Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1986, Page 71

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1986, Page 71
4. VlÐTÆKAR BÓTAREGLUR OG ÖNNUR ÚRRÆÐI TIL AÐ HERÐA BÓTAÁBYRGÐ Dómur Hæstaréttar frá 21. mars 1986 varðar alvarlegt slys, er hlaust af hættulegum hlut, sem ekki átti að vera á glámbekk. Við úrlausn réttarágreinings af þessu tagi koma til álita ströngustu úrræði skaða- bótaréttar. Skilyrði ábyrgðar án sakar (hreinnar hlutlægrar ábyrgðar) voru þó ekki fyrir hendi hér, enda voru kröfur í málinu ekki reistar á því, að Rarik bæri ábyrgð án sakar. Svo víðtækri bótareglu hefur ekki verið beitt í hæstaréttardómum, sem fallið hafa í hliðstæðum málum. I máli sem þessu kemur og til greina að slaka á almennum kröfum um sönnun sakar með tilliti til þess, að slys hlaust af stórhættulegum hlut. Má þannig beita sönnunarreglum til þess að ná sama markmiði og með hreinni hlutlægri bótareglu. 1 forsendum héraðsdóms eða dóms- atkvæði minni hluta Hæstaréttar er þó ekki að finna vísbendingu um, að slakað sé á sönnunarkröfum á grundvelli sjónarmiða um hættulega starfrækslu. Telja verður eðlilegt, að sakarmat sé allstrangt í bótamálum út af meðferð sprengiefnis. Um það hefur væntanlega ekki verið ágreiningur meðal dómara, sem hér áttu hlut að máli. 5. SÖNNUN SAKAR OG ORSAKATENGSLA Aðaldeiluefnið í málinu var, hvort orsök þess, að hvellhettan barst á sorphaugana, mætti rekja til saknæmrar hegðunar manna, sem Rarik bar ábyrgð á. Fyrst var að athuga, hvort sök væri nægilega sönnuð. Síðan að taka afstöðu til spurningarinnar um orsakatengsl. Mat var vandasamt eins og sönnunargögnum var háttað. Því vekur varla undr- un, að dómara greindi á um sönnun. I 1. kafla hér að framan eru rakin í fjórum liðum atriði, sem metin eru starfsmönnum Rarik til sakar í héraðsdómi. Enda þótt telja megi það til gáleysis að geyma dynamít og hvellhett- ur í sama poka (sbr. 2. lið) og að láta sprengiefni vera nærri talstöðv- um inni í bifreiðum (vegna sprengihættu af talstöðvunum, sbr. 4. lið), skiptir sú háttsemi engu máli um slysið, sem S varð fyrir. Aðeins sakaratriðin, sem nefnd eru í 1. og 8. lið, geta haft áhrif hér. Geymslu sprengiefna í ólæstu húsi (sbr. 1. lið) má telja óvarlega. Vissu- léga er hugsanlegt, að eitthvað af því hafi ekki komið til skila, þegar þýfið fannst 14. september 1979. Gæti þá hvellhetta úr þýfinu hafa borist á sorphaugana á tímabilinu frá ágúst 1979 til vors 1981, er S 65

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.