Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1986, Blaðsíða 33

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1986, Blaðsíða 33
þessarar ritgerðar sem formanns nefndarinnar að kynna sér og nefnd- armönnum sínum ýmis gögn um þessi efni. Ég hafði látið þess getið, þegar ég féllst á að taka sæti í nefndinni, að ég teldi að endurskipu- lagningu sveitarstj órnarmála og valddreifingu í þágu sveitarfélaga yrðu að fylgja samsvarandi breytingar á stjórnsýslu ríkisins, en erindisbréf nefndarinnar laut eingöngu að endurskoðun sveitarstjórnarlöggjafar- innar, og henni var ekki ætlað að hagga við umboðsstjórn ríkisins í héruðum landsins umfram það sem leiddi af ákvæðum um sýslunefndir og umsjón með sveitarstjórnum. Athugun á gögnum sem nefndinni bárust leiddi í ljós að endurskoðun á skipan sveitarstjórnarmála helst yfirleitt í hendur við endurskoðun umboðsstjórnar og hefur á undanförnum árum einkum tengst viðleitni til vald- og verkefnadreifingar, sem felst annars vegar í flutningi valds og verkefna frá ríki til sveitarfélaga (decentralisation) og hins vegar í flutningi verkefna og ákvörðunarvalds frá miðstjórnarstofnunum til umboðsmanna ríkisins (deconcentration). Athygli nefndarinnar beindist einkum að tveimur ríkjum þar sem unnið hefur verið að róttækum breytingum á stjórnsýslunni á undanförnum árum, Noregi og Frakk- landi, en bæði þessi lönd eru gróin miðstjórnarríki, og frá báðum hefur gætt áhrifa á íslenskt stjórnarfar beint og óbeint frá fornu fari. Frá báðum þessum löndum fengust ítarlegar upplýsingar, ekki aðeins um endurskoðun sveitarstj órnar heldur einnig, og ekki síður um endur- skipulagningu umboðsstjórnar. Þótt bæði þessi lönd séu margfalt fjöl- mennari en Island, virtust þær upplýsingar sem frá þeim komu vel til þess fallnar að vekja hugmyndir um framtíðarskipan umboðsstjórnar á Islandi. Frá því að ísland komst undir Noregskonung og fram á fyrri hluta þessarar aldar var Island hluti miðstjórnarríkja, og eftir að landið hlaut sjálfstjórn hefur stjórnsýsla hér borið mjög sterkan svip mið- stjórnarríkis, ekki síst að því er lýtur að umboðsstjórn í héraði. Reynsla þeirra þjóða sem hafa búið við slíkt stjórnarfar er því Islendingum sér- lega lærdómsrík. 1 sumum ríkjum er ekki fyrir að fara neinum aðalumboðsmanni mið- stjórnar í héraði. í þessum flokki eru ríki enskumælandi manna, Sov- étríkin og ríki sem hafa stjórnarfar að sovéskri fyrirmynd. Stjórn- sýsla þessara ríkja einkennist af kjörnum nefndum, ráðum og einstök- um embættismönnum með takmarkað valdsvið, sem fara með umboðs- stjórn á vegum ríkisins. Pólland hefur þó sérstöðu að því leyti að kjörin nefnd og skipaður fógeti (voivod) deila með sér stjórnsýslustörfum. 1 Þýska sambandslýðveldinu virðist vera flókið kerfi þar sem kjörnir 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.