Morgunblaðið - 12.06.1999, Qupperneq 71

Morgunblaðið - 12.06.1999, Qupperneq 71
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ 1999 71 _________________________ _______________V FRÉTTIR Landssamband frímerkjasafnara Hvetja til auk- innar frímerkja- söfnunar LANDSSAMBAND íslenzkra frí- merkjasafnara hélt landsjjing sitt laugardaginn 28. maí sl. A þinginu var samtökunum kjörin ný stjórn og skipa hana eftirtaldir: Sigurður R. Pétursson formaður, Bolli Da- víðsson, Garðai’ Schiöth, Gunnar R. Einarsson, Hálfdán Helgason, Jón Zalewski og Þór Þorsteins. Vara- menn eru Eiður Arnason og Guðni Fr. Arnason. Á þinginu kom fram ánægja með gott samstarf við Islandspóst hf. og forvera hans, Póst og síma hf. Meðal annars var lýst ánægju með blaðaút- gáfu sem nú er í burðarliðnum og auglýsingar sem farið er að setja upp á afgreiðslustöðum Islandspósts hf. með leiðbeiningum um notkun frímerkja. Einnig kom fram ánægja með að loks skuli hafa verið staðfest heimild manna til að greiða burðar- gjöld böggla með frímerkjum límd- um á böggulinn sjálfan en ekki á fylgibréf hans svo sem almennt hef- ir verið gert í langan tíma. Megn óá- nægja kom hins vegar fram með þær breytingar sem urðu á meðferð pósts um síðustu áramót er póstaf- greiðslumenn hættu að frímerkja bréf en tóku í þess stað að stimpla þau með gúmmístimplum til stað- festingar á greiðslu burðargjalds. Hið nýja fyrirkomulag dregui- mjög verulega úr notkun frímerkja sem aftur verður til að ungmenni sjá frí- merki sjaldnar en fyrr og hafa því ekki sama hvata og verið heíir til að hefja frímerkjasöfnun. Þá vekur furðu nýr vélstimpill sem notaður er í rauðum lit á að minnsta kosti einu pósthúsi í Reykjavík. Á stimplinum eru meðal annars bókstafirnir PP, alþjóðlegt tákn sem merkir að burð- argjald hafi verið greitt. Það sem helst vekur fúrðu er að stimpillinn virðist notaður jöfnum höndum á frí- merktar sendingar sem ófrímerktar þótt PP táknið eigi eðli sínu sam- kvæmt aðeins heima á ófrímerktum sendingum, segir í fréttatilkynn- ingu. Landsþingið beindi því til ráða- manna í samtökum frímerkjasafn- ara og hjá íslandspósti hf. að nýta dag frímerkisins betur en gert hefir verið til að hvetja til aukinnar frí- merkjasöfnunar og til kynningar á notkun frímerkja og söfnun þeirra, til dæmis með litlum frímerkjasýn- ingum á deginum sjálfum og næstu dögum við hann. Frímerkjasýning var haldin í tengslum við þingið og var hún með nýju sniði þannig að hvert safn var aðeins á sextán síðum og komst þannig fyrir í einum sýn- ingarramma. Komu þarna fram ýmis áhugaverð og fjölbreytileg smásöfn enda auðvelt fyrir flesta að koma saman safni af þessari stærð fremur en stóru og umfangsmiklu safni af því tagi sem almennt er sýnt. Menntaskólinn við Sund STÚDENTAR frá Menntaskólanum við Sund. MENNTASKÓLANUM við Sund var slitið í þrítugasta sinn 28. maí síðastliðinn. Björns Bjarnasonar, fyrrverandi rektors skólans, var minnst við upphaf athafnarinnar. Árangursríkt og þroskandi fé- lagslíf nemenda varð Eiríki S. Guðmundssyni rektor að umtals- efni í ávarpi. Hann greindi frá því að nemendur héldu tónleika og söngkeppni í vetur og settu upp Kirsuberjagarðinn eftir Tjékov. Drengjalið skólans vann fram- haldsskólamót í körfubolta, lið skólans komst í undanúrslit í spurningakeppninni Gettu betur og nemandi úr skólanum varð í 2. sæti í Söngkeppni framhaldsskól- anna. Fram kom í máli rektors að brýnt er að taka á húsnæðisvanda Stór útskrift- arárgangur skólans. Hann segir nærri Iáta að stækka þurfi húsnæði skólans um 2.000 fermetra til að við megi una. Eiríkur segir menntamála- ráðherra hafa viðurkennt vand- ann og rætt hann við borgaryfir- völd. Rektor sagðist vona að yfir- völd tækju á húsnæðismálunum af myndarskap, nýbygging væri besti