Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1986, Blaðsíða 35

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1986, Blaðsíða 35
nær ekki aðeins til sveitarfélaganna og fylkjanna heldur einnig til um- boðsstjórnar ríkisins í héraði, og hefur hún m.a. beitt sér fyrir flutn- ingi verkefna í ríkum mæli frá ráðuneytunum í Oslo til fylkismanna. Jafnframt hefur, að tillögu nefndarinnar, verið gerður fullur skilnaður umboðsstjórnar og héraðsstjórnar í fylkjunum þannig að fylkisstjórn- irnar hafa nú skv. lögum nr. 43 13. júní 1975, um breyting á lögum um fylkeskommuner nr. 1 frá 16. júní 1961, eigin framkvæmdastjóra í stað þess að fylkismenn annist þessi störf51). Aðalnefndin hefur gefið út fjölmörg álit, en einkum „Mál og retningslinjer for reformer i lokalfor- valtningen", sem kom út 197452). Sýslumenn — lénsmenn — amtmenn Sýslumannsembættin eru upprunnin í Noregi. Byggðum Noregs hafði öllum verið deilt í sýslur á síðari hluta 12. aldar, og um það leyti sem þetta skipulag var innleitt á Islandi munu sýslur hafa verið um 50 talsins í Noregi. Sýsluvöld komust snemma í hendur aðalsmanna í Noregi, og sýsluskipanin varð að víkja fyrir lénsmannaveldi á 15 öld53). Þegar einveldið komst á urðu lénsmenn að víkja fyrir fastlaunuðum amtmönnum, sem frá 1918 nefnast fylkismenn54). Uppruni og eðli sýslumannsembættanna „Haraldr konugr .. . setti jarl í hverju fylki, þann er dæma skyldi lög og lanzrétt ok heimta sakeyri ok landskyldir, og skyldi jarl hafa þriðjung skatta ok skylda til borðz sér ok kostnaðar." (Haraldz saga ins hárfagra, K. 6.). Þannig gerir Snorri Sturluson grein fyrir hinni fyrstu umboðsstjórn eftir að Noregur hafði sameinast í eitt ríki. Sýslumanna er víða getið í Islendingasögum og Heimskringlu allt frá ríkisárum Haraldar hárfagra, og eru þar frægastar frásagnir Egils- sögu af sýslumönnum hans á Hálogalandi. 1 Heimskringlu er sýslna fyrst getið í Ólafs sögu Tryggvasonar og þá á Vindlandi um 1000. Það er þó einkum í Ólafs sögu helga sem sýslumenn koma fyrst verulega við sögu. Er svo að sjá af sögunum að sýslumenn hafi upphaflega verið skipaðir til umboðsstjórnar á útjöðrum ríkisins, og þá í fyrstu sem skattheimtumenn konungs og sendimenn, en að sýsluskipun hafi ekki orðið almenn í kjarna ríkisins fyrr en á stjórnarárum Ólafs digra (helga), Magnúsar góða og þeirra konunga sem ríktu næst eftir þeim. 51) 4. gr. 1. 1/1961. 52) NOU 1974:53. 53) Kulturhistorisk leksikon XVII, s. 648 ... 654-656. 54) Amtmannainstrúxið 1685, Herlitz: Nordisk offentlig Ratt I, s. 20. 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.