Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1986, Blaðsíða 9

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1986, Blaðsíða 9
t HENRIK SV. BJÖRNSSON Henrik Sv. Björnsson andaðist í Reykjavík 21. nóvember 1985, rúmlega 71 árs að aldri. Hann var einn af þeim sem lögðu grunvöllinn að utanríkisþjónustu íslands og ævistarf hans var að mestu helgað henni. Henrik var sonur Sveins Björnssonar, fyrsta forseta (slands og konu hans, Georgíu Hoff- Hansen, dóttur Hans Henriks Hansens lyfsala og jústitsráðs í Hobro á Jótlandi. Þegar Sveinn Björnsson flutti til Kaupmannahafnar sem fyrsti sendiherra íslands árið 1920, var Henrik 6 ára gamall. Þar ólst hann upp ásamt fimm systkin- um sínum. Árið 1927 hóf hann nám í Mennta- skólanum í Reykjavík, og að loknu stúdentsprófi settist hann í lagadeild Háskóla íslands. Laga- prófi lauk hann í ársbyrjun 1939. Hann starfaði í nokkra mánuði í sendiráði íslands í Kaupmannahöfn, þar sem hann tók fyrstu skrefin á braut utanríkisþjónustunnar undir handleiðslu föður síns. En síðan réðst hann í dönsku utanríkisþjónustuna eins og nokkrir íslenskir lög- fræðingar höfðu gert á undan honum. Hann tók við störfum í utanríkisráðu- neytinu í Kaupmannahöfn 1. júní 1939. Sem kunnugt er fóru Danir með utanríkismál tslands samkvæmt sambands- lagasáttmálanum frá 1918. Hinn 9. apríl 1940 réðust Þjóðverjar inn í Dan- mörku, og aðfaranótt næsta dags tóku íslendingar utanríkismálin í eigin hendur. Er Sveinn Björnsson, þáverandi sendiherra, kom heim frá Danmörku fljótlega eftir þetta, kom Henrik sonur hans með honum. Sveinn Björnsson var nú skipaður ráðunautur ríkisstjórnarinnar í utanríkismálum og gegndi því starfi þar til hann var kjörinn ríkisstjóri 17. júní 1941. Henrik varð einn af starfsmönnunum á skrifstofu ráðunautarins í utanríkismálum, en þar var m.a. undirbúin löggjöf um utanríkisþjónustu íslands, unnið að leiðbeininga- bók fyrir utanríkisþjónustuna og skrá yfir gilda samninga íslands við önnur ríki. Sett voru bráðabirgðalög um utanríkisþjónustu íslands í júlí 1940, og var þá farið að kalla utanríkismáladeild forsætisráðuneytisins utanrikismálaráðuneyti. Þegar lög þessi voru staðfest af Alþingi árið 1941, var kveðið skýrt á um stofnun utanríkisráðuneytis, og var Henrik Sv. Björnsson einn af þeim sem fengu skipun í það ráðuneyti í byrjun. Hann hafði þá þegar fengið talsverða þekkingu og reynslu á sviði utanrtkismála er kom sér vel, því að mjög reyndi á hina ungu íslensku utanríkisþjónustu á styrjaldarárunum. Eftir það gegndi Henrik hverju trúnaðarstarfinu á fætur öðru í utanríkisþjónustunni, þ.á m. hin- 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.