Vísir - 24.12.1943, Blaðsíða 15

Vísir - 24.12.1943, Blaðsíða 15
JÓLABLAÐ VÍSIS 15 Þ*8 var heldur ekld að á- stæðulausu, þvi að timi frú Sturgis var kominn og fólkið i húsinu hafði um nóg að hugsa. Sturgis hafði langað mjög til þess, að kona hans fæddi barn- ið heima hjá þeim og læknirinn hafði veitt samþykki sitt til þess, enda var sjúkrahúsið i sveitinni fullt. Læknirinn var þvi staddur þarna, sömuleiðis yfirsetukon- an, móðir frú Sturgis og við hjónin. Og Roger Sturgis var auðvitað þarna líka. Hann beið og beið, kafrjóður af óþolinmæði, skjálf- andi af eftirvæntingu og þvæld- ist fyrir öllum. En Jupiter beið einnig, utan dyra. Hvað var allur þessi mann- fjöldi að gera þarna inni? Hann lieyrði mannamál, vatn streymdi úr hana og það glamraði í glös- um og málmi. Hann skildi ekki, hvað var að gerast, en fann það einhvernveginn á sér, að ÞAÐ væri að verlci, ÞAÐ, sem hafði orðið til þess, að hann valt úr valdastóli og var fyrirlitinn og auðmýktur. ÞAÐ — þessi ósýni- legi, huglausi fjandmaður, sem þorði ekki að láta sjá sig. Nú mundi hann koma í Ijós, jafn- skjótt og hurðinni yrði lokið upp. Honum yrði ekki undan- komu auðið! Vöðvarnir hnýkluðust undir skinninu, er hann bjó sig til stökks og beið. IÐ, sem vorum inni í hús- inu, höfðum auðvitað enga hugmynd um þetta. Læknirinn hafði falið okkur Betty að vera hjá Roger inn i setustofunni og sjá um, að hann færi þaðan ekki, Það var enginn hægðarleikur, þvi að hann var ástriðumaður mikill. En loks barst okkur hin mikla fregn — meybarn var fætt — og litlu síðar kom yfir- setukonan fram í svefnherberg- isdyrnar með reifastranga í fanginu. Læknirinn kom á hæla henni og brosti út undir eyru. „Jæja, Sturgis,‘‘ tók liann til máls, „þá er þessu lokið. Haldið á henni í fanginu sem snöggv- ast og segið okkur, hvernig þér kunnið við að verða faðir.“ Sturgis skalf á beinunum, er hann tók við barninu og liorfði á það með tár í augum. Læknirinn dró hanzkana á hendur sér. „Allt er í bezta Iagi,“ sagði hann. „Engin hætta á ferðum, svo að mér er óhætt að fara.“ Hann lauk upp hurðinhi. Á þvi augnabliki skauzt eitt- hvað milli fóta hans. Jupiter liafði séð sér færi 4 pð komast Inn í stofuna, Hann leit á Sturgis og augun skutu gneistum af hatri, er hann kom auga á reifastrangann, sem húshóndi hans hélt í örmum séi', og eg fann á mér, að hann vissi, að þetla var ÞAÐ. Hann rak upp reiðiöskiir og stökk á Sturgis. Árásin var svo snögg og ofsa- fengin, að Sturgis riðaði við, þótt hann væri risi á vöxl o"g fíl- efldur, og hrökklaðist upp að veggnum. En ósjálfrátt reyndi hann að bjarga barninu með þvi að halda þvi yfir höfði sér. Bettý var næst lionum. Hún þreif reifaslrangann og fékk yfirsetu- konunni hann, en hún stóð i s vef nliei*bergisdyrunum. Svo hratt hún konunni inn i svefn- hei'bergið og skellti hurðinni af öllu afli. Þegar hér var komið, var Sturgis húinn að ná jafnvægi aftur og liann i*éðst á Jupiter ör- vita af hræði. Stólar og borð hrukku i allar áttir, er þeir börð- ust. Loksins rönkúðum við læknirinn við okkur, gripum það, sem hendi var næst og börð- um hundinn, unz liann féll i rot. Við rígbundum hann og drógum liann út á grasflötina, þar sem við skildum hann eftir. Sturg'is reikaði um eins og óð- ur maður. Jakki hans var gauð- rifinn og við veiltum þvi eftir- tekt — þótt hann tæki ekld eftir því sjálfur —- að'það hlæddi úr liægra liandlegg lians. Læknir- inn fór með hann inn í annað herbergi, háttaði hann ofan i rúm og bjó um sárið eftir víg- tennur hundsins. Siðan sofn- aði Sturgis, þvi að liann var þreyttur á sál og líkama eftir viðureignina og eftirvænting- una. En hvað átti að gera við Jupi- ter? „Skjóta hann,“ sagði eg hik- laust, cn læknirinn var því mót- fallinn. Hann vildi láta rannsaka hundinn, til þess að gengið yi’ði úr skugga um, hvort hann hefði æði, þvi að þá þyrfti Sturgis að vera undir læknishendi. Það varð þvi úr, að læknirinn hafði Jupiter á brott með sér, er hann fór. Við fengum siðar tilkynningu um það, að hundurinn væri heil- brigður og hann væri rólegur og stilltur. Sturgis, sem hafði elsk- að hann svo mjög fyrir skeminstu, vildi hvorki heyra hann né sjá. Læknirinn gaf hann þvi manni, sem átti járn- vöruverzlun í bænum og vant- aði varðhund. Kaupmaðurinn hafði heyrt getið um Jupiter og falaðist eftir honum. Hann hvarf þvi af sjónarsvið- inu og innan skamms var jafn- vel Sturgis búinn að gleyma honum. Það var heldur engin furða, því að