Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1986, Blaðsíða 28

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1986, Blaðsíða 28
sem mestar jarðeignir áttu voru embættismenn. Aukaskatturinn var lagður á þá sem höfðu meira en 100 ríkisdali í árs- tekjur. Samkvæmt reikningum jarðabókarsjóðs náðu 9 sýslumenn þessu marki 1754, eða um 40% gjaldenda. Tekjur sýslumanna voru annars mjög misjafnar. Þannig hafði Þorsteinn Magnússon í Rangárvallasýslu 173 rd. 40 sk. specie í embættistekjur 1769 auk mikilla tekna af þeim rúmlega 500 hundruðum sem hann átti í jörðum, en Þorgrímur sýslu- maður Sigurðsson telur embættistekjur sínar þetta ár 4 rd. 58 sk. specie. Gögn um tekjur og eignir benda til að æðstu embættismenn lands- ins, lunginn úr klerkastéttinni, sýslumennirnir í 5-10 bestu sýslum landsins og nokkrir embættislausir stóreignamenn hafi myndað stétt efnamanna landsins á 18. öld. En auður veitir völd og áhrif, og einstök aðstaða sýslumanna veitti þeim færi á að hafa veruleg áhrif á stjórn landsins, jafnt í hinum smærri málum heima fyrir sem á hærri stöð- um. Þeir voru tengiliðir milli miðstjórnar og almúga sem ekki var auðvelt að sniðganga. Konungsvaldið gerði ýmsar atlögur að sýslumönnum á 18. öld, t.d. með umboðsskrá dómnefndarmannanna Árna Magnússonar og Páls Vídalín 1702, afnámi skattfrelsis 1767 og skipun landsnefndanna 1770 og 1785, en í sambandi við skipun fyrri landsnefndarinnar voru uppi ráðagerðir um að skipa danska og norska sýslumenn í allt að þriðjungi sýslna og setja sýslumenn á föst laun (Gustafsson, s. 108). Allar þessar atlögur fóru út um þúfur að verulegu leyti eða enduðu í málamiðlun. Að sumu leyti fóru sýslumenn með sigur af hólmi í þessari viðureign, en þeir vörðu ekki aðeins lénsréttindi sín, heldur einnig hagsmuni stór- jarðeigenda gegn tilraunum Kaupmannahafnarvaldsins til að bæta kjör leiguliða og vinnufólks. Þannig var sýslumönnum heimilað með reskripti 11. apríl 1781 að kveða upp dóma, sem ekki varð áfrýjað, í vissum smærri málum er vörðuðu framfærslumál, húsaga, tíundargreiðslur, ábúð og brot á ákvæðum búnaðar- og vegatilskipana. Þar með urðu sýslumenn nær einráðir í héraði (Gustafsson, s. 168, sbr. 160). Með til- skipun 19. febr. 1783 (Ll 4, s. 683) var lausamennska undantekningar- laust bönnuð. Tilraunir til að bæta kjör leiguliða enduðu með mála- miðlun, hagfelldri fyrir landsdrottna. Ein meginniðurstaða dr. Haralds er að íslenskir embættismenn hafi öðrum fremur getað haft áhrif á töku ákvarðana í íslenskum mál- um. Embættismennirnir gættu hagsmuna jarðeigenda, sem ekki urðu sniðgengnir ef konugsvaldið átti yfirleitt að geta haft stjórn á land- inu. Landeigendastéttin hafði, undir forystu embættismanna, eins kon- 22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.