Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1986, Blaðsíða 43

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1986, Blaðsíða 43
manna innan og utan eigin léna. Um 1200 má segja að æðstu lénsmenn Frakkakonungs hafi verið orðnir konungi undirgefnir að nýju (Bouss- ard, s. 94). Umboðsstjórn frá lénsveldi til einveldis Á þeim tímum þegar aðalsveldið stóð með mestum blóma varð kon- ungur að láta sér nægja að stýra eigin löndum og lénum eins og hver annar lénsdrottinn. Til þess þurfti hann á umboðsmönnum að halda, og þar sem greifar hans voru orðnir sjálfstæðir lénsherrar og jafnvel hliðsettir konungi varð að efna til nýrrar umboðsstjórnar. Hinir helstu meðal þessara nýj u umboðsmanna nefndust bailes, viguiers (vicarii) og prévóts. Hinir síðastnefndu, sem nefna mætti ármenn eða fógeta, áttu eftir að koma lengi við sögu, en þeir önnuðust einkum dómgæslu frá því á 10. öld og embætti þeirra voru ekki afnumin fyrr en 1749. Annars var starfssvið ármanna þessara mjög víðtækt á sviði hermála, fjármála og almennrar stjórnsýslu. Eftir að bæir tóku að stækka með aukinni verslun kvað sífellt meir að kaupstöðum, meira og minna sjálfstæðum, sem stóðu undir stjórn, umsjón eða vernd einhvers lénsherra eða kon- ungs. Sjálfstæði bæjanna varð mest á tímabilinu frá 11. öld til 15. aldar, en því hnignaði með eflingu konungsvalds. Flestir bæir nutu takmarkaðs sjálfræðis og lutu stjórn bæjarfógeta, prévót. Þessum bæjum fór fjölg- andi á einveldistímabilinu65). Á stjórnarárum Filipusar II. Ágústusar (1179-1226) komu til sög- unnar embættismenn sem nefndust baillis og sénéchaux. Til samræmis við stjórnsýslu Noregsveldis má nefna þá hér sýslumenn. Þeir virðast upphaflega hafa verið umboðsmenn lénshöfðingja til eftirlits með ár- mönnum, en þeir urðu með tímanum embættismenn konungs, ekki síst í þeim lénum sem konungur innleysti. Sýslumenn þessir voru upphaflega aðalsmenn og fóru með víðtækt umboð á sviði dómgæslu, almennrar stjórnsýslu, skattheimtu og hermála. Þeir höfðu og nokkur afskipti af löggjafarmálum og gátu gefið út tilskipanir. Árið 1495 fól Karl 8. sýslumönnum sínum að semja frumvarp að landslögum sínum „coutu- mes“. Á stj órnarárum Filipusar fríða 1285-1314 voru sýslumenn af ýms- um stéttum, klerkar, aðalsmenn og borgarar, en á dögum Lúðvíks 14. 1643-1715 voru embættin komin í hendur háaðalsins. Þegar sýslumenn þessir voru orðnir helstu umboðsmenn konungs voru embætti þeirra meðal helstu tækja konungsvaldsins í baráttu þess við aðalsveldið, 65) Boussard, s. 94, HDF, s. 85-89, 92 og 158-167. 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.