Vísir - 24.12.1943, Blaðsíða 41
JÓLABLAÐ VÍSIS
41
„Fara Skotar og Englending-
ar lika oft til lslands?“ spurði
eg.
„Já, það megið þér reiða yð-
ur á. Og suma mánuðina er yfir-
leitt einstaklega heilsusamlegt
og þægilegt að ferðast héðan til
íslands. Á þessum tíma árs er
sjórinn oftast nær spegilsléttur,
og loftið óvanalega hreint og
hressandi."
„Fara menn þá til íslands sér
til heilsubótar?1'
„Eg held, að flestir þeir, sem
til íslands fara, geri það sér til
hressingar og til þess að lyfta
sér upp. Aðrir, sem á milli fara,
munu flestir eiga kaupsýsluer-
indi.“
Maðurinn sagði mér síðan frá
því, að sonur sinn væri búinn að
fara fimm ferðir til íslands, en
sjálfur hefði hann farið níu
sinnum. Og í öll skiptin hefðu
báðir komið heim aftur hress-
ari og þrekmeiri.
„Annars eru ferðalögin í land-
inu sjálfu aðalatriðið," þætti
hann við, hvort heldur farið er
á .hestum eðá í bílum. ísland er
tvímælalaust eitthvert fegursta,
merkilegasta og þægilegasta
ferðamannaland í heimi. Lofts-
lagið er framúrskarandi gott,
að minnsta kosti að sumrinu.
Læknar og lærðir menn hafa
skrifað. sérstakar ritgerðir um
íslenzka loftið. Og náttúrufeg-
urð landsins er svo stórkostleg
og fjölbreytt, að naumast verð-
ur með orðum, lýst .... Eg
verð að minnsta kosti aldrei leið-
ur á því að ferðast um ísland
á þessum ágætu íslenzku hest-
um, eins og landslagið er þar
stórkostlegt. Og einu má ekki
gleyma: gestrisni islenzku þjóð-
arinnar! Ilvergi í víðri veröld
hefi.eg notið annarrar eins gest-
risni óg á fslandi."
„Eg heyri á öllu,“ sagði eg,
„að þér eruð mikill íslandsvin-
ur.Og mér þykir vænt um, að
mér skyldi vera stefnt beint til
yðar fyrir sérstaka hendingu.“
„Það er rétt, sem þér segið,“
sagði hann, „eg er afarmikill
íslandsvinur. En það eru ótal-
margir menn á Englandi."
Allt í einu kvað við blástur
mikill niðri á götunni og trufl-
aði viðræður okkar.
„Þarna er bíllinn kominn, sem
eg hefi pantað handa ykkur,“
sagði gestgjafi oltkar. „Hann fer
með ykkur niður að skipi í
Leith.“
Við kvöddum alla fjölskyld-
una og 'þökkuöum henni inni-
lega fyrir þessar ánægjustundir,
sem við hefðurn notið þar á
heimilinu.
Húsbóndinn hélt því fram, að
við mundum fá enn betri við-
tökur á Islandi heldur en hjá
sér.
„Betri en hjá yður!“ svaraði
eg, — „eg trúi þvi nú ekki fyrr
en eg tek á.“
„Góða ferð!“ kallaði þetta al-
úðjega fólk á eftir olckur um
leið og vagninn rann af stað.
Bíllinn okkar þaut.áfram eft-
ir breiðum strætum, fram hjá
blómreitum, torgum og aldin-
görðum. ,
Við Viktor sátum fyrst þegj -
andi um stund og horfðum á
bæinn,húsin, vagnana og allan
þann fjölda manna, sem við
fórum frarn hjá.
Alls staðar sáum við langar
raðir verkamanna híma með
húsveggjum. Þeir stóðu þar
hreyfingarlausir og töluðu sam-
an.
Þetta voru atvinnuleysingjar
...! I Englandi voru þeir taldir
skipta milljónum! Svo sögðu
blöðin. Og enska ríkið varð dag-
lega að fæða og framfæra all-
ar þessar milljónir manna, sem
enga vinnu gátu af hendi leyst,
af því að engin vinna var fáan-
leg. Daglega varð stjórnin að
úthluta þeim peningum.
Jón Sveinsson
. (t. h.) á leið til
Viðeyjar. í
fylgd með hón-
'um ertí Gurinar
Einarsson .(-t. ^
,v.), Bjarni Kr.
Björnsson (við
vélina) og Da-
víð Ólafsson
(nú forseli
Fiskifélags ís- •
lamjs, yið stýr7 ,
iðþ ‘ '.
GLEÐILEG JÓL!
Verzlunin Ingólfur,
Hringbraut 38.
Grundarstíg 12.
GLEÐILEG JÓL
OG FARSÆLT NÝÁR!
Verzlun O. Ellingsen h.f.
GLEÐILEG JÓL!
Rafvirldnn s.f.
Skólavörðustíg 22.
GLEÐILEG JÓL!
0. H. Helgason & Co.
Borgartún 4.
n