Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1986, Blaðsíða 79

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1986, Blaðsíða 79
ætti rétt á að fá úrlausn þess hvort reikningur A væri of hár án þess að þurfa að hafa af því óheyrilegan kostnað miðað við tilefnið. Hefði frumvarp rétt- arfarsnefndar verið orðið að lögum hefði mátt fá einn meðdómanda til að slá á verkið og leysa það þannig í einu eða tveimur þinghöldum með litlum útgjöldum fyrir aðila. Þetta er þó sagt með þeim fyrirvara að áfrýjunarfjár- hæð hefði verið hækkuð, en eins og kunnugt er hefur hún ekki verið færð til rétts vegar. Að ræðu Magnúsar lokinni tók til máls Hallvarður Einvarðsson, rannsókn- arlögreglustjóri. Benti hann réttilega á að ýmsar breytingar eru gerðar á lög- um sem varða réttarfar, án þess að réttarfarsnefnd komi þar nærri eða sé spurð ráða. Tók hann sem dæmi nýmæli í siglingalögum varðandi sjópróf, en sem kunnugt er eru þar lögð aukin verkefni til rannsóknarlögreglu. Auk þess eru þessi ákvæði illskýranleg. Hefur það valdið ágreiningi hver eigi að vera þáttur hvers embættis, rannsóknarlögreglu og dómstóls. Hvernig sem skýra á, veldur breytingin tafsamari meferð sjóprófa, án þess séð verði að þau verði vandaðri fyrir vikið. Það eina sem gera þurfti var að mæla fyrir um aðstoð rannsóknarlögreglu við sjópróf, ef dómari óskaði eftir henni. Það er sérstaklega t sambandi við vettvangsrannsóknir sem dómarar hafa óskað eftir lögbundinni heimild til að leita eftir aðstoð rannsóknarlögreglu. Breyt- ing i þessa átt hefði líka verið í samræmi við norræn siglingalög, en eins og kunnugt er höfum við leitað til þeirra um fyrirmyndir varðandi siglinga- og sjómannalög. í þessu sambandi vaknar sú spurning hvort ekki sé bráðnauðsynlegt að Alþingi ráði til sín sérfræðinga í lagasamningu. Það sýnist verða æ algeng- ara að upp komi vandamál vegna lélegra vinnubragða við samningu laga og skorts á samhæfingu og samræmi við önnur lög. Fram að þessu hefur þetta verið einna mest áberandi á sviði fjármála og félagsmála, en eins og dæmið hér að ofan sýnir teygir vandinn sig yfir víðara svið. Eftir ræðu Hallvarðs tóku umræður gamalkunna stefnu. Hér skulu gerðar að umtalsefni tvær ræður. Þór Vilhjálmsson, hæstaréttardómari, saknaði þess að ekki væri á dagskrá fundarins umræða um vandkvæði Hæstaréttar, en eins og kunnugt er gengur erfiðlega að afgreiða þann mikla fjölda mála sem til réttarins berst. Benti Þór á að ekki fengist afgreitt frumvarp til lögréttulaga, sem í mörg ár hefur legið fyrir fullbúið og verið lagt fyrir Alþingi oftar en einu sinni, en alltaf dagað uppi. Varð Þór ekki skilinn öðruvísi en svo að lögfesting frumvarpsins mundi létta mjög á Hæstarétti. Bogi Nilsson, sýslu- maður, kvaðst fyrir tveim eða þrem árum hafa mælt mjög eindregið með lög- réttufrumvarpinu á fundi sýslumanna, en nú væri hann orðinn meira efins um gagnsemi þess. Var hann þeirrar skoðunar að ekki yrði lengur undan því vikist að aðskilja betur umboðsstörf og dómsstörf sýslumanna og löggæslu- störf og dómaraverk. Þetta taldi hann að lögréttufrumvarpið leysti ekki og vildi koma á fót sérstökum héraðsdómum úti á landsbyggðinni. Þá taldi hann að lögréttufrumvarpið miðaðist um of við meðferð einkamála og benti á að opinber mál væru miklu veigameiri þáttur í störfum sýslumannsembættanna. Auðvitað er mikið til f skoðun Boga. Tillaga hans er í raun sú sama og fram kom hjá ýmsum lögfræðingum um 1970. Sjá hér grein i Tímariti lögfræð- inga 1. hefti 1969: ,,Ný dómstólaskipun fyrir ísland". Hitt er annað mál, að lögréttufrumvarpið í dálítið breyttri mynd og tillaga 73
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.