Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1986, Blaðsíða 16

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1986, Blaðsíða 16
landshöfðingi yfir öllu landinu auk landfógeta og tveggja amtmanna. Frá 1904 hafa engir milliliðir verið milli stjórnarráðs og sýslumanna. Umboðsstörf eða stjórnsýslustörf hafa frá upphafi verið kjarninn í störfum sýslumanna. Þeim bar fyrst og fremst að gæta réttar konungs hér á landi, ekki síst að innheimta tekjur hans. Eftirfarandi yfirlit gefur hugmynd um starfssvið sýslumanna frá síðari hluta 13. aldar til fyrri hluta 18. aldar og að verulegu leyti einnig eftir þann tíma. Sumt af þessum störfum höfðu sýslumenn með hönd- um frá upphafi og allan tímann. önnur fóru þeir með hluta af tíma- bilinu. Almenn umboðsstörf Sýslumenn héldu almennnt uppi lögum og rétti, hver í sínu umdæmi. Þeir skyldu, ásamt hirðstjórum og lögmönnum, „gjöra og skipa rétt lög og réttindi hverjum manni“5 6). Þeir innheimtu flestar tekjur konungs auk eigin tekna og að nokkru tekjur lögmanna. Þannig heimtu þeir frá síðari hluta 13. aldar vísaeyri, þ.e. konungsskattinn samkvæmt Gamla sáttmála og þingfararkaup sem þeim var sjálfum ætlað til að standa straum af kostnaði nefndarmanna úr sýslunni af þingför til Alþingis, gjaftolla sem fyrst er getið 1490(i), konungstíund eftir 1556, lögmanns- toll, manntalsfisk, sekkjagjöld, síðar hafnartoll o.s.frv. Þá heimtu þeir sakeyri, hvort sem hann rann til konungs, þeirra sjálfra eða annarra. Oft voru sýslumenn umboðsmenn konungsjarða. Innheimtu þeir þá landskuldir og byggðu jarðir konungs7 8). Þegar því var að skipta kom í hlut hirðstjóra og sýslumanna að annast landvarnir, en á landvarnarskyldu mun ekki hafa reynt fyrr en á 15. ölds). Samkvæmt Löngu réttarbót frá 1450 skyldu sýslumenn, ásamt hirð- stjórum og lögmönnum, hafa eftirlit með útlægum mönnum. Eftirlit 5) Langa réttarbót D I V 62-69. 6) D I VI, 717. Gjaftollar runnu fyrst til prests en eftir siðaskipti til konungs, Gustafs- son, s. 210. Frá 1764 rann þingfararkaupið í dómsmálasjóðinn, o.c. s. 218. Um nýjar álögur á 18. öld, sjá o.c., s. 209-240. 7) „Þó var sýslumönnum boðið að byggja jarðir konungs og „landskyldir uppi bera, vfsaeyri saman taka ..." eins og segir í veitingarbréfi frá 1485 (D I VI 545),“ Saga íslands III, s. 99. 8) Lehmann, s. 216; KHL XVII, s. 658; Saga íslands III, s. 57. Landsnefndin fyrri 1770- 1771 lagði til að komið yrði upp 50-100 manna liði, vopnuðu spjótum, í hverri sýslu, undir stjórn sýslumanna, Gustafsson, s. 163. 10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.