hann hafði eignazt nýtt átrúnaðargoð, sem var svo óum- ræðilega miklu dýrmætara, og hann sýndi litla barninu alla þá umhyggju og ást, sein hann átti til. Hann var alltaf að finna eitthvað nýtt skemmtilegt og unaðslegt í fari þess. Hann lang- aði Iielzt til að sitja heima alla daga og fara ekki til vinnu, en meðan hann var i bænum hringdi liann á klukkutima fresti, til að spyrja hvernig því liði. Á liverju kveldi kom hann heim með nýtt leikfang, nýja hringlu eða eitthvað þvilikt, sem hann varði miklum tíma til að finna. Það var ekki liægt að hugsa sér meiri ást og aðdáun. JUPITER var okkur öllum úr minni liðinn, eins og martröð, sem menn vilja gleyma — þangað til eg rak mig á það eina nóttina, að hann var enn í fullu fjöri. Eg lá andvaka, bylti mér á alla vegu, en gat ekki sofnað, og fór út i eldhúsið til að liita mér mjólkursopa. Þegar eg var á Ieið til svefnherbergisins aftur og gekk í gegnum setustofuna, varð mér litið út um gluggann. Veðrið var yndislegt og eg gekk út að glugganum og leit út. Eg stóð þar langa lengi. Tunglið óð í skýjum og í hvert sinn, sem rofaði til, varpaði það silfur- tæru geislaflóði yfir garðinn, svo að það var eins og hann væri þakinn snjóslæðu. Allt var kyrrt og hljótt. Mér fannst að eg hlyti að geta heyrt laufblað falla af trjágrein... Mér varð bilt við, er eg sá ein- hver ja þústu þokast áfram með- fram girðingunni, sem skildi milli garða okkar Sturgis. Það var Jupiter! Hann læddist áfram og dró kviðinn næstum við jörð. Það var eins og hann væri þarna i njósnaleiðangri, væri að kanna landið, varlega og laumulega. Það var elcki gamli hrokinn i göngulaginu. Ösjálfrátt hallaði eg mér út um gluggann, til þess að sjá betur, hvað hann ætlaðist fvrir. Eg ralc olnbogann í jurta- pott, sem stóð á gluggasyllunni og hann datt niður á jörðina. Jupiter tók undir sig stökk og hvarf eins og örskot út i mvrkr- ið. Garðurinn var aftur orðinn auður. kvrrð ríkti allsstaðar og tunrflíð óð i strfium. Ea lokaði pluaganum og festi honum vandle^a.- Næsta dag fannst mér það broslegt, að taka mark á þessu atviki. Þetta var að eins hundur, ekki hugsandi vera, hugsandi manneskja. Þetta var ekki rán- dýr, úlfur eða tígrisdýr. Eg sagði því Sturgis ekki frá því, sem fyr- ir mig hafði borið. En fáeinum dögum síðar, þegar eg var að vinna í garðinum og sá þjón- ustustúlkuna hjá honum vera að hengja flíkur af barninu til þerr- is, datt mér í hug að spyrja hana, hvort hún hefði orðið vör við Jupiter upp á siðkastið. Hún sagði mér þá frá ein- kennilegu atviki, sem hafði komið fyrir hana viku áður. Hún hafði ekki sagt Sturgis frá því, vegna þess að hún vildi ekki hræða liana að óþörfu. Stúlkan liafði verið úti með barnið i vagniuuni þegar bill ók fram- lijá þeim. Um leið og bíllinn fór framhjá, heyrði hún reiðikgt gelt úr honum og er hún leit upp, sá hún stóran hvitan hund sitja við lilið ökumannsins. Á hlið vagnsins var letrað orðið „Járn- vöruverzlun“. Þetta gat ekki verið neinn annar en Jupiter! Það var eng- in önnur skýring á þessu, en að hann hefði kannazt við stúlkuna og látið i ljós hatur sitt, er hann sá vagninn og barnið. Mér varð ekki um sel, þegar stúlkan sagði mér þetta. Hund- urinn var ekki búinn að gleyma því, sem gerzt liafði. Eg liafði séð hann af tilviljun að nætur- lagi. Hversu oft hafði hann ekki komið áður, til þess að njósna um fyrrverandi heimili sitt? „Ef, þér sjáið liann nokkuru sinni aftur,“ sagði eg við stúlk’ una, „verðið þér að segja Sturgis það á samri slundu, eða mér, et liann er ekki heima. Næst þegar eg fer til bæjarins, ætla eg að segja kaupmanninum, að liann verði að liafa hnndinn i bandi.“ En eg spurði sjálfan mig hvort það gæti átt sér stað, að liundur gæti munað svona lengi og greinilega? Það var ekkert undarlegt, þótt rigur eða jafn- vel hatur gæti verið miUi manna, en hér var um skynlausa skepnu að ræða, sem var bjá nýjum húsbónda, i nýju umhverfi og það voru margir mánuðir, síðan hann fór að heiman. Gat liund- ur verið svona langrækinn? Ef til vill var hann ekki venju- legur hundur, sem liafður er til skemmtunar á heimili, venju- legur Tryggur, Snati eða Lappi. Þessi hundur liafði verið eyði- lagður með eftirlæti og aðdáun, og nu hafði þvi verio svipt burtu með skyndilegunl hætti. Jupiter var skynsamur, en skynsemi hans var illkNÓtnisleg og liættu- leg. Eg hataði hann, en það sýndi einungis, að eg óttaðjst
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.