Morgunblaðið - 08.12.2000, Síða 20

Morgunblaðið - 08.12.2000, Síða 20
20 FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Aðventuhátíð Hrunaprestakalls Hrunamannahreppi - Árleg að- ventuhátíð í Hrunaprestakalli var haldin að kvöldi fyrsta sunnudags í aðventu, 3. desember, í Félags- heimilinu á Flúðum. Séra Eiríkur Jóhannsson, sóknarprestur í Hruna, setti og stjórnaði samkom- unni sem einkenndist af söng og gleði. Fjórir kórar komu fram. Yngribamakór Flúðaskóla, skóla- kór Flúðaskóla, Karlakór Hreppa- manna og kirkjukór Hranapresta- kalls. Alls stigu um 130 manns á svið og sungu en það verður að teljast hátt hlutfall í rúmlega 700 manna sveitarfélagi. Hallfríður Ólafsdóttir lék á þverflautu og Miklós Dalmay á píanó er þau fluttu hið fallega verk Adagio og Allegro úr sónötu eftir J.S. Bach. Þau léku einnig undir í sumum lögum er kórarnir flultu en stjórnandi þeirra er Edit Moln- ár. Séra Eiríkur flutti hugvekju og mælti einnig fram bæn og söfnuð- urinn endurtók sömu orð og allir viðstaddir fóru með faðirvorið. Aðventuhátíðin er fjölmennasta helgiathöfn sem fram fer hér í sveitinni ár hvert. Sóknarnefndir Hrunaprestakalls buðu upp á kaffisopa áður en gengið var út í hið fagra og milda vetrarveður sem verið hefur að undanförnu. Morgunblaðið/Elín Una Jólasveinunum er sama um tennumar og gáfu bömunum gotterí. Jólaljósin tendruð Stekkjarstaur kom fyrstur Ólafsvík - Jólasveinarnir Stekkj- arstaur, Giljagaur og Stúfur brugðu sér á bæi á laugardaginn var og komu til Ólafsvíkur þegar tekið var að rökkva. Bæjarstjóri Snæfellsbæjar, Kristinn Jónas- son, hafði veður af komu þeirra og boðaði bæjarbúa, unga sem aldna, að Pakkhúsinu til að taka á móti þeim heiðurssveinum. Þá voru ljósin tendruð á grenitré bæjarins og Samkór Snæfellsbæjar söng nokkur jólalög. Jólasveinamir voru reifir og há- værir og svo sannarlega engin kuldastrá enda hefur verið hiti og logn á Snæfellsnesi undanfarna daga. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Formaður Kvenfélags Selfoss, t.v., ásamt fulltrúum heimila og stofnana. Kvenfélag Selfoss afhendir j ólagj afir Selfossi - Kvenfélag Selfoss kallaði til sín fólk 5. desember á árlegan jólafund sinn þar sem félagið af- hendir styrktargjafir til stofnana. Þeir sem fengu afhentar gjafir að þessu sinni voru Vinnustofan við Gagnheiði á Selfossi, heimili fatl- aðra að Árvegi 8, Vallholti 9 og Vallholti 12-14, Álftarima 2 og Lambhaga á Selfossi fengu geisla- diska að gjöf, hjúkrunarheimilið Ljósheimar fékk gjafabréf fyrir tækjum, Heilbrigðisstofnunin á Selfossi fékk þrjú jólatré, Götu- smiðjan Kjalarnesi fékk 20 þúsund krónur og Kvennaathvarfið í Reykjavík 50 þúsund krónur. Að lokinni afhendingu voru sungin jólalög og gestir gæddu sér á gómsætum kökum. Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Ungir og efnilegir drengir úr Flúðaskóla sungu með Karlakór Hreppamanna, stjórnandi er Edit Molnár. Aðventuhátíð Jólatré skreytt með kær- leikanum Ólafsvík - Á fyrsta sunnudagskvöldi á aðventu var haldin árleg hátíðar- stund í Ólafsvíkurkirkju á vegum Kvenfélagsins. Samkomugestir sungu saman jólalög og hlýddu á ljúfa tóna nemenda úr Tónlistarskól- anum og kirkjukórsins. Jólasaga um litla mús sem bjó í orgeli var lesin og hugvekja var í höndum Veronicu Osterhammer sem sagði frá jólunum í Bæjaralandi. Væntanleg ferming- arbörn sögðu sögu jólatrésins og skreyttu tréð með ýmsu táknrænu skrauti, s.s. epli sem táknar Adam og Evu og hjarta sem táknar kærleik- ann. íbúar Ólafsvíkur fjölmenntu á samkomuna og gæddu sér að dag- skrá lokinni á nýbökuðum vöfflum og heitu súkkulaði í safnaðarheimilinu. Aðventutón- leikar kóra í Fjarðabyggð Neskaupstað - Aðventutónleikar kórs Fjarðabyggðar og bamakóra í Fjarðabyggð voru haldnir í öllum hverfum sveitarfélagsins fyrstu helgina í aðventu. A laugardag var sungið í Nes- kaupstað og á sunnudag var sungið á Eskifirði og Reyðarfirði. Meðal efnis var einsöngur Xu Wen sem söng lög eftir Handel og einsöngur Elínar Jónsdóttur sem einnig söng Iag eftir Handel. Tónleikarnir vom vel sóttir. Morgunblaðið/Elín Una Fermingarbömin í Ólafsvík sögðu sögu jólatrésins og skreyttu það. Nú styttist í komu jólasveinanna Systkinin Björg Guðrún og Ólafur Þórir hittu jólasveininn þegar hann kom við í Lionshúsinu. Morgunblaðið/Gunnlaugur Amason Stykkishólmi - Jóla- sveinarnir eru enn lifandi og verða mikið á ferðinni fyr- ir þessi jól sem hin fyrri. Því fengu börn í Stykkishólmi að kynnast á laug- ardaginn. Þá heimsótti einn þeirra Lionshúsið í Stykkishólmi og gaf krökkunum kost á því að setjast hjá sér og leyfa pabba og mömmu að taka myndir. Á meðan sagði hann hvað á daga jólasveinanna hefði drifið frá því að þeir voru hér á ferð um jólin í fyrra. Þessi jóla- sveinn átti eftir að láta snyrta á sér skeggið og það mun hann gera áður en hann og bræður hans koma til byggða á nýjan leik til að færa stilltum og prúðum börnum pakka í skóinn eftir að þau eru farin að sofa. Morgunblaðið/Kristín Agústsdóttir Frá aðventutónleikunum í Neskaupstað.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.