Vísir - 24.12.1943, Blaðsíða 52

Vísir - 24.12.1943, Blaðsíða 52
52 JÓLABLAÐ VÍSIS ffZvallú fz/rírlzggjandí f gódu úrvalí: Innisloppar fvrír karlmenn. Kamgarnsdúkar. Káputau, mikið úrval. Leðurvörur, allskonar. Hanzkar fyrir dömur cg herra. Kvenlúffur úr skinni. Barnalúffur með loðkanti eða án. Loðsútaðar gærur. Teppi, margar gerðir. Buxur, alískonar. Sokkar. Peysur. Garn og fleira. Sannfærizt um verð og vörugæði hjá okkur, áður en þér festið kaup annars staðar. ® Seljum ennfremur hina ágætu „Iðunnarskó“. Verksmiðjuútsalan Gefjun — Iðunn Aðalstræti. — Sími 2838. Takið eftir! Kanpmenn og; kanpfelög! Við framleiðum allskonar fatnað, svo sem: FRAKKA (dömu og herra) FERÐABLÚSSUR VINNUFÖT HERRASLOPPA, hvíta og mislita. Einnig framleiðum við hina margeftirspurðu POPLÍN-ULLARFRAKKA með amerísku sniði. AHt fyrsta flokks vörur og samkeppnisfært verð. Sportvörar h.f Nönnugötu 8.-Sími 3931. Fiiiniir Jón§§on. Framh. af bls. 8. ur og ljósfleti, veitt þeim sitt eigið ljós, gætt þær lífi listarinnai’. En sjaldan er hann þó allskostar ánægður sjálfur. Hann er ó- trúlega vandaður að verkum sínum, líkt og hann telji listinni aldrei fullkosta í því, sem hann gerir. Vel virðist Finnur hafa varðveitt þá lcosti, sem opnuðu honum ungum og óþekktum hið þrönga hlið inn til þeirra Stormsmanna. Sérkenni hans eru augljós og ótvíræð, svo að vandalaust er að þekkja myndir hans frá öðrum. Hann er blessunarlega laus við alla „isma“ og gengur ekki í annarra manna spor, heldur fer sínar eigin götur án þess þó að lenda út á refilstigu. Til þess er þekkingin of örugg, smekkurinn nógu næmur. Oft hefi eg vitað hann lóga efnilegum myndum af ótta við það, að þar gætti áhrifa frá öðrum. Slíkt er honum óþolandi. Frá því er Finnur kom heim frá Þýzkalandi, virðist mér tækni hans hafa tekið litlum breyt- ingum, en meðferð hans á litum aftur nokkrum, og mátti sjá þess glögg merki á síðustu sýningu lians nú í nóvembermánuði. Fyrst framan af hera myndirnar suðrænan blæ með sterkum litum: ljósrauðum og liiminbláum. En um 1930 eða nokkru fyrr hregður hinni erlendu birtu, en svalblátt ljós íslenzkra fjalla færist yfir fleti myndanna. Hin síðustu ár hefir þetta breytzt á ný. Ljósið er aftur orðið þróttugra, auðugra, glaðar en það var um sinn. Ljósgræn blæbrigði byggðra dala, roði haustskóga, blámi fjarlægra fjalla leikur nú um línur og fleti. Mér virðist sem lista- maðurinn hafi um skeið orðið bergnuminn hér, látið heillast af Ijósi landsins, hinu bláa og hvíta, en losnað síðan úr þeim álögum af eigin rammleik og komið aftur íslenzkari og sterkari en fyrr. Efnisval J^inns er mjög margbreytilegt og stendur viða fótum. Sumar myndir hans, einkum hinar eldri, eru formið eintómt, nafnlausar línur og litfletir. Nú eru myndirnar yfirleitt efnis- meiri án þess að forminu sé misboðið fyrir því. Kunnastur er hann fyrir sjávarmyndir sínar, enda er það hvorttveggja, að hann hefir lagt við þær mikla alúð og þekkir Ægi karl frá fornu fari og til hlítar. En ekki lætur lionum öllu verr að mála myndir úr lífi fólksins, eins og hann þekkir það og liefir þekkt. Á sýningum hans hefir landslagsmynda gætt minna, en hjá ýmsum öðrum málurum, enda lagði hann lengi vel ekki jafnmikla rækt við þær og annað. En á siðustu árum hefir framför hans á þessu sviði verið glögg, og eg tel ýmsar landslagsmynda hans með því allra bezta, sem hér er til af því tagi. Oft fer hann óvæntar leiðir til þess að draga fram hin dulrænu og sterku áhrif íslenzkrar náttúru, t. d. Form og línur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.