Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1986, Blaðsíða 55

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1986, Blaðsíða 55
til fram í Reykjavík. Eftir þessa sundurlimun mundu sýslumanns- embættin nánast samsvara lénsmönnunum norsku en engan veginn fylkismönnum. Væri þá ekki lengur fyrir að fara neinum almennum aðalumboðsmönnum ríkisins í héruðum landsins. Langt er nú síðan bæjarfógetaembættið í Reykjavík var leyst upp og skipt milli nokkurra stofnana, og eftir stofnun gjaldheimta á Seltjarnarnesi og í Hafnarfirði er uppblásturinn hafinn utan marka höfuðborgarinnar. Vel kann svo að fara að sýslumanns- og bæjarfógetaembættin á höf- uðborgarsvæðinu verði lögð niður, ef svo heldur fram sem horfir, þannig að öll lögreglustjórn á svæðinu verði lögð til lögreglustjórans í Reykjavík og rannsóknarlögreglu ríkisins. Á árunum eftir seinni heimstyrjöld hefur þeirrar tilhneigingar gætt hér eins og í nágrannalöndunum að einstakar greinar ríkisvaldsins hefðu tilburði til að koma upp eigin umboðsmannakerfi við hlið hins al- menna umboðskerfis. Með þessu móti mætti leysa sýslumannsem- bættin upp þannig að hver stjórnsýslugrein hefði eigið umboðskerfi, og mætti þá haga því ýmist svo að sérstakir umboðsmenn önnuðust hvern málaflokk eða að kjörnar nefndir óháðar sveitarstjórnum, en e.t.v. kjörnar af þeim, færu með hina ýmsu málaflokka. Hvor tveggja skipanin þekkist. Nægir í því sambandi að nefna fræðslustjóra og skólanefndir svo og heilbrigðiseftirlitið með kjörnum heilbrigðisnefnd- um og heilbrigðisfulltrúum í umdæmum sem taka yfir eitt eða fleiri sveitarfélög. Eins og vikið hefur verið að komast ýmis ríki af án almenns um- boðsstjórnarkerfis. Er þá tíðast að fjölskipuð stjórnvöld annist ein- staka málaflokka. Best reynsla af þessu fyrirkomulagi mun hafa fengist í Bretlandi, en þaðan hafa þó heyrst raddir um að bestu stj órn- arnefndirnar séu tveggja manna ráð þar sem annar annast öll störfin. Þess konar ráðstjórn virðist síður en svo leiða til raunverulegrar vald- dreifingar og ráðsmenn eiga jafnan ófá sporin á stjórnarskrifstofur höfuðborganna þar sem ákvarðanir eru teknar. Ekki þarf að fara mörgum orðum um hversu óhagkvæmt er að halda uppi svo flóknu umboðsstjórnarkerfi, að ekki sé minnst á óhagræðið fyrir óbreytta borgara sem þurfa að eiga skipti við skrifstofuveldi ríkisins. Svo margflókið umboðskerfi er einnig afar hættulegt sjálf- ræði sveitarfélaganna þar sem þau hljóta að dragast inn í það með margvíslegum hætti með því að kjósa stjórnarnefndir sem þau hafa takmarkað vald yfir og taka þátt í greiðslu kostnaðar. 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.