Morgunblaðið - 12.06.1999, Qupperneq 57

Morgunblaðið - 12.06.1999, Qupperneq 57
t MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ 1999 57*r UMRÆÐAN Jóns er unnin sést m.a. á því að ekki hafði hann fyrir því að kynna sér bakgrunn minn. Hann kallar mig „fífuleikara frá Skotlandi" en ég er frá Þýskalandi. Varðandi at- hugasemd hans „Volker Dellwo er ekki sérlega góður á sekkjapípuna" vil ég leyfa mér að nefna nokkrar staðreyndir um feril minn: Tvö ár í röð, 1997 og 1998, vann ég til verð- launa LBPS (Lowland and Borders Piper’s Society) í Edinborg fyrir bestan sólóleik og fyrir bestan sam- leik (með celló) og einnig í opinni keppni á „Scottish smallpipe". Árið 1997 fékk ég auk þess verðlaun fyr- ir „Best new composition“. I dóm- nefnd þessarar mest virtu keppni á sviði „smallpipe“-leiks eiga sæti at- vinnudómarar frá „School of Scott- ish Studies" (Edinburgh Uni- versity) og frá LBPS. (í fagtímarit- inu Commom Stock, Joumal of the LBPS og öðrum fagritum má finna þessar upplýsingar staðfestar). Undanfarin 6 ár hef ég haldið um 350 tónleika, aðallega í Þýskalandi, Bretlandi og á Spáni en einnig í Frakklandi og Bandaríkjunum í mjög mismunandi hljóðfærasam- setningum. Auk þess hef ég tekið þátt í útgáfu á 6 geisladiskum. M.a. vegna þessara staðreynda leyfi ég mér að fullyrða að sólóleikur minn í Hafnarfirði hafi verið, hvað gæði varðar, tónlistarflutningur á sekkjapípu sem þykir hæfilegur og í samræmi við nútímakröfur. Svona hljómar þessi tónlist nú einu sinni. Jóni fannst hún falla „... tónalt ekki sem best við ‘diatóníska’ tónlist Evrópu og var því á köflum fólsk í samleik". Frá sjónarhóli hefðbund- innar tónlistarfræði má ef til vill í vissum tilfellum segja að svo sé en þannig er þessi tónlist flutt nú á dögum og er það hluti af írskum og skoskum stfl. Við tónleikana í Hafn- arfirði heyrðust slíkar disharmoní- ur aðeins í undantekningartilfell- um. Falli Jóni slík tónlist ekki í geð, þykir mér það leitt. En hann ætti samt ekki að rugla saman eigin smekk við faglegan tónlistarflutn- ing hljóðfæraleikara. Hvers vegna hann lætur ógert að fjalla um túlk- un sekkjapípunnar á hefðbundnum og nútíma þjóðdanslögum, er mér ráðgáta. Ef til vill hefur hann jafn lítinn skilning á slíkri tónlist og sögulegri þróun sekkjapípunnar sjálfrar og sópar henni því orða- laust undir stólinn? Ég verð að viðurkenna að mér eru það mikil vonbrigði að fjallað sé í íslensku dagblaði á svo ófag- legan hátt og af slíkri vanþekkingu og virðingarleysi um menningu annarra þjóða. Höfundur er aðstoðarkennarí við Menntaskólann í Reykjavík. tækifæri til að stunda annars konar vinnu en þá sem fram fer í kerskál- um, en sú vinna mun vera góð þjálf- un fyrir þá sem búast við að lenda í verri staðnum að lokum. Og hafa þessir villuráfandi byggðastefnumenn aldrei hugsað út í það að óbyggðir og náttúrufeg- urð séu verðmæti í sjálfum sér? Hefur þeim, úr því þeir meta allt til beinharðra skjóttekinna peninga, ásjónu landsins, vatnakerfi, fuglalíf og vistkerfi, ekki dottið í hug að það mætti græða hressilega á Eyjabökkum eins og þeir eru? Þangað mætti hugsa sér ferðir, ekki síst fyrir moldríkt fólk sem hefur séð allt í heiminum nema Eyjabakka og skipuleggja ferðirn- ar þannig að byggðirnar eystra græddu á þeim. Mín vegna mætti reisa svolítið hótel á Eyjabökkum. Ef komandi kynslóðum líkaði ekki hótelið og þætti það til óprýði, þá mætti rífa það. En stíflur og uppi- stöðulón eru óafmáanleg mann- virki. Og þeir sem ætla að mis- þyrma sinni ástkæru fósturjörð með slíkri mannvirkjagerð á dýr- mætustu stöðum, og hlægilega lít- inn fjárhagslegan ávinning í huga, skyldu muna að börnin þeirra verða að búa við glæpinn lengur en þeir sjálfir. Höfundur er ríthöfundur. DEMANTAHÚSIÐ Nýju Kringlunni, sími 588 9944 Útskriftargiafir Stretchbuxur St. 38-50 - Frábært úrval verslunarmiðst. Eiðstorgi, simi 552 3970. Sjö manna glæsivagn! á góðu verði 1800 cc, ii2 hestafla vél • Viðarinnrétting Ceislaspilari • Álfelgur • Vindkljúfur • ABS • Loftpúðar Fjarstýrðar samlæsingar • Þjófavörn og margt fleira PEUCEOT I
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.