Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1986, Blaðsíða 36

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1986, Blaðsíða 36
Sýslumanna er getið í Gulaþingslögum og Frostuþingslögum. Af lagaheimildum þessum verður þó ekki ráðið að regluleg sýsluskipun hafi verið komin á fyrr en á síðari hluta 12. aldai’. Á 12. og 13. öld tóku sýslumenn við störfum ármanna, sem upphaflega voru ótignir ráðs- menn á konungsbúum, og lendra manna. Lendir menn voru höfðingjar sem þáðu lönd af konungi og eiga ef til vill rót að rekja til hinna fornu hersa. Sýslumenn 13. aldar voru flestir af ættum lendra manna, en lendur maður sem gerðist sýslumaður konungs taldist eftir það ekki lengur til lendra manna, og tign þeirra hvarf úr sögunni með réttar- bót frá 1308. Karl Lehmann taldi að sýslumannsembættin hefðu fyrst og fremst byggst á lénsrétti, og óumdeilt er að á þeim hafi alla tíð verið ákveðin lénseinkenni. Sýslumenn önnuðust að flestu leyti sömu störf og starfsbræður þeirra á íslandi, en meira mun þó hafa kveðið að landvarnarskyldum þeirra. Þeir voru handgengnir menn konungs og staðgöngumenn hans. Frá 14. öld gætir í vaxandi mæli áhrifa lénsskipu- lags þess sem ríkti sunnar í álfunni á samband konungs og sýslumanna til þess tíma er embættismenn þessir hurfu úr sögunni. (Aðalheimildir: Lehmann, Hertzberg og Per Sveaas Andersen í KHL (syssel, syssel- mann, sjá nánar heimildaskrá þar.) Fylkin Fylkin eru bæði umboðsstjórnarumdæmi og héraðsstjórnar. Þau eru 18 að tölu55), eða ámóta mörg og sýslur hér, þannig að íbúafjöldi hvers fylkis er að meðaltali nálægt íbúafjölda Islands. Hins vegar eru störf og staða fylkismanna mjög sambærileg við störf og stöðu sýslumanna hér og stærð umdæma og fjarlægðir frá höfuðstað engan veginn ósam- bærilég. Umboðsstjórnin í Noregi er í höndum margra mismunandi stofnana og nefnda sem hver hefur tiltekin verkefni og heyra undir mismunandi ráðuneyti og miðstjórnarstofnanir. Fylkismennirnir eru hinir almennu umboðsmenn ríkisstjórnarinnar, hver í sínu fylki, og taka við verk- efnum frá öllum ráðuneytum, en heyra stjórnsýslulega undir dóms- málaráðuneytið. Þeir eiga að sjá um að verkefnum ríkisins sé sinnt á fullnægjandi hátt og að markmiðum ríkisvaldsins verði náð. Fyrir gildistöku sveitarstjórnarlaganna (formannskapslovene) frá 1837 hafði ríkisvaldið með höndum alla stjórnsýslu í héruðunum. Fylk- ismennirnir höfðu þá yfirsýn yfir og yfirumsjón með allri stjórnsýslu, hver í sínu fylki, og samræmdu hana. Frá 1837 til 1975 var fylkismað- 55) NOU 1974: 53, s. 9. 30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.