Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1986, Blaðsíða 25

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1986, Blaðsíða 25
1 bréfi rentukammersins til Ölafs amtmanns Stefánssonar 7. nóv- ember 1767 er lagt svo fyrir að embættismenn verði látnir greiða skatt frá 1769. Sama ár urðu sýslumenn að hefja greiðslu aukaskatts (ekstra- skat) (Gustafsson, s. 217 og 220-221). Embættismenn snerust hart til varnar réttindum sínum, og urðu málalok þau að með konungsúrskurði 1774 var þeim endurveitt almennt skattfrelsi (Ll IV, s. 30 f), en þeir urðu að greiða áfram aukaútsvar og metorðaskatt, „rangskat" sem lagður var á embættismenn sérstak- lega (Lí III, s. 529 f). Hinir efnamestu urðu einnig að greiða svo- nefndan prósentuskatt, og fram til 1790 greiddu þeir tugthússkatt, sem átti að mæta stofnkostnaði við tugthúsbygginguna á Arnarhóli. Sýslu- menn virðast síðan hafa haldið almennu skattfrelsi til 1877 þegar skatt- kerfið var loks fært til nútímahorfs. (Sjá nánar Gustafsson, s. 209-240). Þjóðfélagsstaða sýslumanna Víða í heimildum er getið um „bestu menn“4G). Samkvæmt viðbót við Gamla sáttmála sem gerð var 1302 (D I, I, s. 635) skyldu sýslumenn vera „af þeirra ætt, sem að fornu hafa goðorðin upp gefið“, og virðist þetta samningsákvæði, þegar á allt er litið, lengst af hafa verið sæmi- lega efnt (KHL XVII, 657). Sýslumenn voru upphaflega stjórjarðeigendur, handgengnir menn og lénsmenn konungs. Þeir voru í hópi hinna „bestu manna“. Sýslumenn og nefndarmenn þeirra voru ráðandi stétt leikmanna til siðbreytingar og reyndar allt til 1800. Þeir réðu ásamt hirðstjórum og lögmönnum mestu á Alþingi. Segja má að stétt stórjarðeigenda hafi verið eins kon- ar aðall í landinu (bestu menn). Meðal réttinda þeirra voru embætti sýslumanna ásamt með skattfrelsi. Með réttarbót Hákonar konungs 1314 var lagt bann við því að aðrir væru skipaðir lénsmenn (sýslumenn) en þeir sem ættu nægar eignir til að tryggja endurgreiðslu þess sem þeir kynnu að taka ranglega, nema bændur samþykktu annað (JB 1904, s. 294). Framan af voru engar sérstakar menntunarkröfur gerðar til sýslu- manna, en 1736 verður embættispróf í lögum skilyrði fyrir embættis- gengi. 46) Sbr. t.d. D I II 659 „biskupar, lærðir menn lögmenn og allir hinir beztu menn“, sjá og Espersen og Ross I, s. 69 „rigets beste mænd, Danehoffet og Rigsrádet ... s. 71: Under Valdermarstidens stærke kongemagt 1170-1241 sammenkaldte kongen undertiden ... en eksklusiv kreds af stormænd, kaldet rigets bedste mænd, til rigsmöde ..." og Saga íslands III, s. 38. 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.