og endurspeglast einna best í því hversu gjam hann er á að losa sig við alla þá sem gerast líklegir til að skyggja á frægðarsól hans sjálfs, eða ógna völdum hans. Fullyrt er að um þessar mundir beinist athygli Kremlarmanna einna helst að borgarstjóranum í Moskvu, Júrí Lúzhkov, sem líklegastur þykir til að vinna sigur í forsetakosningun- um á næsta ári, og beita þeir nú öllum ráðum til að finna höggstað á honum. Lúzhkov sagði á fimmtudag: ,fyð- stoðarmenn forsetans hafa tilkynnt að þeir séu hlutlausir í minn garð. Á bak við luktar dyr kalla þeir borgar- stjórann hins vegar „óvin númer eitt“. Við þurfum ekki að láta neitt, sem kemur frá fólkinu í Kreml, koma okkur á óvart. Þeir sem þar ráða rílq- um eru heldur undarlegt samsafn manna.“ Þær fi'éttir að Kremlarmenn ræði þann möguleika að búa til nýtt land handa Jeltsín að stýra valda e.t.v. ein- hverju uppnámi erlendis en heima fyrir koma þær engum á óvart - ekk- ert sem aðstoðarmenn Jeltsíns láta sér detta í hug kemur nokkrum á óvart lengur. /Tior^ Utsölustaðir um allt lana SLATTUVELAR Notendavænar Nlargar gerðlr VETRARSOL Landsþekkt varahlutaþjónusta HAMRABORG 1-3 • Sími 564 1864 Vinsœlu handsláttuvélarnar ^ komnar aftur! Við eigum mikið úrval sláttuvéla, mótórdrifnar og handknúnar. Einnig sláttuorf - með rafmangs- eða bensínmótór. Fyrir þá sem kjósa að slá með gamla iaginu, eigum við orf og Ijá á góðu verði. SENDUM UM ALLT LAND Grandagarði 2, Rvik, sími 552-8855 og 800-6288. Opið virka daga 8-18 og laugard. 10-14.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.