Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1986, Blaðsíða 72

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1986, Blaðsíða 72
fann hinn hættulega hlut. Framburður línuverkstjóra Rarik (sbr. 3. lið) bendir til hirðuleysis við meðferð sprengiefnis, en framburðurinn er óljós og ekki afdráttarlaus. Þeir, sem dæmdu málið, virðast vera sammála um, að full sönnun liggi ekki fyrir um orsakatengsl milli sakar starfsmanna Rarik og þess að hvellhettan barst á sorphaugana. Það er almenn regla, að ekki nægir, að tjónþoli sanni sök á stefnda í skaðabótamáli, heldur verður einnig að sanna, að orsakatengsl séu milli bótagrundvallar og tjóns. Alkunna er, að stundum er vikið frá þessari reglu, þannig að ekki er krafist ótvíræðrar sönnunar um orsakatengsl. Er það einkum gert þegar sök er sönnuð og líkur benda til, að tjónið sé afleiðing sakar, þótt ekki verði það fullkomlega sannað. Héraðsdómur í þessu máli og sératkvæðið í Hæstarétti eru dæmi um þetta. Þar er talið rétt, eins og atvikum var háttað, að Rarik beri halla af skorti á sönnun um orsakatengsl. 1 héraðsdómi er það stutt þeirn rökum, að Rarik hafi ekki gefið nægilegt yfirlit um notkun sína og verktaka sinna á sprengiefni á svæðinu (skýrsla rafveitustjóra um framkvæmdir Rarik 1976-1981 barst ekki fyrr en eftir uppsögu héraðs- dóms), svo og að Rarik hafi verið langstærsti notandi sprengiefnis á þeim tíma, sem hér skiptir máli. Einnig leggja héraðsdómarar áherslu á, að starfsmenn Rarik hafi farið „mjög gálauslega með sprengiefni á svæðinu og í algjörri andstöðu við .. . lagaákvæði.“ Minni hluti Hæsta- réttar tekur m.a. fram, að telja verði, að hvellhettan hafi „fundist innan um drasl á haugunum, sem helst verður rakið til RARIK." Eins og áður segir áleit meiri hluti Hæstaréttar, að ekki væru leidd- ar nægar líkur að orsakatengslum milli gáleysis starfsmanna Rarik og tj ónsatburðarins. 6. AÐRIR HÆSTARÉTTARDÓMAR Fróðlegt er að athuga til samanburðar hæstaréttardóma í málum um svipuð sakarefni. H 1954, 678 Drengur á 12. ári skaddaðist á hendi, er hann var að leika sér að sprengihylki, sem hann og félágar hans fundu á flugvallarsvæðinu í Vestmannaeyjum 4-5 mánuðum eftir að lokið var sprenginga- vinnu vegna gerðar (stækkunar) flugvallarins. Drengirnir fundu hylkið skammt frá einum þeirra staða, sem sprengt var á. Vinn- an fór fram á vegum Flugráðs og ekki var bent á aðra, sem unn- 66
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.