Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1986, Blaðsíða 75

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1986, Blaðsíða 75
I síðastnefndum dómi eru gerðar allríkar kröfur til sönnunar. Lík- urnar fyrir því, að naglabyssuskotið sé frá stefnda komið, virðast vera meiri en líkurnar fyrir því að hvellhettan á sorphaugunum stafi frá stefnda Rarik í Mývatnssveitarmálinu. Ekki verður séð, að Hæstiréttur geri meiri kröfur til sönnunar sak- ar og orsakatengsla í málinu gegn Rarik en í þeim dómum fjórum, sem nú voru raktir. Við samanburð dómanna verður þó að hafa í huga, að málið gegn Rarik er reifað eftir öllum málsgögnum, en hin málin ein- ungis eftir dómum Hæstaréttar og héraðsdómum, sem prentaðir eru í dómasafni Hæstaréttar. Vera kann, að mynd sú, sem dregin er upp af sönnunaratriðum í síðarnefndum málum, væri gleggri, ef unnt hefði verið að kanna málsskjölin. 7. ÓSKIPT ÁBYRGÐ ALLRA SPRENGIMANNA, SEM KOMU VIÐ SÖGU? Svo sem fyrr segir, notuðu ýmsir fleiri en Rarik næstu árin á undan sprengiefni við framkvæmdir í Mývatnssveit og nágrenni. Yfirgnæf- andi líkur eru til þess, að hvellhettan, sem G fann, hafi komið frá ein- hverjum þeirra. Spyrja má, hvort ekki sé eðlilegt að fella skaðabóta- ábyrgð á þessa aðila, er allir höfðu með höndum háskalegt sprengiefni. Engum þeirra nema Rarik var stefnt í málinu. Beindist rannsókn meira að því að leiða í ljós, hvernig háttað var notkun, meðferð og varð- veislu sprengiefnis hjá Rarik en öðrum aðilum. Ekkert kom fram um saknæma háttsemi þeirra. Eftir gildandi rétti var því enginn grund- völlur til að dæma þá til greiðslu skaðabóta. (I dómi bæjarþings Reykja- víkur 14. júní 1974, sjá H 1976, 839 tókst hins vegar að sanna sök á stefndu. Þeir vanræktu að halda skýrslur, sem skylt var að halda sam- kvæmt lögum. Þess vegna var vafi um staðreyndir metinn þeim í óhag.). Regla þess efnis, að vörslumenn eða notendur sprengiefnis beri án sakar bótaábyrgð á tjóni af völdum slíks efnis, myndi ekki nægja til bótaskyldu, þar eð sönnur um orsakatengsl vantar. Til þess að unnt sé að dæma bótaábyrgð í máli, þar sem upplýsingar eru álíka takmarkaðar og hér var raunin um aðra aðila en Rarik, þyrfti bæði að fella sönnunar- byrði um orsakatengsl á stefndu og beita hlutlægri ábyrgð (eða sakar- líkindareglu). Dæmi eru víst ekki um svo víðtæka skaðabótaábyrgð hér eða í grannlöndunum. I fáeinum ríkjum Bandaríkjanna benda dómsúrlausnir til þess, að þar verði gengið svo langt í málum um líkamstjón af völdum hættulegra 69
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.