Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1986, Blaðsíða 41

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1986, Blaðsíða 41
umboðsstjórnar munu auðvelda vald- og verkefnadreifingu. Varðandi umdæmaskiptingu einstakra stjórnsýslugreina leggur nefndin aðallega til að fylkjaskiptingunni verði fylgt en ella að þess verði gætt að umdæmamörk gangi ekki þvert á mörk sveitarfélaga og fylkja. FRAKKLAND Stjórnsýsla Frankaríkis — lénsskipulagið Við hrun Vestrómverska ríkisins leið stjórnsýslukerfi þess undir lok. Á fyrri hluta 6. aldar hafði Kloðvík Frankakonungi og sonum hans tekist að sameina Gallíu að nýju undir sinni stjórn, og þótt Kloðvík bæri mikla virðingu fyrir rómverskum stjórnarháttum og leitaðist við að varðveita leifar þeirra00) urðu þó stjórnarhættir Franka grundvöll- ur allrar síðari þróunar stjórnsýslu Frakklands og þeirra landa sem Frankakonungar lögðu undir veldi sitt. Sú stjórnsýsla sem þróaðist af þessari rót varð síðar í mörgum greinum fyrirmynd stjórnarhátta annarra ríkja er tímar liðu fram. Löggjafarstarf, stjórnsýsla og dómgæsla fór upphaflega fram meðal Franka, eins og meðal annarra germanskra þjóða, á þingum. Þegar Frankar voru að ryðja sér til rúms í Gallíu virðast þingin, „mallus“ (mallum), aðallega hafa verið dómþing, líkt og Alþingi hér eftir 1264. Allir frjálsir menn í þingsókninni voru skyldir til þingsóknar. Þeir virðast upphaflega hafa kjörið lögmann (þunginus) til þingstjórnar. Dómsmenn (rachimbourg, boni homines) unnu dómsstörf undir dóm- stjórn lögmanna, sem e.t.v. hafa nefnt þá og haft áhrif á dómsúrlausn- ir. Barónar eða undirgreifar (sagibarons, obgrafiones) 61) gættu réttar konungs. Ríkið skiptist í „lönd“ (pagi, pays, comtés, civitates í suður- héruðunum) til stjórnsýslu og herstjórnar, og höfðu greifar (comtes, grafiones, comites) og vísigreifar (vicomtes, vicecomites) umboðsstjórn á hendi. Þeir önnuðust fullnustu dóma og heimtu sakeyri, bæði sjálfum sér til handa og konungi62). Þeir önnuðust rannsóknir sakamála, höfðu hendur í hári brotamanna og færðu til þings til að þeir yrðu dæmdir. Þrælum og öðrum hinum ótignustu mönnum refsuðu þeir sjálfir án 60) Sverrir Kristjánsson, s. 180. 61) Sbr. lendir raenn Noregskonungs, Saga íslands III, s. 25. 62) Sverrir Kristjánsson, s. 181. Höfðingjar (bestu menn) Franka neyddu Klótar II. (613- 629) til að fallast á að greifar skyldu skipaðir úr hópi þeirra aðalsætta er búsettar væru í hverju greifadæmi (S.K. 177). Krafa íslenskra höfðingja um að sýslumenn skyldu vera af goðaættum er þannig ekkert einsdæmi. 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.