Morgunblaðið - 08.12.2000, Side 20

Morgunblaðið - 08.12.2000, Side 20
20 FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Aðventuhátíð Hrunaprestakalls Hrunamannahreppi - Árleg að- ventuhátíð í Hrunaprestakalli var haldin að kvöldi fyrsta sunnudags í aðventu, 3. desember, í Félags- heimilinu á Flúðum. Séra Eiríkur Jóhannsson, sóknarprestur í Hruna, setti og stjórnaði samkom- unni sem einkenndist af söng og gleði. Fjórir kórar komu fram. Yngribamakór Flúðaskóla, skóla- kór Flúðaskóla, Karlakór Hreppa- manna og kirkjukór Hranapresta- kalls. Alls stigu um 130 manns á svið og sungu en það verður að teljast hátt hlutfall í rúmlega 700 manna sveitarfélagi. Hallfríður Ólafsdóttir lék á þverflautu og Miklós Dalmay á píanó er þau fluttu hið fallega verk Adagio og Allegro úr sónötu eftir J.S. Bach. Þau léku einnig undir í sumum lögum er kórarnir flultu en stjórnandi þeirra er Edit Moln- ár. Séra Eiríkur flutti hugvekju og mælti einnig fram bæn og söfnuð- urinn endurtók sömu orð og allir viðstaddir fóru með faðirvorið. Aðventuhátíðin er fjölmennasta helgiathöfn sem fram fer hér í sveitinni ár hvert. Sóknarnefndir Hrunaprestakalls buðu upp á kaffisopa áður en gengið var út í hið fagra og milda vetrarveður sem verið hefur að undanförnu. Morgunblaðið/Elín Una Jólasveinunum er sama um tennumar og gáfu bömunum gotterí. Jólaljósin tendruð Stekkjarstaur kom fyrstur Ólafsvík - Jólasveinarnir Stekkj- arstaur, Giljagaur og Stúfur brugðu sér á bæi á laugardaginn var og komu til Ólafsvíkur þegar tekið var að rökkva. Bæjarstjóri Snæfellsbæjar, Kristinn Jónas- son, hafði veður af komu þeirra og boðaði bæjarbúa, unga sem aldna, að Pakkhúsinu til að taka á móti þeim heiðurssveinum. Þá voru ljósin tendruð á grenitré bæjarins og Samkór Snæfellsbæjar söng nokkur jólalög. Jólasveinamir voru reifir og há- værir og svo sannarlega engin kuldastrá enda hefur verið hiti og logn á Snæfellsnesi undanfarna daga. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Formaður Kvenfélags Selfoss, t.v., ásamt fulltrúum heimila og stofnana. Kvenfélag Selfoss afhendir j ólagj afir Selfossi - Kvenfélag Selfoss kallaði til sín fólk 5. desember á árlegan jólafund sinn þar sem félagið af- hendir styrktargjafir til stofnana. Þeir sem fengu afhentar gjafir að þessu sinni voru Vinnustofan við Gagnheiði á Selfossi, heimili fatl- aðra að Árvegi 8, Vallholti 9 og Vallholti 12-14, Álftarima 2 og Lambhaga á Selfossi fengu geisla- diska að gjöf, hjúkrunarheimilið Ljósheimar fékk gjafabréf fyrir tækjum, Heilbrigðisstofnunin á Selfossi fékk þrjú jólatré, Götu- smiðjan Kjalarnesi fékk 20 þúsund krónur og Kvennaathvarfið í Reykjavík 50 þúsund krónur. Að lokinni afhendingu voru sungin jólalög og gestir gæddu sér á gómsætum kökum. Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Ungir og efnilegir drengir úr Flúðaskóla sungu með Karlakór Hreppamanna, stjórnandi er Edit Molnár. Aðventuhátíð Jólatré skreytt með kær- leikanum Ólafsvík - Á fyrsta sunnudagskvöldi á aðventu var haldin árleg hátíðar- stund í Ólafsvíkurkirkju á vegum Kvenfélagsins. Samkomugestir sungu saman jólalög og hlýddu á ljúfa tóna nemenda úr Tónlistarskól- anum og kirkjukórsins. Jólasaga um litla mús sem bjó í orgeli var lesin og hugvekja var í höndum Veronicu Osterhammer sem sagði frá jólunum í Bæjaralandi. Væntanleg ferming- arbörn sögðu sögu jólatrésins og skreyttu tréð með ýmsu táknrænu skrauti, s.s. epli sem táknar Adam og Evu og hjarta sem táknar kærleik- ann. íbúar Ólafsvíkur fjölmenntu á samkomuna og gæddu sér að dag- skrá lokinni á nýbökuðum vöfflum og heitu súkkulaði í safnaðarheimilinu. Aðventutón- leikar kóra í Fjarðabyggð Neskaupstað - Aðventutónleikar kórs Fjarðabyggðar og bamakóra í Fjarðabyggð voru haldnir í öllum hverfum sveitarfélagsins fyrstu helgina í aðventu. A laugardag var sungið í Nes- kaupstað og á sunnudag var sungið á Eskifirði og Reyðarfirði. Meðal efnis var einsöngur Xu Wen sem söng lög eftir Handel og einsöngur Elínar Jónsdóttur sem einnig söng Iag eftir Handel. Tónleikarnir vom vel sóttir. Morgunblaðið/Elín Una Fermingarbömin í Ólafsvík sögðu sögu jólatrésins og skreyttu það. Nú styttist í komu jólasveinanna Systkinin Björg Guðrún og Ólafur Þórir hittu jólasveininn þegar hann kom við í Lionshúsinu. Morgunblaðið/Gunnlaugur Amason Stykkishólmi - Jóla- sveinarnir eru enn lifandi og verða mikið á ferðinni fyr- ir þessi jól sem hin fyrri. Því fengu börn í Stykkishólmi að kynnast á laug- ardaginn. Þá heimsótti einn þeirra Lionshúsið í Stykkishólmi og gaf krökkunum kost á því að setjast hjá sér og leyfa pabba og mömmu að taka myndir. Á meðan sagði hann hvað á daga jólasveinanna hefði drifið frá því að þeir voru hér á ferð um jólin í fyrra. Þessi jóla- sveinn átti eftir að láta snyrta á sér skeggið og það mun hann gera áður en hann og bræður hans koma til byggða á nýjan leik til að færa stilltum og prúðum börnum pakka í skóinn eftir að þau eru farin að sofa. Morgunblaðið/Kristín Agústsdóttir Frá aðventutónleikunum í Neskaupstað.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.