Vísir - 24.12.1943, Blaðsíða 1

Vísir - 24.12.1943, Blaðsíða 1
JÓLABLAÐ 1043 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 & 4 4 4 * 4 4 4 & 4 4 4 4 * & 4 4 4 & CLEOI 1 jéLABIIfiLIIIÐIMe „Enginn hefur nokkurn tíma séð Guð. Sonurinn ein- getni, sem hallast að brjósti föðurins, hann hefur veitt oss þekking á honum.“ Þetta eru niðurlagsorðin í lofgjörð Jóhannesar post- ula yfir gjöf jólanna. Sú lofgjörð er í upphafi guðspjalls hans, og er ásamt 2. kap. Lúkasarguðspjalls aðalthug- unarefni allra kristinna manna á jólunum. Lokaorðin hjá Jóhannesi benda til þeirra miklu umskipta i sögu mannanna, sem jótin tákna: Oss var veitt þekking á Gu.ði. Enginn hefur séð Guð, hann er og verður hulinn dauð- legum augum. Aldrei munu vísindin fá oss þau tæki í hendur, að vér sjáum Guð, eins og víddir og veraldir geimsins Ijúkast upp fyrir oss með aukinni tækni. Hann er jafn hulinn og ósýnilegur eins og nafnið sem þú elsk- ar, er hulið hjarta þínu. Láttu læknana gegnumlýsa þig. Láttu þá rannsaka hverja frumu heilans. Þeir finna ekki neitt. Þeir finna ekki minnstu merki nafnsins sem þar er skráð. Og þó lifir það í vitund þinni. Þó mótar það drauma þina. Þó er það þetta nafn, sem stjórnar ákvörð- un þinni og athöfn. En það veit enginn í heiminum. Og enginn getur komizt að þvi fyrr en þú segir það sjálfur. Ekkert getur afhjúpað það, sem innra með þér býr, nema orðið af munni þínum. Og ef orð tengist athöfn, þá hef- urðu opinberað hugskot þitt svo sem verða má. Getur þetta ekki verið mynd af því, sem felst i orðum jólaguðspjallsins: „Orðið varð hold og bjó með oss.“ Jes- ús er það orð og athöfn Guðs, sem veitir oss þekking á honum. Vér finnum ekki Guð. Himinn og jörð rúma hann ekki. Hann er í öllum hlutum og yfir öllum hlutum. öll sú tilvera, sem manninum er skynjanleg, er ekki meira i tilveru Guðs en dropinn er í hafinu. Hvernig ættum vér svo að finna hann, skilja hann? Getur dropinn sagt: Eg vil rúma hafið? Getur fisið sagt: Eg vil umlykja geim- inn? Nei, vér fáum ekki fundið hann. Sú almáttuga hugs- un, sem er hjarta tilverunnar, sá eilífi kærleikur, sem umfaðmar þessa tilveru, Guð, sem enginn hefur séð, verð- ur ekki þekktur, nema hann birti sig sjálfur, nema hann komi til móts við oss á þann hátt, sem vér fáum skilið. Það gerði hann í Jesú Kristi. Það er fagnaðarefni jól- anna. Nú vitum vér hvernig Guð er. Hann er ekki lengur hjúpaður í ógagnsætt myrkur. Vér vitum, þrátt fyrir allt, hvílikur sá er, sem máttinn hefur. Það eru augu Jesú. sem horfa niður til vor úr himninum. Það er lijarta Jesú, sem slær á bak við allt. Það er hönd Jesú, sem stýrir þess- um heimi. Ef þú veizt þetta, veiztu þá ekki allt, sem þú þarft að vita, um eðli þeirrar tilveru, sem þú lifir i, enda þótt hún sé stundum harla torskilin? Orðið varð hold. Guðssonur bjó með oss. En það var ekki stór hópur manna, sem gat sagt: Vér sáum dýrð hans. Það voru þeir, sem „tóku við honum“. Kaífas, Heró- des og Augústus keisari vissu jafnlítið um Guð eftir sem áður. Þeir voru jafn blindir og þeir áður voru, jafn alls- lausir, jafn óttaslegnir gagnvart ógagnsæu myrkri himn- anna. Menntunar- og menningarhroki þeirra tíma var jafn ófús á að læra hjá Kristi eins og ævinlega, á öllum timum. Þeir einir, sem veittu Jesú viðtöku auðguðust af honum, öðluðust nýja og fagnaðarríka þekking á Guði. Þeir sáu dýrð Guðs. Þeir fengu rétt til þess að verða Guðs börn. Þeir fundu ekki aðeins aðdáunarverðan, spak- an meistara. Þeir sáu himnana opna. Þeir fundu Guð. Þetta er eins enn í dag. Jesús nálgast þig á þessum jólum og býður þér leiðsögn sína. Gakk til móts við hann. Fylg honum eftir á ferli hans, eins og hann er rakinn í guðspjöllunum. Hugsaðu þér að þú sért einn af þeim Í2, sem fylgdu honum eftir, sáu það, sem hann gerði og heyrðu það, sem hann talaði. Þeir sáu ekki hver hann var allt í einu, sumir e. t. v. ekki fyrr en eftir langa stund. En þekkingin, sem þeir öðluðust hjá honum, varð þeim öllum meira virði en lifið. Enginn hefur nokkurn tima leitað með leiðsögn hans án þess að finna. Ef til vill átt þú eitthvert leikfang frá barnsárum þín- um. Einu sinni var það dýrasta eign þín og æðsta gleði. Leikurinn er heimur barnsins. En hvað þýðir leikfangið fyrir þig nú, fullorðinn manninn? Minning er bundin við það, raunverulegt gildi hefur það ekki. Aðrir hlutir eru komnir þess i stað: Atvinna þín og afkoma, álit og áhuga- mál, — heimur fullorðna mannsins. En eitt sinn kemur sú stund, að þú horfir á þessa hluti eins og þú horfir nú á gamla leikfangið, sem hátið og gleði bernsku þinnar byggðist á. Það verður á þeirri stund, þeirri hinstu stund, þegar jörðin og allt, sem á henni er, hverfur í fjarskann eins og löngu liðinn leikur, og ókunnur dagur hins eilífa lífs rennur upp. Þá spyrðu um eitt, þá hugsarðu aðeins um eitt: Þú spyrð um Guð, þú hugsar um, hvaða þekk- ingu þú hefur á honum. Þá verður gleði þín mikil, ef Ijós jólaboðskaparins hefur leitt þig til sannleikans. Guð gefi þér og þínum þá jólagleði, alik GLEÐILEG JÓL. Sigurbjörn Einarsson. m & & & & & 4 4 & & & 4 f 4 4 4 s 4 * é m & iÍÍÍIÍi*AIÍ*AÍ|ÍÍMillAÍlMIÍAÍAÍÍÍÍÍÍ*ÍÍI*A*ÍAIÍIA*#ÍÍ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.