Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1986, Blaðsíða 56

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1986, Blaðsíða 56
Framsækið stjórnsýslukerfi Allir hlutir eru háðir stöðugum breytingum. Stjórnsýslan fer ekki varhluta af þessu lögmáli. Sýslumannsembættin eru hér engin undan- tekning. Þegar af þeirri ástæðu er óhugsandi að þessar stofnanir verði óbreyttar að skipulagi og viðfangsefnum á þeim miklu breyt- ingatímum sem við lifum og framundan eru. Tilraunir til að halda öllu í gömlum skorðum leiða einungis til þess að embættin komst úr takt við þjóðlífið og daga uppi líkt og þegar er orðið um hreppstjóra og sýslunefndir. Umboðsstörf og dómsstörf Á einveldistímabilinu taldist það ekki óeðlilegt að sömu embættis- menn færu með stjórnsýslustörf, þar á meðal lögreglustjórn og dóms- vald. Allt þjóðfélagsvald var sameinað hjá hinum einvalda konungi og sú grundvallarregla hlaut að endurspeglast í stjórnsýslukerfinu. Eftir því sem ríkisvald hefur fjarlægst einveldið hefur orðið augljós- ara hversu óheppilegt það er að sami embættismaður fari með lög- reglustjórn og önnur stjórnsýslustörf og úrlausnarvald í dómsmálum. Nú munu þess heldur varla nokkur dæmi í nágrannalöndum okkar að hinar ólíku greinar ríkisvaldsins séu tengdar saman með þessum hættiso)- Það er til þess fallið að vekja tortryggni aðila sem eiga í málaferlum við ríkisvaldið að dómarinn er starfsmaður gagnaðila. Þetta sambýli valdþáttanna veldur örðugleikum þegar verið er að leitast við að koma á réttarfars- og stjórnarfarsumbótum því að þótt hægt sé að una við svo fráleitt kerfi sem leifar gamalla stj órnarhátta er illmögulegt að fella nýjungar að þessaii forneskju. Hættan er að ekki verði talið fært að bíða róttækra grundvallarbreytinga og að nýj- ungar verði tengdar nýjum stjórnsýslustofnunum og sérdómstólum. Dómarar eiga að vera óhlutdrægir og óháðir. Skortur á starfsöryggi er fallinn til að valda vafa um óhlutdrægni. Hins vegar er æskilegt að hægt sé að skipta um umboðsmenn á líkan hátt og t.d. sendiherra. Nýlega var höfð uppi sú krafa í opinberu máli fyrir Hæstarétti að héraðsdómur yrði ómerktur sökum þess að héraðsdómarinn væri full- trúi lögreglustjórans. Var þeirri kröfu hafnaðS7). Mun nú í ráði að bera þetta efni undir mannréttindanefnd og mannréttindadómstól Ev- rópu, og er hætt við að Islendingar komist í óþægilega aðstöðu við að verja svo fráleitt skipulag. 86) Sérstætt dæmi er sýslumannsembættið á Svalbarða. Hins vegar eru lögreglustjórn og dómsmálakerfi aðskilin í Færeyjum og á Grænlandi. 87) HRD. 25. nóv. 1985, Ákæruvaldið gegn Jóni Kristinssyni. 50
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.