Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1986, Blaðsíða 80

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1986, Blaðsíða 80
Boga eru mjög vel samrýmanleg. Lögréttan sem dómstóll í meiri háttar einkamálum og opinberum málum og sem áfrýjunardómstóll i' kærumálum og minni háttar málum ætti að leysa vanda Hæstaréttar og mæta þörfum fyrir fjölskipaðan dómstól í meiri háttar einkamálum og opinberum málum, sem miklir hagsmunir eru tengdir við, t.d. mál á hendur ríkinu og mál á hend- ur opinberum starfsmönnum vegna starfa þeirra. Síðan mætti skipta landinu að hugmynd Boga í dómstólaumdæmi þar sem öll önnur mál yrðu dæmd á fyrsta dómstigi. í raun eiga lögfræðingar ekki að þurfa ao deila um dómaskipun landsins í framtíðinni heldur sameinast um að selja stjórnmálamönnunum þær tillögur sem ekki eru svo skiptar skoðanir um í raun og veru. Réttarfarsnefnd ætti að hafa frumkvæði að þessu. Hún átti frumkvæði að þeirri réttarfarsbreytingu sem lögfræðingar geta verið stoltir af, þ.e. þegar komið var á aðalmeðferð einkamála í héraði. Það er ef til vill engum betur Ijóst en þeim sem unnið hafa að meðferð einkamála eftir þessa breytingu hversu vel hefur tekist. Vinnubrögð eru orðin skipulegri og seinagangur í málsmeðferð hættur að vera vandamál. Líklega er þó almenningi og stjórnmálamönnum þetta ekki Ijóst því að enn er hamrað á því að meðferð einkamála dragist úr hömlu fyrir héraðsdómstólunum. Þetta er í raun sú breyting sem best hefur tekist í meðferð mála síðustu áratugina hér á landi, enda unnin af þeim sem vissu hvar skórinn kreppti og var kynnt með myndarskap af Dómarafélagi íslands og Lögmannafélagi íslands á frægri námsstefnu á Hótel Loftleiðum. Hrafn Bragason FRÁ ORATOR Hinn 7. nóvember 1985 var haldinn á Hótel Sögu aðalfundur Orators, félags laganema. í stjórn voru kosin: Jónas Guðmundsson, formaður, Tómas Jóns- son, varaformaður, Páll Hreinsson, ritstjóri Úlfljóts og meðstjórnendur voru kjörin þau Sigríður Kristinsdóttir, Arnór Halldórsson, Steinunn Guðbjarts- dóttir og Ágúst Sigurðsson. Fljótlega eftir að hin nýja stjórn tók við, var ákveðið að festa kaup á þrem tölvum. Með tilkomu þeirra verður vinnsla kandidatsritgerða mun auðveldari fyrir bragðið, auk þess sem allir félagsmenn hafa nú aðgang að tölvunum við úrlausn raunhæfra verkefna. Miðvikudagskvöldið 27. nóvember var haldinn almennur félagsfundur um okur. Framsögumenn voru þeir Jónatan Þórmundsson prófessor, Viðar M. Matthíasson lögfræðingur, Sigurður B. Stefánsson hagfræðingur á Kaupþingi, Björn Líndal deildarstjóri í viðskiptaráðuneytinu og Þorvaldur Einarsson lög- fræðingur í Búnaðarbankanum. Var fundurinn fjölsóttur og líflegur í alla staði. 7. desember 1985 fóru 1. árs nemendur í próf í heimspekilegum forspjalls- vísindum. Alls tóku 164 próf. Af þeim náðu 90 nemendur einkunninni 7 og þar yfir. Sunnudaginn 15. desember var lögfræðingum boðið í jólaglögg á vegum Orators. Var tilgangurinn að þakka lögfræðingum hinn mikla stuðning við Orator á árinu. 74
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.