Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1986, Blaðsíða 20

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1986, Blaðsíða 20
Samkvæmt alþingissamþykkt frá 169928) skyldi leita samþykkis sýslu- manns til hreppstjórakjörs, og á 18. öld tóku sýslumenn að skipa hrepp- stjóra. Samkvæmt instruction konungs til lénsmannsins á Islandi (hirð- stjóra) frá 155629) skyldu sýslumenn hafa eftirlit með förumanna- flutningum. Samkvæmt réttarbót 1294 skyldu vegir lagðir að ráði sýslumanna og lögmanna. Á síðari hluta tímabilsins virðist og hafa verið gert ráð fyrir að sýslumenn hefðu forgöngu um brúarsmíði og ferjuhald. Samkvæmt vegatilskipuninni 29. apríl 1776 (A I XV, s. 479) áttu sýslumenn að sjá um að vegir væru ruddir og lagðir, settir væru nýir ferjustaðir, fjallvegir varðaðir og að vegum, ferjustöðum og vörð- um væri við haldið. Samkvæmt opnu bréfi 10. mars 1784, 22. gr., var öllum bannað flakk, er ekki hefðu til þess leyfi og vegabréf frá sýslu- manni. Með konungsbréfi 11. apríl 1781, 6. gr., er hreppstjórum boðið að hegða sér eftir skipunum og ráðstöfunum sýslumanna um fátækra- framfærslu. Á 18. öld taka sýslumenn að hlutast til um grenjavinnslu, innheimtu dýratolla og fjallskil30), og loks virðast sýslumenn hafa haft afslcipti af forðagæslu og eyðingu refa31). Úrskurðarvald í sveitarmál- um fengu sýslumenn fyrst þegar sjálfstjórn hreppanna var afnumin 1808, og eftir það hafa hreppstjórar alfarið staðið undir skipunarvaldi sýslumanna. Með sveitarstjórnartilskipuninni frá 1872 var hreppunum á ný veitt sjálfræði undir stjórn kjörinna hreppsnefnda og umsjón sýslunefnda sem sýslumaður er oddviti fyrir. Þegar frá er talin skipun hreppstjóra virðast afskipti sýslumanna af stjórn hreppa á Jónsbókartímabilinu ekki hafa farið fram úr því sem talið yrði eðlileg umsjón með sveitarfélögum nú á dögum. Eftir að einveldi komst á má hins vegar segja að hrepparnir hafi ekki haft annað sjálfræði en það sem konugsvaldið lét afskiptalaust. Þingstörf Sýslumenn (valdsmenn) skipuðu nefndarmenn, þ.e. þá sem sækja skyldu Alþingi úr hans sýslu, og greiddu þeim farareyri32). Þá voru þeir og skyldir til að sækja Alþingi og gegna þeim þingstörfum sem þeir voru löglega settir til. Upphaflega áttu sýslumenn (valdsmenn) 28) A í XI 114. 29) L í I 74, sbr. JB V 29. 30) Um brúarsmíði og ferjuhald, sbr. ályktanir Alþingis 1671 og 1672, A í VII 230-231 og 251-252 og að öðru leyti og almennt um afskipti sýslumanna af héraðsstjórn: Alþingi og héraðsstjórn, s. 15 ff. og Lýður Björnsson I, s. 61-64 og 66 ff. Tilsk. 29.4. 1776, A f XV, s. 479. 31) Sbr. svokallaðan heysöludóm 25. maí 1595, A í III 43-44. 32) JB I 2. 14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.