Vísir - 24.12.1943, Blaðsíða 64
64
JÓLABLAÐ VÍSIS
Bernh. Petersen
Reykjavík
SÍMNEFNI: BERNHARDO.
SÍMI 1570 (TVÆR LlNUR).
Kaupir:
Allar tegundir af Lýsi,
Tóm stálföt,
Síldartunnur og
Eikarföt.
mannaxina setti stól fyrir hann
við borðiö; síðan settist hann
niður.
„Eg geri ráð fyrir að þér vitið,
í hvaða erindagerðum eg kem,
herra prófessor?“ sagði hann
róíega.
Prófessorinn horfði á þetta
hörkulega andlit, sem var eins
og höggvið í stein. Hann vissi að
næsta spurning mundi verða:
— Hvar er Basili Konteleon? —
Honum rann kalt vatn milli
skinns og hörunds. Hann reyndi
að sýnast rólegur. Gott var með.
an þeir gerðu drengjunum ekk-
ert mein. —
„Þér getið þakkað hinni nú-
verandi hernaðarstöðu fyrir að
þér fáið annað tækifæri,“ sagði
nazistinn vingjarnlega.
Hvað var þetta? Var þetta
einhver ný aðferð til að — Eða
var það — Prófessorinn þorði
ekki að vona neitt.
„Nokkrir landsmenn yðar
virðast álíta,“ hélt Herr Bött-
icher áfram, „að þótt banda-
menn hafi nú unnið nokkrar or-
ustur, þá sé þetta stríð tapað fyr-
ir £>jóðverja. En eg fullvissa yð-
ur um, að þetta er liin mesta
fjarstæða. En auðvitað hefir
maður með yðar gáfum skilið
þetta fyrir löngu.“
Prófessorinn þorði enn ekki
að gera sér of miklar vonir.
Þetta gat verið einhver gildra.
i, Það er þetta, sem við viljum
koma Grikkjum í skilning um,“
liélt Herr Bötticher áfram.
Svo að þeir vissu þá ekki að
Basili hafði verið þarna! Það
var ekki hann, sem þeir voru að
leita að! Prófessorinn ætlaði
varla að geta leynt fögnuði sín-
um, eitt augnablik.
j. Þessi uppþot,“ hélt nazistinn
áfram, „eru auðvitað tilgangs-
laus. En þau skapa okkur erfið-
leika. Við gætum beitt hörku.
En við viljuin það síður — ekki
meira en nauðsynlegt er. Þrátt
fyrir allt berum við Þjóðverj-
ar mikla virðingu fyrir hin-
um fornu Grikkjum — þeir
voru aríar eins og við. Þið
Grikkir nútímans hafið ekki
hagað ykkur skynsamlega. En
sleppum því. Sannleikurinn er
sá, herra prófessor, að þér gæt-
uð sparað landsbræðrum yðar
miklar þjáningar.11
Prófessorinn hafði nú náð sér
aftur að fullu. Hann vissi að
bæði drengirnir og Xenia skildu
nú að Basili væri ekki í neinni
liættu. Nú yrði liann aðeins að
varast að gera nokkuð eða segja,
sem gæti vakið grunsemdir naz-
ista-foringjans. Hann sagði
kurteislega:
„Á hvern hátt, herra Bött-
icher?“
r\
Bifreiða-smurningsolíur
í « . |
fyrirliggjandi
^VEBRIB BERNBÖFT O.F.
Austurstræti 10 Reykjavík
i