Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1986, Blaðsíða 53

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1986, Blaðsíða 53
anin og fjöldi sýslna eru og enn svipuð því sem lengst af hefur verið. Því má ætla að þessi skipan sé í aðalatriðum hentug og heppilegur grundvöllur til að byggja á framtíðarskipan umboðsstjórnar. Á undanförnum áratugum hefur þó gætt í vaxandi mæli tilhneiginga til að fela öðrum störf sem sýslumenn fara með, og mun sá málaflokk- ur vandfundinn sem ekki hafa komið fram tillögur um að frá sýslu- mönnum yrði tekinn. Viðbrögð við þessum nýju hugmyndum hafa yfir- leitt verið á einn veg. Togað er á móti án þess að fram hafi komið af hálfu þeirra sem vilja varðveita hina fornu umboðsstjórn heillegar hugmyndir um hvernig þeir telja best að haga umboðsstjórn framvégis. Hér skal þess nú freistað að setja fram hugmyndir um þetta efni. Valkostirnir Fræðilega er allmargra kosta völ á milli þess að viðhalda núverandi skipan og að afnema alla umboðsstjórn í héraði, og þykir hér rétt að víkja að hinum helstu. Það er engan veginn fráleit hugmynd að 250.000-300.000 manna ríki spari sér að mestu eða öllu að halda úti umboðsmannakerfi þegar þess er gætt að þessi íbúafjöldi samsvarar meðalamti í öðrum löndum. Ef þessi kostur á að fela í sér að störf sem sýslumenn hafa unnið hingað til yrðu framvegis leyst af hendi í höfuðstaðnum, er á hitt að líta að landið er stórt og ógreitt yfirferðar þannig að þess er vart að vænta að menn mundu una því vel að sækja alla ríkisþjónustu til höfuðborg- arinnar. Sjálft lýðræðisskipulagið mun því standa því í vegi að þessi kostur teljist raunhæfur. Þá er og hætt við að sjálfræði sveitarfélaga stæði höllum fæti í skiptum við almiðstýrða ríkisstjórnsýslu. Þessi kostur gengur þannig algerlega í berhögg við ráðandi hugmyndir um vald- og verkefnadreifingu. Þeim hugmyndum hefur stundum verið hreyft í umræðum um sveit- arstjórnarmál að sveitarfélögin eða samtök þeirra gætu tekið að sér að annast þá þjónustu sem sýslumenn veita nú. Þessi hugmynd er ekki fráleit, og má benda á að til skamms tíma fóru oddvitar sveitarstjórna með umfangsmikil umboðsstörf í Frakklandi og gera enn að nokkru leyti. öll sveitarfélög sem standa undir nafni hafa skrifstofur sem íbúarnir leita til um margsvíslega þjónustu, og með nokkrum rétti má telja hentugt að menn geti leitað þangað um alla opinbera þjón- ustu. Þjónustustöðvar landshlutasamtaka sveitarfélaga hafa og ver- ið nefndar í þessu sambandi. öðru hvoru hafa komið fram hugmyndir um skiptingu landsins í fylki, og blasir þá við að fylkisstjórnir gætu tekið að sér umboðsstörfin. 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.