Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1986, Side 36

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1986, Side 36
Sýslumanna er getið í Gulaþingslögum og Frostuþingslögum. Af lagaheimildum þessum verður þó ekki ráðið að regluleg sýsluskipun hafi verið komin á fyrr en á síðari hluta 12. aldai’. Á 12. og 13. öld tóku sýslumenn við störfum ármanna, sem upphaflega voru ótignir ráðs- menn á konungsbúum, og lendra manna. Lendir menn voru höfðingjar sem þáðu lönd af konungi og eiga ef til vill rót að rekja til hinna fornu hersa. Sýslumenn 13. aldar voru flestir af ættum lendra manna, en lendur maður sem gerðist sýslumaður konungs taldist eftir það ekki lengur til lendra manna, og tign þeirra hvarf úr sögunni með réttar- bót frá 1308. Karl Lehmann taldi að sýslumannsembættin hefðu fyrst og fremst byggst á lénsrétti, og óumdeilt er að á þeim hafi alla tíð verið ákveðin lénseinkenni. Sýslumenn önnuðust að flestu leyti sömu störf og starfsbræður þeirra á íslandi, en meira mun þó hafa kveðið að landvarnarskyldum þeirra. Þeir voru handgengnir menn konungs og staðgöngumenn hans. Frá 14. öld gætir í vaxandi mæli áhrifa lénsskipu- lags þess sem ríkti sunnar í álfunni á samband konungs og sýslumanna til þess tíma er embættismenn þessir hurfu úr sögunni. (Aðalheimildir: Lehmann, Hertzberg og Per Sveaas Andersen í KHL (syssel, syssel- mann, sjá nánar heimildaskrá þar.) Fylkin Fylkin eru bæði umboðsstjórnarumdæmi og héraðsstjórnar. Þau eru 18 að tölu55), eða ámóta mörg og sýslur hér, þannig að íbúafjöldi hvers fylkis er að meðaltali nálægt íbúafjölda Islands. Hins vegar eru störf og staða fylkismanna mjög sambærileg við störf og stöðu sýslumanna hér og stærð umdæma og fjarlægðir frá höfuðstað engan veginn ósam- bærilég. Umboðsstjórnin í Noregi er í höndum margra mismunandi stofnana og nefnda sem hver hefur tiltekin verkefni og heyra undir mismunandi ráðuneyti og miðstjórnarstofnanir. Fylkismennirnir eru hinir almennu umboðsmenn ríkisstjórnarinnar, hver í sínu fylki, og taka við verk- efnum frá öllum ráðuneytum, en heyra stjórnsýslulega undir dóms- málaráðuneytið. Þeir eiga að sjá um að verkefnum ríkisins sé sinnt á fullnægjandi hátt og að markmiðum ríkisvaldsins verði náð. Fyrir gildistöku sveitarstjórnarlaganna (formannskapslovene) frá 1837 hafði ríkisvaldið með höndum alla stjórnsýslu í héruðunum. Fylk- ismennirnir höfðu þá yfirsýn yfir og yfirumsjón með allri stjórnsýslu, hver í sínu fylki, og samræmdu hana. Frá 1837 til 1975 var fylkismað- 55) NOU 1974: 53, s. 9. 30

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.