Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1986, Side 33

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1986, Side 33
þessarar ritgerðar sem formanns nefndarinnar að kynna sér og nefnd- armönnum sínum ýmis gögn um þessi efni. Ég hafði látið þess getið, þegar ég féllst á að taka sæti í nefndinni, að ég teldi að endurskipu- lagningu sveitarstj órnarmála og valddreifingu í þágu sveitarfélaga yrðu að fylgja samsvarandi breytingar á stjórnsýslu ríkisins, en erindisbréf nefndarinnar laut eingöngu að endurskoðun sveitarstjórnarlöggjafar- innar, og henni var ekki ætlað að hagga við umboðsstjórn ríkisins í héruðum landsins umfram það sem leiddi af ákvæðum um sýslunefndir og umsjón með sveitarstjórnum. Athugun á gögnum sem nefndinni bárust leiddi í ljós að endurskoðun á skipan sveitarstjórnarmála helst yfirleitt í hendur við endurskoðun umboðsstjórnar og hefur á undanförnum árum einkum tengst viðleitni til vald- og verkefnadreifingar, sem felst annars vegar í flutningi valds og verkefna frá ríki til sveitarfélaga (decentralisation) og hins vegar í flutningi verkefna og ákvörðunarvalds frá miðstjórnarstofnunum til umboðsmanna ríkisins (deconcentration). Athygli nefndarinnar beindist einkum að tveimur ríkjum þar sem unnið hefur verið að róttækum breytingum á stjórnsýslunni á undanförnum árum, Noregi og Frakk- landi, en bæði þessi lönd eru gróin miðstjórnarríki, og frá báðum hefur gætt áhrifa á íslenskt stjórnarfar beint og óbeint frá fornu fari. Frá báðum þessum löndum fengust ítarlegar upplýsingar, ekki aðeins um endurskoðun sveitarstj órnar heldur einnig, og ekki síður um endur- skipulagningu umboðsstjórnar. Þótt bæði þessi lönd séu margfalt fjöl- mennari en Island, virtust þær upplýsingar sem frá þeim komu vel til þess fallnar að vekja hugmyndir um framtíðarskipan umboðsstjórnar á Islandi. Frá því að ísland komst undir Noregskonung og fram á fyrri hluta þessarar aldar var Island hluti miðstjórnarríkja, og eftir að landið hlaut sjálfstjórn hefur stjórnsýsla hér borið mjög sterkan svip mið- stjórnarríkis, ekki síst að því er lýtur að umboðsstjórn í héraði. Reynsla þeirra þjóða sem hafa búið við slíkt stjórnarfar er því Islendingum sér- lega lærdómsrík. 1 sumum ríkjum er ekki fyrir að fara neinum aðalumboðsmanni mið- stjórnar í héraði. í þessum flokki eru ríki enskumælandi manna, Sov- étríkin og ríki sem hafa stjórnarfar að sovéskri fyrirmynd. Stjórn- sýsla þessara ríkja einkennist af kjörnum nefndum, ráðum og einstök- um embættismönnum með takmarkað valdsvið, sem fara með umboðs- stjórn á vegum ríkisins. Pólland hefur þó sérstöðu að því leyti að kjörin nefnd og skipaður fógeti (voivod) deila með sér stjórnsýslustörfum. 1 Þýska sambandslýðveldinu virðist vera flókið kerfi þar sem kjörnir 27

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.