Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1986, Blaðsíða 74

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1986, Blaðsíða 74
H 1985, 235 Tveir 10 ára gamlir drengir tóku naglabyssuskot á byggingar- stað. Fengu þeir jafnaldra sínum G í hendur eitt skotanna. G sló á skotið með steini og missti hann sjón á öðru auga, er skotið sprakk. í lögregluskýrslu, sem rituð var sama dag og slysið varð, er haft eftir drengjunum, að þeir hafi fundið naglabyssuskotið ásamt fleiri skotum fyrir utan vinnuskúr við hús, sem var í smíðum. 1 skýrslum sínum fyrir rannsóknarlögreglu tæpum mán- uði eftir slysið hurfu þeir frá fyrri frásögn sinni og viðurkenndu að hafa tekið tvær dósir með naglabyssuskotum við og úr ólæstri verkfærakistu inni í sjálfri nýbyggingunni. Fyrir dómi héldu drengirnir tveir við það, að þeir hefðu tekið skotin úr verkfæra- kistunni. Byggingarmeistai'inn GD, sem upphaflega sá um verk- framkvæmdir við húsið, kvaðst hafa notað naglabyssuskot af annarri gerð en þeirri, sem slysinu olli. GD var ekki stefnt í mál- inu. P, sem var byggingarmeistari hússins, þegar slysið varð, viðurkenndi að hafa varðveitt naglabyssuskot í ólæstri verkfæra- kistu inni í húsinu, þegar hann brá sér frá daginn, sem slysið varð. Hins vegar hélt hann því fram, að hann hefði notað svört og hvít skot á þessum tíma, en ekki rauð eins og þau, sem dreng- irnir höfðu undir höndum eftir slysið. Þó viðurkenndi hann fyrir rannsóknarlögreglu, að vera mætti, að í kistunni hefðu einnig verið rauð skot. 1 dómi Hæstaréttar segir, að framburður drengj- anna sé á reiki um það, hvaðan umrætt náglabyssuskot var kom- ið. Þá er þess getið í dóminum, að P telji í aðilaskýrslu sinni ó- hugsandi, að rauð skot hafi verið í verkfærakistunni. Ennfremur segir, að við yfirheyrslu fyrir lögreglu hafi P raunar ekki for- tekið það. Hæstiréttur taldi samkvæmt þessu óvíst, hvar dreng- irnir tóku naglabyssukotið, þótt líklegast væri, að þeir hafi fund- ið það annaðhvort í vinnuskúrnum eða í nýbyggingunni. Loks er tekið fram í dóminum, að eigi verði séð, að vinnuskúrinn hafi ver- ið að neinu leyti á vegum P né að hann hafi átt þar geymd nagla- skot. Því var ekki talið í ljós leitt, að naglabyssuskotið væri frá P komið. Sýkna. Einn dómari taldi rétt að dæma P skaðabóta- skyldan. Hann áleit, að leggja yrði til grundvallar framburð P fyrir rannsóknarlögreglu og taldi með vísun til þess og frásagnar drengjanna um fundarstað skotanna, að G hefði hlotið meiðslin af skoti, sem komið var úr verkfærakistunni. Minni hlutinn taldi og, að P hefði gerst sekur um vangæslu og bæri hann því bóta- ábyrgð vegna slyssins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.