Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1986, Blaðsíða 44

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1986, Blaðsíða 44
en þegar konungsvaldið styrktist meir leiddi það einnig til takmörkun- ar á valdi sýslumanna. Sýslumenn komu að nokkru í stað ármanna, en þeir komu sér aftur upp fulltrúum, „lieutenants“, sem nefna mætti lögsagnara, og innheimtumönnum, receveurs. Þessir fulltrúar sýslu- manna urðu síðar embættismenn konungs og fóru með þau störf sem sýslumönnum voru áður falin. Völd sýslumanna voru mjög takmörkuð með almennri stjórnsýslutilskipun 1579 (Ordonnance de Blois), og eft- ir það fór sýslumönnum mjög fækkandi. Að lokum höfðu sýslumenn í reynd engin verkefni, og Lúðvík 14. gerði þeim sem eftir voru að halda sig við hirðina í Versölum. Á 14. öld var farið að skipa landstjóra, gouverneurs de province, til herstjórnar í landamærahéruðum. Þeim fór síðan fjölgandi, og vald- svið þeirra jókst. Þeir mega teljast arftakar sýslumanna, en einnig þeir voru sviptir völdum á stjórnarárum Lúðvíks 14. Á einveldistímanum voru embætti þessi einkum veitt mönnum af háaðli00). Á öllum tímum höfðu konungar þann hátt á að gera út sendimenn til umsjónar með umboðsstjórninni. Áður er getið sendimanna Karls mikla, og sýslumenn voru í fyrstu sendimenn og eftirlitsmenn konungs áður en þeir staðfestust í umdæmum sínum. Arftakar missorum dom- inici nefndust maitres des requétes, en á 16. öld var farið að nefna þá intendents, og þá hefjast reglubundnar og tíðar eftirlitsferðir þeirra um tiltekin umdæmi, upphaflega 17 að tölu. Þeir urðu smám saman stað- bundnir eins og sýslumenn, og með hliðsjón af hlutverki þeirra og þró- un má nefna þá hér amtmenn til hægðarauka. Þeir höfðu með höndum dómgæslu, lögreglustjórn og störf á sviði fjármála. Völd þeirra og mikilvægi fóru vaxandi á dögum einveldisins á kostnað sýslumanna og landstjóra. Þeir gáfu út reglugerðir, önnuðust herkvaðningu, stýrðu opinberum framkvæmdum, höfðu umsjón með dómstólum, bæjarstjórn- um, heilbrigðis- og menningarstofnunum. Þá bar þeim að afla stjórn- inni upplýsinga um efnahags- og félagsmál, hverjum í sínu amti. Ármenn og sýslumenn innheimtu upphaflega tekjur konungs, en þegar eiginleg skattheimta í nútímaskilningi hófst á 16. öld var hún falin sérstökum embættismönnum og gegndu intendents mikilvægu hlutverki á þessu sviði (intendents des finances). Amtmenn tóku snemma að ráða sér aðstoðarmenn í smærri umdæmum er nefndust départements og samsvara núverandi sýslum, en þessir sýslumenn urðu konunglegir embættismenn þegar fram liðu stundir67). 66) HDF, s. 85-92, 98, 140, 144, 159-164. 67) HDF, s. 98, 147 og 196. 38
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.