Vísir - 24.12.1943, Blaðsíða 28

Vísir - 24.12.1943, Blaðsíða 28
28 JÓLABLAÐ VlSIS GLEÐILEG JÓL! FARSÆLT KOMANDI ÁR! Sig. Þ. Skjaldberg. GLEÐILEG JÓL! . Ásg. G. Gunnlaugssoii óc Cu. GLEÐILEG JÓL! Heildverzlunin Edda li.f. GLEÐILEG JÓL! , _ Jö Verzlunin Manehester. J&r______________________ GLEÐILEG JÓL! Slippfélagið i Regkjavík li.f. að girnileg fríðindi væru í boði. Kom brátt þar, aS renna tóku á ýmsa tvær grímur, en aðrir rufu þegar öll heit og kváðu verzlunarfélög aldrei myndu þrífast. Við brigðmælgi þessa reiddist Ásgeir mjög, sem von- legt var, og þótti menn nú óstór- ir gerast, er þeir gengu á bak orða sinna af skammsýni og fá- vizku. Ekki var hann samt af baki dottinn, þótt breyta yrði um stefnu. Tók hann að búa skútu sína, þótt litil væri, Iilóð hana með fiski sjálfs sín og þeirra fáu útvegsbænda, sem forsjá hans vildu hlíta, og lél i haf. Varð hann vel reiðfara, hafði veturselu i Danmörku, en kom til ísafjarðar næsta vor með töluverðan varning fyrir sjálfan sig og aðra. Það var einhverju sinni á þessum missirum, að Ásgeir hélt skútu sinni út til veiða, en hákarlsafli í-eyndist tregur. Kom hann þá inn til ísafjarðar, tók út mat og vatn til margra vikna og hélt skipi sínu vestur til Grænlands. Leitaði hann þar víða með ströndum fram, en féklc lítinn liákarl. Á mörgum stöðum var dýpi svo mikið, að hann gat ekki lagzt, en livar- vetna reyndist afli rýr, þótt skil- yrði væru til veiða. Að lokum snéri Ásgeir til ísafjarðar og kom þangað eftir langa útivist, en með lítinn afla. Þá var hag- ur hans ekki betri en svo, að hann fékk naumast þá úttekt hjá kaupmönnum, sem liann þurfti. Mun hvorttveggja hafa valdið, að þeir voru lionum and- vigir fyrir verzlunarfélagsliug- myndir hans, og að efnin liöfðu gengið mjög til þurrðar viðnám- ið, skútukaupin og árangurs- lausa tilraun til nýbreytni í veiðiskap. Scgja menn að Ás- geir hafi tekið það ráð að leita aðstoðar hjá frændum sínum og vinum við Djúp, til að geta lialdið áfram útgerðinni. Á hann þá að hafa strengt þess heit, að leita ekki framar á náðir tsgf j arðarkaupmanna, hvað sem í kynni að skerast. Haustið 1851 sigldi Ásgeir í annað skipti lil Kaupmanna- hafnar á hákarlaskútu sinni, hlaðinni fiski og lýsi. Vorið 1852 hélt hann heim með korn- mat og annan varning og opn- aði sölubúð í Miðkaupstaðnum á ísafirði. Eftir sem áður gerði hann úl skúlu sína, Lovisu, og tók að huga fyrir aukinni út- gerð. Ekki varð Lovisa gömul eftir að Ásgeir sleppti henni. Hún fórst með allri áliöfn vor- ið 1854, i sama veðri og skút- urnar Katrín frá önundarfirði og Hákarlinn úf Pýrgfirði, Formaðurin á Lovisu hét Guð- mundur Bjarnason. —o— [Hér er sleppt úr all-löngum kafla er segir frá félagsmála- slarfi Ásgeirs kaupmanns, bar- áttu hans fyrir stofnun sjó- mannaskóla og afskiptum af þilskipaábyrgðarfélagi Isf-irð- inga, hinni langelztu trygging- arstofnun hér á landi. Bæði þessi atriði eru þó gagnmerlt nýmæli og lýsa Ásgeiri vel. En um sjómannaskólarnálið má lesa í afmælisriti Stýrimanna- skólans eflir Einar magister Jónsson. Frásögn af ábyrgðar- félaginu er aftur á móti í af- mælisriti Búnaðarfélags íslands, rituðu af Arnóri Sigurjóns- svni ]. 2. Hægfara þróun. Verzlun Ásgeirs skipherra blómgaðist vel. Varð eigandinn brátt kunnur fyrir áreiðanleik i viðskiptúm og jukust umsvif hans stöðugt, eftir því sem árin liðu. Allt var byggt á traustum grunni og fá eða engin víxlspor stígin. í fyrstu tók Ásgeir kaup- för á leigu og sigldi þeim þá gjarnan sjálfur milli landa. Brátt festi hann kaup á 22 lesta*) skútu, sem María nefnd- ist. Kom hún jafnan með vörur lil verzlunarinnar frá Kaupmannahöfn að vorinu, stundaði fiskveiðar yfir mitt sumarið og sigldi siðan hlaðin sjávarafurðum að haustinu. Þegar Ásgeir hætti skipstjórn, tók við Mariu danskur maður. Haustið 1865 lagði María af stað frá ísafirði, hlaðin salt- fiski og hákarlalýsi. Tók Ásgeir sér fari ásamt konu sinni og fjórum börnum ungum, því að hann ætlaði að dvelja í Kaup- \mannahöfn um veturinn. Hreppti skpið hið versta veður, storm og sortabyl, svo að naum- ast sá út fyrir borðstokk. Allt gcklc þó slysalaust suður fyrir Reykjanes, en að kvöldi hins 22. september strandaði skipið og velktist upp í hvítfyssandi brimgarð. Þegar Asgeir kom upp á þiljur og sá að skipið var að sigla beint í brotið brá hann við sem harðast og lét af mik- illi skyndingu slá botninn úr nokkurum lýsistunnum, sem stóðu á þiljum uppi. Flaut lýsið um allan sjóinn og dró svo mik- ið úr holskeflunum, að skipið hlaut ekkert alvarlegt áfall. Ilafði það lent upp um flóð og tók brátt að fjara undan þvi. Leið ekki á löngu unz fólk allt komst heilu og höldnu á land. *) „Lestl' i fornu máli jafn- gilti tveim spiálestum,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.