Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1986, Page 11

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1986, Page 11
JÓN ARASON Jón Arason, héraðsdómslðgmaður, fæddist á Ytra-Lóni, Langanesi í Norður-Þingeyjarsýslu 15. apríl 1928. Foreldrar hans voru Ari Helgi, bóndi og kennari þar, sonur óðalsbónda og sýsluskrifara Jóhannesar Jóhannessonar, og Ása Margrét Aðalmundardóttir, bónda á Eld- járnsstöðum á Langanesi Jónssonar. Foreldrar Jóns fluttu til Þórshafnar 1930. Árið 1935 lá leið til Reykjavfkur með móður og systkinum, sem hófu skólagöngu þar. Nokkru síðar, eftir að hafa losað sig við kennslustörf á Þórshöfn, kom Ari faðir hans suður og vann hann á Skattstofunni í Reykjavfk til dauðadags. Hann lést 1938 tæp- lega fimmtugur. Móðir Jóns lést í hárri helli 1983 (93 ára). Stúdentsprófi lauk Jón frá Menntaskólanum í Reykjavík 1948 og embættisprófi í lögfræði frá Háskóla fslands með fyrstu einkunn 1954. Réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómi hlaut hann 1965. Um nokkurra ára skeið var Jón starfsmaður hjá Eimskipafélagi (slands, en árið 1963 stofnaði hann eigið fyrirtæki Fasteignaval, lögfræðiskrifstofu og fasteigna- sölu, og vann fyrirtæki sfnu, uns hann lést af hjartabilun á Landspftalanum 28. sept. 1985. Jón var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Halla Bergþórsdóttir frá Þórustöðum f ölfusi. Þau skildu. Sfðari kona Jóns er Margrét Jónsdóttir Kristóferssonar, sjómanns frá Brekkuvelli, Barðaströnd. Var hún sölustjóri Fasteignavals um nokkurra ára skeið. Hjónaböndin voru barnlaus, en dóttur, Þórdísi, eignaðist Jón á skólaárum sínum með Ólöfu Jónsdóttur Níelssonar, bónda á Gestsstöðum í Steingrímsfirði. Jóni var margt til lista lagt, enda átti hann til slíkra að telja — ekki síst tón- listargáfu. Sjálfur lék hann af fingrum fram dans og dægurlög af mikilli smekk- vísi. Um árabil var hann einn af bestu bridgespilurum landsins. í mannfagnaði var hann hrókur alls fagnaðar og í starfi naut hann virðingar og trausts fyrir drengskap, hreinskiptni og ráðvendni f hvívetna. Skapstór var Jón og tilfinn- ingaríkur og allra manna fyndnastur og skemmtilegastur. Það var unun að hitta hann, þegar vel lá á honum, sem reyndar var oftast. Hve mikið vinum Jóns þótti til hans koma má m.a. ráða af einstaklega fagurri minningargrein, sem Ingibjörg Ólafsdóttir frá Brautarholti skrifar um hann. Þar segir: ,,Þá minnist ég þess er Inga, kona Ólafs bróður míns, kom í fyrsta sinn til íslands jólin 1960. Inga var spurð hvort henni hefði verið sýnt eitthvað og hún hitt einhverja. ,,Já, já,“ svaraði hún að bragði. ,,Ég er búin að sjá Dómkirkjuna og Alþingishúsið og hitta Jón Arason.“ Með Jóni er genginn sérstæður og ógleymanlegur persónuleiki, sem þeir mátu mest, sem gerst þekktu. Blessuð sé minning hans. BarSi Friðriksson 5

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.