Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1986, Blaðsíða 71

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1986, Blaðsíða 71
4. VlÐTÆKAR BÓTAREGLUR OG ÖNNUR ÚRRÆÐI TIL AÐ HERÐA BÓTAÁBYRGÐ Dómur Hæstaréttar frá 21. mars 1986 varðar alvarlegt slys, er hlaust af hættulegum hlut, sem ekki átti að vera á glámbekk. Við úrlausn réttarágreinings af þessu tagi koma til álita ströngustu úrræði skaða- bótaréttar. Skilyrði ábyrgðar án sakar (hreinnar hlutlægrar ábyrgðar) voru þó ekki fyrir hendi hér, enda voru kröfur í málinu ekki reistar á því, að Rarik bæri ábyrgð án sakar. Svo víðtækri bótareglu hefur ekki verið beitt í hæstaréttardómum, sem fallið hafa í hliðstæðum málum. I máli sem þessu kemur og til greina að slaka á almennum kröfum um sönnun sakar með tilliti til þess, að slys hlaust af stórhættulegum hlut. Má þannig beita sönnunarreglum til þess að ná sama markmiði og með hreinni hlutlægri bótareglu. 1 forsendum héraðsdóms eða dóms- atkvæði minni hluta Hæstaréttar er þó ekki að finna vísbendingu um, að slakað sé á sönnunarkröfum á grundvelli sjónarmiða um hættulega starfrækslu. Telja verður eðlilegt, að sakarmat sé allstrangt í bótamálum út af meðferð sprengiefnis. Um það hefur væntanlega ekki verið ágreiningur meðal dómara, sem hér áttu hlut að máli. 5. SÖNNUN SAKAR OG ORSAKATENGSLA Aðaldeiluefnið í málinu var, hvort orsök þess, að hvellhettan barst á sorphaugana, mætti rekja til saknæmrar hegðunar manna, sem Rarik bar ábyrgð á. Fyrst var að athuga, hvort sök væri nægilega sönnuð. Síðan að taka afstöðu til spurningarinnar um orsakatengsl. Mat var vandasamt eins og sönnunargögnum var háttað. Því vekur varla undr- un, að dómara greindi á um sönnun. I 1. kafla hér að framan eru rakin í fjórum liðum atriði, sem metin eru starfsmönnum Rarik til sakar í héraðsdómi. Enda þótt telja megi það til gáleysis að geyma dynamít og hvellhett- ur í sama poka (sbr. 2. lið) og að láta sprengiefni vera nærri talstöðv- um inni í bifreiðum (vegna sprengihættu af talstöðvunum, sbr. 4. lið), skiptir sú háttsemi engu máli um slysið, sem S varð fyrir. Aðeins sakaratriðin, sem nefnd eru í 1. og 8. lið, geta haft áhrif hér. Geymslu sprengiefna í ólæstu húsi (sbr. 1. lið) má telja óvarlega. Vissu- léga er hugsanlegt, að eitthvað af því hafi ekki komið til skila, þegar þýfið fannst 14. september 1979. Gæti þá hvellhetta úr þýfinu hafa borist á sorphaugana á tímabilinu frá ágúst 1979 til vors 1981, er S 65
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.