Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1986, Blaðsíða 34

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1986, Blaðsíða 34
embættismenn fara jafnt með umboðsstörf fyrir sambandsstjórn og landsstjórn49). Meðal ríkja sem hafa umboðsmenn í héruðum með almennu umboði ríkisvaldsins eru Norðurlönd, Frakkland, flest ríki við Miðjarðarhaf og fjöldi ríkja sem hafa tekið franska stjórnsýslu í arf eða haft hana til fyrirmyndar. Ef gera ætti grein fyrir meðferð umboðsstjórnar í fjölda ríkja er hætt við að greinargerðin yrði alltof löng eða yfirborðs- ieg. Ég hef, af ástæðum sem að nokkru hafa þegar verið raktar, valið að gera nokkuð nákvæma grein fyrir meðferð umboðsstjórnar í tveim- ur Evrópuríkjum, Noregi og Frakklandi, sem bæði mega teljast full- trúar ríkjahópa sem hafa áþekkt stjórnarfar í því sem hér skiptir máli. 1 báðum tilvikum er fyrir að fara allgóðum gögnum. I báðum ríkjum er hliðstætt skipulag og hér á landi. Skipan umboðsstjórnar hér á rót sína að rekja til sýslumanna Noregskonungs á 13. öld, og íslensk og norsk stjórnsýsla þróaðist síðan innan sömu ríkisheildar í meira en 500 ár. Saga stjórnsýslu í Frakklandi verður rakin öðrum þræði til stjórnsýslu Rómverska keisaradæmisins en að hinu leytinu til stjórnarhátta Germana eins og stjórnsýsla okkar. Frönsk stjórn- sýsla breiddist fyrst út um álfuna með útþenslu stórríkis Karls mikla um 800 og síðan á dögum Napóleons mikla. Frakkland var fyrsta stór- ríkið þar sem öflugt konungsvald þróaðist og síðan einveldi. Sams konar þróun varð í Noregi á þeim tíma er Islendingar gengu Noregs- konungi á hönd, væntanlega að meira eða minna leyti samkvæmt frönskum fyrirmyndum, og í tvíríkinu Danmörku — Noregi var ein- veldi komið á að franski’i fyrirmynd á síðari hluta 17. aldar með sam- svárandi breytingum á umboðsstjórn, og loks hefur hliðstæð breyting orðið á stjórnarháttum í báðum þessum hlutum álfunnar frá lokum 18. aldar til þessa dags50). NOREGUR Aðalnefndin Á árinu 1971 var sett á stofn „hovedkomitéen for reformer i lokal- forvaltningen", hér eftir nefnd aðalnefndin. Starfssvið nefndarinnar 49) Sbr. nánar Bernard: L’État et la décentralisation, s. 9-24. 50) „Á stjórnarárnm Filipusar fríða höfðu Norðmenn mikil samskipti við Frakkland, svo að atburðir þar liafa ekki farið fram hjá þeim og þá ekki heldur íslendingum. Ýmsir embættismenn konungs höfðu stundað nám í Frakklandi ...“ Saga íslands III, s. 9-10. Kunnugt er af fréttum að sendimenn fóru frá Frakklancli til Noregs að kynna sér stjórnarhætti þar þegar verið var að vinna að undirbúningi valddreifingarlöggjafar í Frakklandi. Um franknesk áhrif á þróun lénsréttar 1 Noregi sjá Sars I, s. 198 ff. og Hertzberg, s. 325 f. 28
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.