Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1986, Blaðsíða 23

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1986, Blaðsíða 23
þeir færu fyrst og fremst með stj órnsýslustörf í umboði konungs en ekki eiginleg dómsstörf. Á þessu varð mikil breyting á fyrri hluta 18. aldar þegar farið var að útfæra grundvallarreglur einveldisins um óskipt ríkisvald á sviði dómsmála og réttarfars. I erindisbréfi Niels Fuhrmanns amtmanns 30. maí 1718 er kveðið á um að amtmanni beri að sjá til þess að í réttarfarsmálefnum skuli farið eftir Norsku lögum frá 1687. Þessi fyrirmæli voru svo staðfest og ítrekuð í erindisbréfi stiftamtmanns 25. mars 1720 og konungsbréfum 2. maí 1732 og 19. febr. 1734, þótt síðasta bréfið dragi raunar nokkuð úr. Þetta fól m.a. í sér að sýslumenn dæmdu almennt sjálfir og einir í málum í héraði og lög- menn einir á Alþingi. Frá þessum tíma stafar sú regla sem enn er við lýði utan Reykjavíkur að sýslumenn fari jöfnum höndum með lögreglu- stjórn og önnur umboðsstörf svo og dómsstörf bæði í einkamálum og sakamálum. Þessi skipan hefur nú löngu verið aflögð í þeim ríkjum sem annars hafa sams konar stjórnarfar og réttarfar og Islendingar, enda er hún skilgetið afkvæmi einveldisins. Hefði því mátt vænta að hún hyrfi með því. Skipun sýslumanna og umboðsmenn þeirra Upphaflega virðist hafa verið litið á sýslumenn sem sveina hirðstjór- anna og veittu þá hirðstjórar umboðin og tóku þau aftur að eigin geð- þótta, en þegar festa komst á stjórnsýslu konungsvaldsins urðu sýslu- menn lénsmenn og embættismenn konungs og þágu sýslur af honum. Var þó lengi ýmist að hirðstjórar eða konungur veittu sýslurnar. Oft staðfesti konungur skipun sýslumanns eftir á. 1 byrjun 17. aldar verð- ur konungsskipun aðalreglan og enn frekar eftir að einveldið komst á. (Sýslumannaæfir I, s. 1-2, PEÓ: Menn og menntir II, s. 23, Gustafsson, s. 53). Sýslumenn í stói’um sýslum og hirðstjórar höfðu umboðsmenn í smærri umdæmum, sóknara, sóknarmenn, lénsmenn. Þegar sýslum fjölgaði fækkaði sóknarmönnum, og virðast þeir horfnir úr sögunni um miðja 15. öld. Sumir þeirra munu hafa orðið sýslumenn í hinum nýj u sýslum. Eftir þennan tíma tóku sýslumenn sér oft umboðsmenn og nefndust þeir þá lögsagnarar. (Sýslumannaæfir, KHL: sóknare, sysselmann; Islandssaga: sóknarmaður, Gustafsson, s. 54). Hrepp- stjórar urðu og umboðsmenn sýslumanna eins og áður greinir. Lén og sýsla Lengi tíðkaðist að sýslumenn hefðu sýslur að léni, hirtu þeir þá tekj- ur af þeim og hluta sakeyris og guldu konungi leigur. Einnig mun 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.