kosturinn. Tveir kennarar, Skúli Þór Magnússon og Sveinn Árnason, hafa starfað við skólann í 25 ár og voru heiðraðir af því tilefni. Hápunktur athafnarinnar var brautskráning stúdenta. Alls voru brautskráðir 184 stúdentar, 92 stúlkur og 92 piltar. Aðeins tvisvar hafa fleiri nemendur brautskráðst frá skólanum, 191 árið 1977 og 185 árið 1979. Að þessu sinni fékk enginn f nemandi ágætiseinkunn. Þrír nemendur, Auna Sigríður Árna- dóttir og Pétur Valsson úr eðlis- fræðideild og Þóra Gunnur Isak- sen af nýmáladeild, voru jafnir og hæstir með fullnaðareinkunnina 8,8. Anna Sigríður Árnadóttir telst þó dúx skólans með fullnað- areinkunnina 8,81. Funi Sigurðsson ávarpaði sam- komuna fyrir hönd nýstúdenta. Fulltrúi 25 ára stúdenta var Guð- mundur Guðmundsson, gæða- sljóri Lýsis hf. Hann færði skólan- V um tölvuórðabækur að gjöf. UNIFEM á íslandi Morgunblaðið/Þorkell FRÁ fyrsta stjórnarfundi UNIFEM. Frá vinstri, fremri röð: Anna Sigríður Einarsdóttir, Kristjana Þ. Sigur- björnsdóttir og Sigríður Margrét Guðmundsdóttir, formaður UNIFEM. Frá vinstri, aftari röð: Þórgunnur Skúladóttir, Kristjana Milla Thorsteinsson, Margrét Einarsdóttir, fráfarandi formaður, Sigrún K. Oskars- dóttir varaformaður og Kristín Jónsdóttir. Á SÍÐASTA aðalfundi UNIFEM á íslandi tók Sigríður Margi-ét Guð- mundsdóttir við formennsku í UNI- FEM af Margréti Einarsdóttur sem gegnt hefur því starfi um árabil. Margrét situr þó enn í stjórninni sem meðstjórnandi. Einnig kom Kristín Jónsdóttir ný inn í stjómina og tók hún við starfi gjaldkera. Á miðvikudaginn var kom nýja stjóm- in í fyrsta skipti saman í nýja hús- næðinu að Laugavegi 7. „UNIFEM á íslandi var stofnað 18. desember árið 1989 og mun því fagna 10 ára afmæli í desember nk. Aðaltilgangur félagsins er að vera málsvari kvenna í þróunarlöndun- um, kynna starfsemi UNIFEM og afla fjármagns frá hinu opinbera og frá einkaaðilum. Á þessum 10 árum Nýr formaður og mikið starf framundan hefur félagið vaxið og dafnað og tekur nú virkan þátt í því alþjóðlega hjálparstarfi sem Unifem um allan heim vinnur að. Félagið er nú nýflutt í húsnæði Mannréttindaskrifstofu íslands að Laugavegi 7 og skapast þar algjör- lega nýtt starfsumhverfi og miklir möguleikar á auknu starfi, sérstak- lega í kynningar- og fræðslumálum. Að þessu sinni kemur félagið með beinum hætti að tveimur verk- efnum; í Indlandi og í Mexíkó. Bæði þessi verkefni hafa það að meginmarkmiði (eins og reyndar öll verkefni UNIFEM) að styrkja konur til sjálfsbjargar. Verkefnið í Mexíkó felst í því að mennta og fræða bændakonur í Campeche- héraði um býflugna- og hunangs- framleiðslu en markmið verkefnis- ins á Indlandi er að fræða konur um lýðræðisleg réttindi sín og að hvetja konur til að nýta sér þau. Þetta verkefni er unnið í samvinnu við Svíþjóð og Japan. Auk þessa leggur UNIFEM á íslandi fjár- magn í alheimsátak UNIFEM gegn ofbeldi á konum. I ágúst er ráðgert að halda nor- rænan fund UNIFEM-félaganna á Norðurlöndunum hér á Islandi,“ segir í fréttatilkynningu. VOGATUNGA 17 KÓPAVOGI | Opið hús í dag frá kl. 15 til 17 Sími 533 4040 Fax 588 8366 Fallego innréttað 127 fm parhús ú einni hæð með innbyggðum bílskúr. Húsið stendur innst í botnlonga og er þaðon gott útsýni. Fallega ræktuð lóð með nuddpotli. Hiti í stéttum og innkeyrslu. Eignin er lous strax. Verð 13,9 millj. Húsið verður til sýnis í dag, laugardog, frú kl. 15 til 17. Maggý og Tómas bjóða ykkur velkomin. Armúla 21 DAN V.S. WIIUM, hdl. lögg. fasteignasali. BARNASANDALAR Verö kr 1.995 Teg. La Gear sandalar. Stærðir 28-38. Litur: Svartir DOMUS MEDICA vlð Snorrabraut - Reykjavík Sírnl 551 8519 KRINGLAN Krlnglunni 8-12 ■ Reykjavik Sírnl 568 9212 PÓSTSENDUM SAMDÆGURS - 5% STAÐGREIÐSLUAFSLÁTTUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.